Fréttablaðið - 28.04.2006, Side 27

Fréttablaðið - 28.04.2006, Side 27
– Vel lesið! Dagblaðasafnið hefur að geyma öll tölublöð af Vísi, Dagblaðinu, DV, Þjóðviljanum, Tímanum og Morgunblaðinu frá síðustu öld; vandlega innbundin í alls 2000 bækur. Safnið var áður í eigu og vörslu Sveins R. Eyjólfssonar útgefanda og var óumdeilanlega stærsta og verðmætasta dagblaðasafn í einkaeign. Um áratuga skeið vann Sveinn ötult og ómetanlegt starf við uppbyggingu safnsins. Blöðunum safnaði hann frá 1960 og er uppistaðan í safninu sögufrægt dagblaðasafn Böðvars Kvarans. Ólafur Ottósson sá um að binda safnið í vandað band en hann starfaði lengi sem bókbindari á Landsbókasafninu. Við viljum að sem flestir njóti góðs af á þessum tímamótum og því færa 365 prentmiðlar Lands- bókasafni Íslands – og þjóðinni allri – stærsta blaðasafn á Íslandi sem hefur að geyma öll eintök af Dagblaðinu, Vísi, Þjóðviljanum, Tímanum og Morgunblaðinu frá síðustu öld. Safnið verður öllum aðgengilegt án endurgjalds, jafnt á Landsbókasafninu og á vefnum. Gjöfinni fylgir einnig fé til reksturs og úrvinnslu safnsins næstu fjögur ár. Starfsfólk Fréttablaðsins þakkar þjóðinni fyrir einstakar móttökur og samfylgd síðustu fimm ár. Þríburarnir Kári, Logi og Máni eru nýorðnir fimm ára og við erum stolt af því að eiga sama afmælisdag og þeir! F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.