Fréttablaðið - 28.04.2006, Side 24
28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR24
Umsjón: nánar á visir.is
Hagnaður KB banka var 18,8 millj-
arðar á fyrsta ársfjórðungi og
jókst um tæp sjötíu prósent milli
ára. Hefur hagnaður bankans
aldrei verið meiri á einum árs-
hluta. Er þetta vel umfram vænt-
ingar markaðsaðila, sem höfðu
spáð bankanum 15,4 milljarða
hagnaði.
Rekstrartekjur bankans á fjórð-
ungnum voru 35,4 milljarðar og
hækkuðu um sextíu prósent frá
fyrra ári. Hreinar vaxtatekjur
bankans námu 10,5 milljörðum
króna, þóknanatekjur voru 8,6
milljarðar og gengishagnaður 13,5
milljarðar. Bæði þóknanatekjur og
gengishagnaður aukast um meira
en níutíu prósent á milli ára.
Rekstrarkostnaður var 12,6
milljarðar króna, sem er áttatíu
prósenta hækkun, og var kostnað-
arhlutfall 35,4 prósent. Starfs-
mönnum fjölgaði verulega með
tilkomu Singer&Friedlander inn í
samstæðuna.
Af einstökum sviðum skiluðu
markaðsviðskipti og bankasvið
mestum hagnaði
Eignir KB banka eru komnar í
þrjú þúsund milljarða króna en
eigið fé nemur 214 milljörðum
króna.
Óskráð hlutabréf bankans
námu 35,5 milljörðum króna við
lok fjórðungsins og er eignarhlut-
ur í Exista stærstur. Ætlunin er að
leysa upp eignarhald á félaginu
síðar á árinu og greiða hluta út til
hluthafa sem arð.
Horfur í rekstri bankans eru
góðar og hefur óvissa á gjaldeyr-
is- og íslenskum hlutabréfamark-
aði ekki haft áhrif. Verkefnastaða
fyrirtækjaráðgjafar, sem hefur
lagt grunn að mikilli tekjumynd-
un, er enn fremur góð. - eþa
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.619 -2,61% Fjöldi viðskipta: 940
Velta:15.547 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 60,70 -0,82% ... Alfesca
3,93 +0,00%... Atorka 5,80 -0,86% ... Bakkavör 49,00 -1,80% ...
Dagsbrún 5,64 -5,84% ... FL Group 19,30 -5,39% ... Flaga 3,43
+3,94% ... Glitnir 16,90 -2,87% ... KB banki 770,00 -3,63% ... Kög-
un 74,50 +0,00% ... Landsbankinn 22,20 -4,31% ... Marel 73,60
+0,55% ... Mosaic Fashions 18,20 -1,62% ... Straumur-Burðarás
17,10 -1,16% ... Össur 110,00 -1,79%
MESTA HÆKKUN
Flaga +3,94%
Marel +0,55%
MESTA LÆKKUN
Dagsbrún -5,84%
FL Group -5,39%
Landsbankinn -4,31%
Lausir við bankaumræðu
Straumur hefur ekki blandast inn í þá umræðu sem hefur
átt sér stað um endurfjármögnun bankanna. Þórður Már
Jóhannesson, forstjóri Straums, segir að bankinn sé ekki
í sömu stöðu og viðskiptabankarnir eru í, þar sem end-
urfjármögnunarþörf Straums sé nær engin. Þar með geti
starfsmennirnir einbeitt sér að rekstrinum í stað þess
að eyða orku og tíma í að leysa þau vandamál sem
starfsmenn bankanna glíma við. Hann fer þó ekki leynt
með það að erfiðara verður að fjármagna bankann
þegar að því kemur, sem kallar á meiri útsjónarsemi.
Spurður hvort lánakjör Straums hafi versnað í kjölfar
umróts á fjármálamarkaði segir Þórður Már að þau
hafi ekkert breyst; fjármögnunarkostn-
aður bankans hafi meira að
segja lækkað frá fyrra ári.
