Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 86
23. apríl 2006 SUNNUDAGUR42
Hvað er að frétta?
Skæruliðarnir hafa umkringt Vatna-
skóg.
Augnlitur?
Grænn eða brúnn; það er álitamál.
Starf?
Dagskrárgerðarmaður á Rás 1 og svo
hef ég tekið að mér stundakennslu
við Háskóla Íslands. Ég vildi að ég
gæti sagt að ég hefði atvinnu af
skáldskap og ljóðagerð en trúlega
flokkast það frekar sem dýrt áhuga-
mál.
Fjölskylduhagir?
Þeir eru mjög einfaldir.
Hvaðan ertu?
Karlar eru frá Mars, konur eru frá
Venus. Um þetta þarf enginn að
efast.
Ertu hjátrúarfull/ur?
Já; ég er alltaf í sömu sokkunum
- alltaf.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur?
Dolph&Wulff
Uppáhaldsmatur?
Spaghetti.
Fallegasti staður?
Reykjafjörður á Norður-Ströndum.
ipod eða geislaspilari?
ipod innanhúss; geislaspilari utan-
húss − að vera með ipod innanhús
er eins og að vera með sólgleraugu á
skemmtistað.
Hvað er skemmtilegast?
Það er skemmtilegast en um leið
hættulegast þegar eitthvað nær
algjöru kverkataki á manni og
maður gleymir öllu öðru; þetta getur
gerst á tónleikum, á ferðalagi, við
lestur góðra bóka, þegar maður á í
skemmtilegum samræðum o.s.frv.
Hvað er leiðinlegast?
Útrásar- og efnahagsfréttir.
Helsti veikleiki?
Ég er mjög veikur fyrir bulli.
Helsti kostur?
Ég svara þessari þegar ég fer í þátt-
inn hjá Opruh.
Helsta afrek?
Og þessari þegar ég fer til dr. Phils.
Mestu vonbrigði?
Þegar tilkynnt var að herinn væri á
förum.
Hver er draumurinn?
Sharab.
Hver er fyndnastur/fyndn-
ust?
Ég á mjög erfitt með að gera
upp á milli danska, fasíska,
geðsjúka, bláa flóðhestsins
Dolphs og samstarfs-
manna minna þeirra
Guðna Tómassonar og
Eiríks Guðmundssonar. Ef
Guðni og Eiríkur töluðu
dönsku myndu þeir trú-
lega hafa vinninginn.
Á hvað trúirðu?
Ég trúi á meira og minna
á allt sem John Lennon
segist ekki trúa á í laginu
God. En ég trúi ekki á Yoko
Ono.
HIN HLIÐIN HAUKUR INGI INGVARSSON, DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR Á RÁS 1
Alltaf í sömu sokkunum
12.02.79
Ljósmyndarinn Hákon Pálson
leggur þessa dagana lokahönd á
blóðugar ljósmyndir sem hann
hefur verið að taka að undanförnu
en laugardaginn 29. apríl mun
hann opna sýningu á myndunum í
Gallarí Geli við Hverfisgötu.
Myndirnar eiga það allar sameig-
inlegt að vera af tónlistarfólki og
blóð kemur við sögu á flestum
þeirra. „Tónlistarmenn eru
skemmtilegt fólk sem auðvelt er
að mynda því það vill láta sjá sig,“
segir Hákon. Myndirnar eru tekn-
ar í Reykjavík og New York og
segir ljósmyndarinn að þó mynd-
irnar séu blóðugar þá séu þær
fyrst og fremst fallegar enda geti
blóð verið mjög fallegt. Hákon,
sem er 21 árs, hefur undanfarið
tekið tískuljósmyndir fyrir Sirk-
usblaðið en hyggur á mótorhjóla-
ferðalag um Bandaríkin með
haustinu og þá verður myndavélin
að sjálfsögðu með í farteskinu.
-snæ
Blóðugar ljósmyndir
FALLEGT BLÓÐ Tónlistarfólkið sem situr fyrir á myndum Hákons er bæði íslenskt og erlent.
„Ég hef haft áhuga á Jóni Ara-
syni í mörg ár,“ segir Sigurjón
Sighvatsson kvikmyndaframleið-
andi sem tryggði sér á dögunum
kvikmyndaréttinn á sögulegri
skáldsögu Ólafs Gunnarssonar
um örlög biskupsins sem almennt
er talinn síðasti miðaldahöfðing-
inn á Íslandi.
„Ég hef lesið margt annað um
Jón en Öxina og jörðina, bæði
sögulegar heimildir og bók Gunn-
ars Gunnarssonar. Þegar ég las
bók Ólafs mundi ég eftir því að
þetta var eitthvað sem mig hafði
alltaf langað til að gera og tók
mér smá tíma í að móta þessa
hugsun mína og velta fyrir mér
hvernig mynd ég vildi gera.“
Sigurjón segir að þegar hann
hafi fyrst íhugað að gera kvik-
mynd um Jón Arason hafi hann
hugsað sér hana sem venjulega
íslenska bíómynd en nú komi
varla annað til greina en að gera
„ameríska stórmynd“ byggða á
Öxinni og jörðinni. „Ég hef rætt
þetta við Ólaf sem er mikill spek-
úlant og áhugamaður um kvik-
myndir og hann hefur ekki síst
áhuga á amerískum bíómyndum
og við erum sammála um að það
sé rétt nálgun að gera ameríska
stórmynd með amerískum stjörn-
um, þó hún gerist auðvitað á
Íslandi.“
Sigurjón segir að þetta hefði
ekki verið hægt fyrir nokkrum
árum án þess að eiga það á hættu
að þetta yrði „ægilega hallæris-
legt“ og nefnir sem dæmi The
Viking Sagas sem Íslendingar
hafa hlegið að allt frá því hún var
tekin upp hér á landi árið 1995.
