Fréttablaðið - 28.04.2006, Page 10

Fréttablaðið - 28.04.2006, Page 10
 28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR ��������������������� ������������������� �������������������������������������������������������������������������������������� ���� �������������������������������������������������������� ��������������������� � ����������������� ��������� ��������� ������������������������������������� ����������������������������������������������������������������� ������������ ����������������������� LÖGREGLA Rétt tæplega nítján ára piltur stal bátnum Gísla KÓ-10 úr Kópavogshöfn aðfaranótt mánudags og sigldi í strand í Skerjafirði. Hann var á flótta undan lögreglu ásamt tveimur vinum sínum, sextán og sautján ára göml- um. Piltarnir þrír höfðu stolið reið- hjólum og farið að einbýlishúsi í Kópavogi þar sem þeir hentu grjóti í húsið og brutu rúðu í gömlum fólksbíl. Atvikið varð rétt fyrir klukkan þrjú um nóttina. Húseig- andinn var í herberginu sem stein- inum var hent í og segir mildi að steinninn, 1,6 kíló að þyngd, hafi lent í gluggakarminum en ekki farið inn um gluggann. Hann hefur kært skemmdarverkin til lögreglu. Eigandinn hringdi í lögregluna, sem elti piltana þrjá uppi. Lög- reglumennirnir náðu hins vegar aðeins tveimur þeirra en sá þriðji faldi sig, fór um borð í bátinn, skar síðan á landfestar og sigldi burt. Stýrisbúnaður í bátnum skemmdist við strandið í Skerjafirði og braut pilturinn einnig rúðu til að komast inn í stýrishúsið. Húseigandinn hafði komið upp eftirlitsmyndavél- um og þannig komst lögreglan á sporið um hver þriðji pilturinn væri. Hann verður ákærður fyrir eignaspjöll og nytjastuld. - gag SKEMMDARVERK LEIDDU TIL BÁTSTULDAR Nítján ára piltur stal bátnum Gísla KÓ-10 eftir að hafa hent 1,6 kílóa steini í gluggakarm húss í nágrenninu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Nítján ára piltur stal bátnum í Kópavogshöfn: Var á flótta undan lögreglu www.verslun.is Mikið úrval af kæli- og frystiklefum á góðu verði Eigum til á lager nokkrar stærðir til afgreiðslu strax með vél og hillukerfi Verslunartækni Simi:5351300Dragháls 4 verslun@verslun.is110 Rvk DÓMSMÁL Liðlega fertugur karl- maður, búsettur í Reykjavík, var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hann er grunaður um aðild að innflutningi á tólf kílóum af amfetamíni og tíu kílóum af hassi. Lögreglan handtók fjóra menn, Ársæl Snorrason, Ólaf Ágúst Ægisson, Hörð Eyjólf Hilmarsson og Hollendinginn Johan Handrick, að kvöldi skírdags er þrír þeirra, Ársæll, Ólafur Ágúst og Handrick, voru að losa fíkniefnin úr bifreið sem þeir höfðu flutt til landsins frá Hollandi. Starfsmaður Tollgæslunnar fann fíkniefnin falin í bensíntanki bif- reiðarinnar í byrjun apríl, við hefð- bundið eftirlit. Lögreglan hóf strax rannsókn málsins eftir að fíkniefn- in fundust og lét hún til skarar skríða, ásamt sérsveit Ríkis- lögreglustjóra, í iðnaðarhúsnæði á Krókhálsi. Þar höfðu mennirnir komið bílnum inn eftir að hafa feng- ið hann afgreiddan úr tollinum. Lögreglan í Reykjavík verst frétta af málinu en að sögn Harðar Jóhannessonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns miðar rannsókn máls- ins vel áfram. - mh Maður um fertugt í varðhald vegna fíkniefnamálsins: Fimm í varðhaldi FIMM Í HALDI Lögreglan verst frétta af fíkniefnamálinu en útlit er fyrir að það sé eitt hið umfangsmesta sem upp hefur komið hér á landi. VARNARMÁL Þjónusta við Banda- ríska varnarliðið byrjar að skerð- ast hinn 1. maí samkvæmt áætl- un um samdrátt í þjónustu og lokun þjónustustofnana Varnar- liðsins á Miðnesheiði. Þá verður gleraugnaverslun á svæði Varn- arliðsins lokað. Samsvarandi áætlun fyrir breytingar á eiginlegri starfsemi Varnarliðsins liggur ekki fyrir. Miðað við núverandi áætlanir er ekki gert ráð fyrir því að liðs- menn Varnarliðsins fari í stórum hópum af landi brott þar sem flutningur þeirra ræðst af því hvenær og hvar þeir taka til starfa á nýjum vettvangi. Friðþór Eydal, upplýsingafull- trúi Varnarliðsins, segir undir- búning að brottflutningi þess hafa staðið yfir í nokkurn tíma en óljóst er enn hvort áætlunin muni standast. „Í nokkrar vikur hefur verið unnið að þessari áætlun sem nú liggur fyrir en hún gæti þó tekið breytingum.“ - mh Samdrátturinn hefst í maí Samdráttur á þjónustu við Varnarliðið á Mið- nesheiði hefst í byrjun maí. Ekki er gert ráð fyrir hópflutningum á liðsmönnum Varnarliðsins. FRÁ KEFLAVÍKURFLUGVELLI Þjónusta við Varnarliðið verður skert í stórum skrefum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FLUTNINGUR VARNARLIÐS MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER 31. ágúst Kvikmyndahús, skyndibitastaður, Windbreaker klúbbur, gistihús. 9. júní Skólalok 27. maí Snyrtistofa 31. maí Sérverslanir, miðbylgjuútvarp, skautasalur. 1. maí Gleraugnaverslun 12. maí Háskólaútibú 31. júlí ADSL-tenging, matvöruverslun, bifreiðavarahlutir, bílaþjónusta, aðalveitingahús, félagsheimili, USO internetkaffi, sundlaug, bókasafn. 30. júní Aðalverslun, myndbandaleiga, gjafaverslun, langlínusamtöl í einkasíma. 15. ágúst Bifreiðaverkstæði fyrir einkabifreiðir. 25. september Bensínstöð, mötuneyti. 15. september Hlaupabraut, íþróttahús, Privateers klúbbur, dagvöruverslun, sjónvarpsstöð. 28. september Pósthús 25. ágúst Banki15. júlí Leikskóli, ferðaskrifstofa, tómstundaheimili, FM útvarp, þjónusta færð úr aðalverslun í dagvöruverslun. 1. september Keilusalur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.