Útvaldir græða
Hlutabréf i Actavis snar-
hækkuðu á miðviku-
daginn án sýnilegra
ástæðna. Þegar málið
var kannað nánar kom í ljós að stórir viðskiptavinir
Glitnis höfðu fengið í hendur nýtt
verðmat á Actavis sem aðrir
fjárfestar litu augum daginn
eftir. Það er alþekkt aðferð hjá
fjármálafyrirtækjum að senda
góðum kúnnum upplýsingar
sem þessar sem geta haft áhrif
á markaði. Greining Glitnis metur
Actavis á 226,7 milljarða króna,
sem samsvarar genginu 68,1 króna
á hlut. Síðasta markaðsgengi var
61,2 þannig að bankinn mælir með
kaupum á bréfum í Actavis.
Matið tekur ekki tillit til
hugsanlegrar yfirtöku
Actavis á króatíska
samheitalyfjafyrir-
tækinu Pliva.
Peningaskápur...
Straumur Burðarás hagnaðist um
19,1 milljarð króna á fyrsta árs-
fjórðungi og jókst hagnaður um
317 prósent á milli ára. Þetta er
mun meiri hagnaður en greining-
ardeildir reiknuðu með.
Arðsemi eigin fjár var 17,2
prósent, sem samsvarar 89 pró-
senta arðsemi á ársgrundvelli.
Uppgjörið einkennist af vexti
allra afkomusviða bankans þótt
gengishagnaður beri uppi hagnað,
en hann var 17,9 milljarðar króna.
Mikill vöxtur var í þóknana- og
vaxtatekjum, sem námu tæpum
2,9 milljörðum króna en voru 1,7
milljarðar allt árið í fyrra. For-
stjórinn Þórður Már Jóhannesson
segir að markmið Straums sé að
auka þessa tekjuliði enn frekar.
Eitt af markmiðum stjórnenda
Straums hefur verið að draga úr
vægi starfseminnar á Íslandi en
um helmingur rekstrartekna koma
nú frá útlöndum, þar af þriðjungur
frá hinum Norðurlöndunum. Þórð-
ur Már er afar sáttur við hvernig
til hefur tekist í Danmörku en
skrifstofan þar skilaði 400 milljóna
króna þóknanatekjum á fyrsta árs-
fjórðungi. „Við viljum auka umsvif-
in í Danmörku og erum jafnvel að
skoða aðra markaði.“ Hins vegar
ber svo við að hlutabréfaeign bank-
ans er orðin hlutfallslega meiri í
Svíþjóð en á Íslandi. Innlend hluta-
bréf bankans lækkuðu um 68 millj-
arða á fyrsta ársfjórðungi og voru
26 prósent af heildareignum við
lok fjórðungsins en sænsk hluta-
bréf námu tæpum 28 prósentum.
Stærstu eignarhlutir Straums eru í
Old Mutual, Actavis, Finnair, Glitni
og Avion Group.
Efnahagsreikningur Straums
hefur hækkað um 27 prósent frá
áramótum og stóð í 330,6 milljörð-
um hinn 31. mars. Eigið fé var
komið í 125 milljarða króna en eig-
infjárhlutfall nam 36,4 prósent
samanborið við 15,3 prósent um
áramót og skýrist þessi styrking af
sölu eignarhlutar í Glitni. „Grunn-
ur að áframhaldandi vexti bankans
er sterkt eiginfjárhlutfall,“ segir
Þórður Már.
eggert@frettabladid.is
Methagnaður Straums
Hagnaður eykst um 317 prósent milli ára. Stóraukin umsvif á Norðurlöndum.
Hlutfall innlendra hlutabréfa af heildareignum lækkar verulega.
STRAUMUR HAGNAST UM NÍTJÁN MILLJARÐA Félagið hefur markvisst aukið vægi erlendra eigna á kostnað innlendra. Innlend hlutabréfa-
eign lækkaði um 68 milljarða frá áramótum.
Hagnaður Nýherja hf. nam 54 millj-
ónum króna á fyrsta ársfjórðungi,
eða 0,27 krónum á hlut. Þetta er 28
milljónum meira en á sama tímabili
á síðasta ári. Í tilkynningu fyrirtæk-
isins segir að tekjur af vörusölu og
tengdri þjónustu hafi numið 1,24
milljörðum króna en starfsemin
skilaði 68 milljóna króna hagnaði á
tímabilinu.
Góður vöxtur var í fartölvusölu, sölu
á hljóðmyndalausnum og ýmsum
miðlægum búnaði á borð við net-
þjóna og gagnageymslur.