Forsendurnar séu hins vegar
gjörbreyttar og „í dag er hægt að
gera þetta á mun áhugaverðari
hátt“.
Sigurjón hefur þegar fært hug-
myndina í tal við handritshöfund
myndanna K-19: The Widow-
maker og Alexander sem Oliver
Stone kvikmyndaði fyrir tveimur
árum. „Næsta skref er að láta
þýða bókina á ensku og sjá hver
viðbrögð handritshöfundarins
verða við henni.“
Sigurjón segir þó enn
langt í land enda taki það
nokkur ár að undirbúa
gerð stórmynda af
þessu tagi. „Ég er til
dæmis búinn að
vera með aðra sögu-
lega mynd í vinnslu
í nokkur ár. Þetta er
mynd sem byggir á
bókinni The Devil in
the White City sem fjall-
ar um H. H. Holmes,
fyrsta raðmorð-
ingja Bandaríkj-
anna. Tökur á
henni geta von-
andi hafist í haust en allur undir-
búningurinn tekur sinn tíma.“
Sigurjón hefur búið í Los Ang-
eles undanfarin 28 ár en hyggst
nú færa sig nær heimahögunum
og hefur komið sér upp heimili í
Kaupmannahöfn þótt hann verði
enn með annan fótinn í kvik-
myndaborginni vestra. „Ég
hef eytt mun meiri tíma í
Skandinavíu undanfarin ár
enda eru umsvifin þar að
aukast. Ég þarf því að hafa
aðstöðu í Kaupmannahöfn.
Sonur minn býr líka
í Danmörku og dótt-
ir mín er jafnvel að íhuga nám
þar þó ekkert sé ákveðið þannig
að það liggur beint við að hafa
fasta setu þar. Það er ekkert laun-
ungarmál ég hef aldrei ætlað mér
að vera í Bandaríkjunum til eilífð-
ar þannig að það má segja að
þetta sé fyrsta skrefið í að flytja
sig yfir. Aðspurður segir Sigur-
jón þó að lífið í Los Angeles sé
alltaf jafn ljúft. „Það er kannski
gallinn,“ svarar hann og hlær, „en
kvikmyndabransinn hefur breyst
svo mikið, bæði með tilkomu
internetsins og nýrrar kvik-
myndatækni að maður þarf ekki
að vera hér öllum stundum eins
og áður. Ég verð auðvitað helst að
hafa skrifstofu hérna en föst
búseta er ekki nauðsynleg.“
thorarinn@frettabladid.is
SIGURJÓN SIGHVATSSON: ÆTLAR SÉR STÓRA HLUTI MEÐ JÓN ARASON
Öxin og jörðin verður stórmynd
SIGURJÓN SIGHVATSSON Stefnir að því að eyða meiri tíma á Norðurlöndum en í Los Angeles í framtíðinni. „Sonur okkar býr í Danmörku og
þar eigum við barnabarn og það er ekkert eðlilegra en að maður reyni að færa sig nær fjölskyldunni þegar hún er að stækka og heimurinn
að minnka.“
HRÓSIÐ
... fær Indriði klæðskeri fyrir að
ætla sér að klæða danska
karlmenn upp á og veita persónu-
lega þjónustu.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Jón Ársæll Þórðarson tekur hús á kraftajötninum Hjalta Úrsus Árnasyni
í þætti sínum Sjálfstætt fólk á Stöð
2 í kvöld. Hjalti er eins og alþjóð veit
annálað ljúfmenni en það breytir því
ekki að Jón Ársæll gekk lemstraður af
fundi hans, þarfnaðist aðhlynningar og
gengur nú með hönd í fatla. Ekki var
þó um nein illindi að ræða en Jón vildi
endilega reyna sig í aflraunum við Hjalta
og kraftakarlana félaga
hans og þeir fóru í
sjómann. Einn þeirra
tók frekar harkalega á
sjónvarpsmanninum
margverðlaunaða, rétt
svona til þess að
tryggja það að
máttur hans
og yfirburð-
ir færu
ekki milli
mála, og
viður-
eigninni
lauk því
þannig
að Jón
þurfti að
láta binda
um lúkuna.
Söngvarinn Garðar Thor Cortes held-ur tónleika ásamt Katherine Jenkins,
einhverri vinsælustu sópransöngkonu
Bretlands, í Laugardalshöll þann 29.
apríl. Allt útlit er fyrir að framhald verði
á samvinnu Garðars og Jenkins en hún
og hennar fólk hefur boðið Garðari að
vera sérstakur gestur á tónleikaferð
hennar um Bretland í haust en þá eru
fyrirhugaðir hvorki meira né minna en
38 tónleikar. Þá hefur útgáfurisinn EMI
falast eftir þriggja til fimm plötu samn-
ingi við Garðar. Garðar og umboðsmað-
ur hans, Einar Bárðarson, hafa setið
nokkra fundi hjá
EMI í London
vegna þessa
en hafa enn
ekki gefið
lokasvar og
að sögn Einars
hafa þeir ekki
tekið neina
ákvörð-
un í
þessum
efnum.
-þþ
Garðar Thor Cortes
ÓLAFUR GUNNARSSON
Getur vel hugsað sér
Jón Arason í amerískri
stórmynd.