Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 2
2 28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ �������������� ����������� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� � Ölvun undir stýri Lögreglan í Hafnar- firði stöðvaði tvo ökumenn í fyrrakvöld sem báðir höfðu neytt áfengis áður en sest var undir stýri. Báðir mega eiga von á að fara fyrir dómara vegna málsins. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS? Baldvin, ertu alltaf að splæsa? ,,Já, en því eru þó takmörk sett. Ég ætla til dæmis ekki að splæsa sextíu milljarða króna flugvelli eða flokki undir leyninafni eins og sumir.“ Baldvin H. Sigurðsson, verðandi oddviti Vinstri grænna á Akureyri, ætlar að beita sér fyrir því að Akureyrarbær bjóði upp á gjald- frjálsan leikskóla. Í kosningabaráttu sinni bauð hann hins vegar upp á kjötbollur. VIÐSKIPTI Hagnaður Landsbankans af sölu á tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í sænska fjár- málafyrirtækinu Carnegie nemur tíu milljörðum króna. Sölunni var lokið í gær og nam andvirði hlut- arins 21,8 milljörðum króna. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir ávöxtunina af fjárfestingunni vera yfir 100 prósentum. „Við erum búnir að eiga þetta í níu mánuði, keyptum á genginu 88, seldum á genginu 162 og fengum í millitíðinni greiddan arð,“ segir hann og bætir við að salan sé í samræmi við stefnu bankans um þátttöku í arðbærum fjárfestingarverkefnum. Bréfin voru seld alþjóðlegum fjárfestum og hafði Deutsche Bank yfirum- sjón með sölunni. Sigurjón viðurkennir að ágóð- inn sé ef til vill ekki mikill í hlut- falli við eignir bankans, sem nemi á milli 1.500 til 2.000 milljörðum króna. „En þetta er veruleg við- bót við eigið fé bankans og trú- lega þriðji mesti hagnaður sem fengist hefur í svona fjárfestingu á eftir sölu Björgólfsfeðga á Bravo-bjórverksmiðjunni og söl- unni á hlut FL Group í EasyJet. Þá er hagnaðurinn á við tvær og hálfa loðnuvertíð.“ Eignin í Carn- egie var stærsta einstaka hluta- bréfaeign Landsbankans og sam- svaraði um 25 prósentum af heildareign bankans í hlutabréf- um. - óká Landsbankinn græddi tíu milljarða króna á sölu fjármálafyrirtækisins Carnegie: Ágóði á við 2,5 loðnuvertíðir BANKASTJÓRAR LANDSBANKANS Í Lands- bankanum glöddust menn í gær yfir ábatasömu útrásarverkefni. Á myndinni eru Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Árnason. BAUGSMÁL Arngrímur Ísberg hér- aðsdómari ætlar ekki að víkja úr sæti sem dómari í Baugsmálinu að kröfu Jóns Geralds Sullen- berger. Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, hyggst kæra úrskurðinn með bréfi til Héraðs- dóms Reykjavíkur í dag. Brynjar álítur að hæfi dómarans sé véfengjanlegt þar sem hann hafi áður tekið afstöðu og dæmt í fyrra Baugsmálinu þegar Jón Gerald hafði stöðu vitnis en ekki sakborn- ings. Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar og Tryggva Jónssonar tóku ekki undir kröfur um að dóm- arinn viki úr sæti. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, taldi álita- mál hvort Arngrímur hefði með lagatúlkun og sýknu- dómi í Baugsmáli 15. mars tekið afstöðu um lánveit- ingar, sem kæmu fyrir í ákærunum nú. Í úrskurði sínum segir Arn- grímur að niðurstaða dómara í einu máli, hvort sem hún byggist á mati á sönnunargildi framburðar eða túlkun laga, valdi því ekki að hann sé vanhæfur til að dæma annað mál þar sem reyni á mat á framburði sömu vitna og ákærðra manna eða túlkun á ákvæðum sömu laga. Baugsmálið, sem nú er reist á ákæruatriðum sem áður hafði verið vísað frá, var þingfest í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Það er í nítján liðum og snertir meint brot gegn hlutafélagalögum, bók- haldsbrot, ólögmætar lánveiting- ar og fjárdrátt. Sakborningarnir Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Gerald Sullenberger og Tryggvi Jónsson lýstu yfir sak- leysi sínu og verjendur þeirra létu bóka kröfu um frávís- un málsins. „Ég hef sagt í yfirheyrslum að ég bjó til reikning og það kemur í ljós í réttarsal hvað því fylgir en ég tel mig vera saklausan af því ákæruatriði,“ sagði Jón Gerald. Frávísunarkrafa verjenda Jóns Ásgeirs og Tryggva byggist meðal annars á mannréttindasjónarmið- um með tilvísun í ákvæði stjórnar- skrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Verjandi Jóns Geralds krefst einnig frávísunar en segir þá kröfu ekki tengjast frávísunar- kröfu Jóns Ásgeirs og Tryggva efnislega. Lögmenn telja að vitnaleiðslur og málflutningur geti tekið allt að þrjár vikur, en saksóknari vill láta kalla allt að áttatíu vitni fyrir dóm- inn. johannh@frettabladid.is Hæstiréttur metur hæfi héraðsdómar Beðið er úrskurðar Hæstaréttar um hæfi héraðsdómara í Baugsmáli sem þing- fest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verði málinu ekki vísað frá, svo sem krafist er, taka við einar umfangsmestu vitnaleiðslur sem um getur. BRYNJAR NÍELSSON OG JÓN GERALD SULLENBERGER Brynjar, verjandi Jóns Ger- alds, kærir úrskurð um hæfi héraðsdómara til Hæstaréttar. BAUGS M Á L I Ð HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Sigurður Tómas Magnússon saksóknari og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, heilsast í réttinum í gær. VIÐSKIPTI Bæði KB banki og Straum- ur-Burðarás skiluðu um nítján millj- arða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi, sem er methagnaður. Þrátt fyrir að uppgjörin hafi verið umfram vænt- ingar greiningaraðila lækkaði Úrvalsvísitalan um 2,6 prósent í 15,6 milljarða viðskiptum. KB banki lækkaði um 3,5 pró- sent og hlutabréf í Dagsbrún, FL Group og Landsbankanum féllu um meira en fjögur prósent. - eþa / sjá síðu 24 Methagnaður í Kauphöll: Markaður lækkar samt JERÚSALEM, AP Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Ísrael, Kadima og Verkamanna- flokksins, undirrituðu í gær stjórnarsáttmála. Ehud Olmert, leiðtogi Kadima, hefur þó ekki enn lokið við að afla nýrri stjórn sinni meirihluta á þinginu. Olmert hafði áður náð sam- komulagi við Flokk eftirlaunaþega, en samtals ráða þessir þrír flokkar yfir 55 þingsætum af alls 120. Viðræður við Shas, flokk heit- trúaðra gyðinga, um þátttöku í stjórninni eru einnig langt á veg komnar, en Shas-flokkurinn hefur yfir tólf þingsætum að ráða. - gb Stjórnarmyndun í Ísrael: Langt á veg komin EHUD OLMERT OG AMIR PERETZ Undirrit- uðu stjórnarsáttmála í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPARISJÓÐIR „Hvað okkur varðar var það eðlilegast og ákjósanlegast að hefja viðræður við SPV, út frá staðsetningu, stærðarhlutföllum og öðru,“ segir Jón Auðunn Jóns- son, stjórnarformaður SPH. Stjórn- arformenn SPV og SPH hafa feng- ið umboð til að ganga til viðræðna um sameingu sjóðanna. Þetta eru tveir af þremur stærstu sparisjóðum landsins með samanlagðar eignir upp á áttatíu milljarða króna miðað við síðustu áramót. Hagnaður SPV var 1.100 milljónir í fyrra en 700 milljónir hjá SPH. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verða skiptihlutföll nokkurn veginn þannig að SPV fær sextíu prósent í sinn hlut en SPH fjörutíu prósent. Ætlunin er að sparisjóðirnir haldi nöfnum sínum og fjöldi afgreiðslustaða verði óbreyttur. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnar- formaður SPV, segir að eindreginn vilji hafi verið til þess að ganga til sameiningar við SPH. „Við getum ráðist í miklu stærri verkefni sam- einaðir.“ Hann útilokar ekki að fleiri sparisjóðir gætu komið að þessu máli á seinni stigum. Lítið stofnfé er í hvorum spari- sjóðnum, sem auðveldar áformin, en SPV er meðal stærstu stofn- fjáreigenda í SPH. Stefnt er að því að vinna hratt að málum á næstu vikum en stofn- fjáreigendur hafa lokaorðið um hvort af sameiningu verði. - eþa SPV FENGI MEIRA Mikill áhugi er meðal stjórnenda SPH og SPV á að sameinast. Sparisjóður vélstjóra og Sparisjóður Hafnarfjarðar hefja samrunaviðræður: Skiptihlutföll verða SPV í vil VARNARMÁL Meginviðfangsefni viðræðna á milli nefnda íslenskra og bandarískra stjórnvalda um varnarmál var drög að nýrri varnaráætlun fyrir Ísland sem Evrópuherstjórn Bandaríkjanna hefur gert og kynnt fyrir íslensku nefndinni. Viðræðurnar hófust að nýju á miðvikudaginn en þeim lauk síð- degis í gær. Geir H. Haarde ætlar sér að gera utanríkismálanefnd Alþingis grein fyrir stöðunni í varnarvið- ræðunum á morgun. Albert Jóns- son, formaður íslensku nefndar- innar, vildi ekki tjá sig um gang viðræðnanna en nefndirnar halda áfram viðræðum fljótlega. - mh Viðræður um varnarmál: Drög að nýrri áætlun rædd RÍKISÚTVARPIÐ Þriggja manna starfshópur vinnur nú að mati á eignum Ríkisútvarpsins. Í honum eru Sigurður Þórðarson ríkisend- urskoðandi, Matthías Þór Óskars- son endurskoðandi og Eyjólfur Valdimarsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu. Starf hópsins hófst í síðustu viku. Páll Magnússon útvarps- stjóri segir vinnu hópsins ganga vel. „Þessi hópur er byrjaður að vinna að mati á eignum Ríkisút- varpsins. Hópurinn þarf að hafa lokið störfum áður en nýtt hlutafé- lag um Ríkisútvarpið verður stofn- að, ef við göngum út frá því að svo verði.“ - mh Vinna hjá Ríkisútvarpinu: Unnið að mati á eignunum NEPAL, AP Nepalskonungur útnefndi sjúkan 84 ára gamlan reyndan stjórnmálamann nýjan forsætisráðherra landsins í gær, örfáum klukkustundum eftir að uppreisnarmenn úr röðum komm- únista hófu þriggja mánaða vopnahlé. Ráðamenn helstu stjórnmála- flokka landsins völdu Girija Prasad Koirala í forsætisráð- herrastólinn, en hann hefur fjór- um sinnum áður gegnt þeirri stöðu. Þó var talið líklegt í gær- kvöldi að lungnaveikindi hans kæmu í veg fyrir að hann tæki þátt í fyrstu setu nýendursetts þings í dag. - smk Stjórnmál í Nepal: Nýr forsætisráð- herra veikur Engin röskun Engin röskun mun verða um næstu mánaðamót vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins að gefa taxta leigubifreiða frjálsan. Margir hafa haft áhyggjur af auknu frjálsræði. SAMKEPPNISMÁL FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.