Eigið fé Nýherja var 802 milljónir
króna en það hefur lækkað um 595
milljónir frá áramótum.
- jab
Hagnaður Nýherja 54 milljónir
Hagnaður bresku tískuvörukeðj-
unnar Mosaic Fashion nam 12,6
milljónum punda, jafnvirði rúm-
lega 1,66 milljarða íslenskra króna,
á síðasta ári, sem er hagnaður upp
á 0,49 pens á hlut. Keðjan var
stofnuð á síðasta ári.
Rekstur Mosaic Fashion, sem
er fyrsta breska félagið sem skráð
er í Kauphöll Íslands, gekk
almennt vel í öllum löndum að
Kína undanskildu. Félagið hyggur
á opnun fleiri verslana og frekari
vöxt í öðrum löndum á þessu ári.
- jab
Gott gengi Mosaic Fashion
NÝHERJI Góður vöxtur var í sölu á fartölv-
um, hljóðmyndalausnum og miðlægum
búnaði hjá Nýherja.
FRÁ TÍSKUSÝNINGU MOSAIC FASHION
Rekstur Mosaic Fashion gekk vel í öllum
löndum nema í Kína.
SIGURÐUR EINARSSON OG HREIÐAR MÁR
SIGURÐSSON Uppgjör KB banka var vonum
framar. Allir tekjuliðir jukust verulega milli
ára en kostnaður jókst einnig.
KB banki skilar uppgjöri vel
umfram væntingar
Hagnaður nærri nítján milljarðar króna og jókst um sjötíu prósent.
Félag Sumarhúsaeigenda í
Svarfhólsskógi (eignarlönd)
boðar til
A Ð A L F U N D AR
laugardaginn 29. apríl að
Hótel Glym kl. 15.oo.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
MARKAÐSPUNKTAR...
Oddaflug, eignarhaldsfélag Hannes-
ar Smárasonar, forstjóra FL Group,
hefur bætt við sig 4,73 prósenta hlut
í FL Group og á eftir kaupin 23,63
prósent af heildarhlutafé félagsins.
Seðlabanki Kína hækkaði óvænt
stýrivexti í gær úr 5,58 prósentum
í 5,85 í fyrsta sinn síðan í október
2004 til að sporna við ofhitnun hag-
kerfisins. Hagvöxtur í Kína mældist
10,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi
2006.
Helgi Þór Bergs, framkvæmdastjóri
hjá Kaupþingi banka hf., keypti í gær
500.000 hluti í bankanum á geng-
inu 791 króna á hlut. Eftir viðskiptin
á Helgi 1.915.200 hluti í bankanum.
Hagnaður Bakkavarar var 715
milljónir króna á fyrsta ársfjórð-
ungi, sem er 37 prósenta aukning
frá fyrra ári. Afkoman er í góðu
samræmi við væntingar greining-
ardeilda.
Rekstarhagnaður fyrir skatta
og fjármagnsliði nam 2,3 milljörð-
um króna og handbært fé frá
rekstri nam 3,5 milljörðum króna.
Bakkavör greiddi inn á langtíma-
lán að upphæð 37 milljónir króna,
en eiginfjárhlutfall félagsins hefur
hækkað úr 12,4 prósentum í árslok
2005 í fjórtán prósent. Arðsemi
eiginfjár nam 18,1 prósenti.
Bakkavör réðist í stórkaup á
matvælafyrirtækinu Geest í fyrra,
en síðan þá hefur félagið keypt
stærri fyrirtæki. Í gær var einnig
tilkynnt um kaup á fyrirtækinu
New Primbake, sem er stærsti
framleiðandi brauðvara í Bret-
landi. New Primbake veltir 4,6
milljörðum króna og var rekstrar-
hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði rúmar 400 milljónir í
fyrra. Með þessu breikkar vöru-
framboð fyrirtækisins, auk þess
sem kaupin auka möguleika á frek-
ari vöruþróun. Bakkavör steig
einnig fyrstu skref sín á ört vax-
andi neytendamörkuðum í Asíu
með kaupum á fjörutíu prósenta
hlut í Creative Foods í samvinnu
við Glitni.
Kaup og gott uppgjör