Fréttablaðið - 28.04.2006, Page 28

Fréttablaðið - 28.04.2006, Page 28
 28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR Húsnæðisverð á höfuðborgar- svæðinu hefur hækkað umtalsvert undanfarið og gert fólki fært að taka aukin lán með veði í fasteign- um sínum. Þetta er líka eina leiðin til að njóta þessarar eignamynd- unar, nema maður ætli að selja og flytja þangað sem húsnæðisverð er lægra og ekki koma til baka. Þetta ástand eigum við ríkis- stjórnarflokkunum að þakka, ákvörðun þeirra um 90% lán og opnun á íbúðalánamarkaði á þenslutíma. Ákvörðun sem núver- andi seðlabankastjóri hefur síðar skammað sjálfan sig fyrir að hrinda í framkvæmd. Ertu í rauninni að leigja? Hátt húsnæðisverð kemur harð- ast niður á ungu fólki sem er að kaupa sér sína fyrstu eign og á lítið sem ekkert í útborgun. Til að fjármagna húsnæðiskaup tekur þessi hópur 90% lán, jafnvel til 40 ára. Þetta er mjög viðsjárverð fjárfesting – einkum eins og ástandið er núna – húsnæðisverð í hámarki og verðbólguskeið fram- undan. Tökum dæmi: Verð 3 herbergja íbúðar er 16,7 milljónir, fjármagn- að með 90% láni að upphæð 15 milljónir, (um 14,6 milljónir að frádregnum lántökukostnaði). Segjum að mismunurinn, 2,1 millj- ón, sé sparnaður (sem fæstir eiga þó til að loknu námi). Skoðum hvernig þetta verðtryggða lán þróast miðað við 5,5% verðbólgu næstu 5 ár. Afborganir samtals Eftirstöðvar Eftir 1 ár: 822.000 15.677.000 Eftir 3 ár: 2.600.000 17.098.000 Eftir 5 ár: 4.620.000 18.604.000 (Unnið út frá reiknivél Íbúðalánasjóðs.) Eins og sjá má hækkar skuldin jafnt og þétt vegna verðtrygging- ar á verðbólguskeiði eins og nú er hafið. Hins vegar er fátt sem bendir til að fasteignir hækki mikið á næstu árum en ýmislegt sem bendir til þess að þær gætu lækkað eitthvað. Það er því lík- legt að eftir 3-5 ár hafi skuldin étið upp 10% eignarhlutinn og hún gæti hæglega verið orðin hærri en verð eignarinnar, jafn- vel svo muni 2-3 milljónum. Það er ljóst að við þessi skilyrði er enginn að eignast fasteignina sína – fólk er í besta falli að leigja en með öllum skyldum, gjöldum og áhættu sem fylgja því að eiga fasteign. Fólk þarf hús til að búa í Sá sem ætlar að kaupa bor í Bau- haus vantar í raun ekki bor heldur gat í vegginn heima hjá sér. Á sama hátt vantar fólk sem tekur 90% lán til að kaupa íbúð í raun bara öruggt og huggulegt húsnæði á hentugum stað. Traustur leigu- markaður er valmöguleiki sem sárlega hefur vantað íslenskan húsnæðismarkað. Höldum áfram með dæmið hér að framan en gerum ráð fyrir að um venjulegt ungt fólk sé að ræða sem hefur nýlokið námi og á ekki 2 milljónir til að setja í útborgun heldur tekur ódýrasta skamm- tímalánið á markaðnum (afborg- unarsamningur til 5 ára hjá S24 – meðalafborgun um 49 þúsund á mánuði). ÁRLEGUR KOSTNAÐUR VIÐ REKSTUR Á HÚSNÆÐI Eigið Leigu- húsnæði húsnæði Skattar og gjöld: 72.000 0 Viðhaldskostnaður: 250.000 0 Afborganir: 1.514.000 0 Leiga: 1.123.512 Samtals: 1.836.500 1.123.512 Mismunur: 712.998 Hér er viðhaldskostnaður reiknaður sem 1,5% hlutfall af verði fasteignar en því miður kemur viðhaldskostnaður yfirleitt aftan að fólki, t.d. með þakleka eða ónýtri skolplögn og þá er upphæð- in oft illviðráðanleg í einum bita. Leiga er reiknuð út frá leiguverði 3 hæða íbúðar hjá Heimkynnum (sjá www.heimkynni.is). Það er ljóst að samanburðurinn er leigu ótvírætt í hag jafnvel þótt ekki sé reiknað með áhættunni við verðtryggt fasteignalán á verð- bólguskeiði. Miðað við greiðslur kaupenda hafa þeir sem leigja svigrúm til að leggja drjúga upp- hæð til hliðar á hverju ári í sjóð til að leggja í útborgun á eigin hús- næði síðar. Samfylkingin vill skapa traustan og öflugan leigumarkað Samfylkingin vill byggja upp traust- an leigumarkað miðsvæðis í borg- inni og stuðla þannig að fjölbreyttu vali um búsetu. Þetta munum við gera með langtímasamningum við byggingarfélög og einkaaðila sem munu fá lóðir á kostnaðarverði mið- svæðis í Reykjavík til að byggja og reka leiguíbúðir. Þannig byggjum við upp traustan leigumarkað. Þannig losum við ungt fólk á vinnu- markaði við óþarfa áhyggjur af verðtryggðum fasteignaskuldum og viðhaldskostnaði. Þannig gerum við ungu fólki kleyft að ná öruggu starti í húsnæðismálum. Höfundur er leikari og meist- aranemi í hagvísindum og skipar 7. sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosning- um. Öruggt start í húsnæðismálum UMRÆÐAN HÚSNÆÐISMÁL DOFRI HERMANNSSON FRAMBJÓÐANDI R V 62 05 Arngrímur Þorgrímsson Sölustjóri hjá RV Lotus enMotion snertifrír skammtari 3.982 kr. Á tilb oði í aprí l 200 6 Skam mtar ar og tilhe yrand i áfylli ngar frá L otus Profe ssion al Lotus miðaþurrku skápur Marathon RVS 4.778 kr. Lotus miðaþurrku skápur Marathon 1.591 kr. Einnig eru á tilboði Lotus sápuskammtari og statíf í hvítu fyrir Lotus WC pappír. Einnig eru á tilboði Lotus sápuskammtari og statíf úr ryðfríu stáli fyrir Lotus WC pappír. Lotus Professional Heildarlausn fyrir snyrtinguna Fullkomið frí Hjá Gísla Jónssyni færðu Camp-let tjaldvagna og Dethleffs hjólhýsin. Kostagripir sem vandað hefur verið til í hólf og gólf. Camp-let tjaldvagninn hefur verið á markaðnum hér í áratugi og reynst frábærlega. Dethleffs hjólhýsin er sennilega þau vönduðustu sem Gísli Jónsson hefur selt en ekkert fyrirtæki hefur jafn langa reynslu í sölu hjólhýsa hér á landi. Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Komdu og skoðaðu nýju Dethleffs hjólhýsin í krók og kima. Þá sérðu að þau hafa yfirburði í gæðum. Öll Dethleffs hjólhýsin okkar koma með sérstökum aukabúnaði. Savanne frá Camp-let er nýr og spennandi kostur. Léttur og sterkur, fallegt nýtt fortjald, auðveldur í tjöldun, 13" dekk og margt fleira gera Savanne að einhverri skemmtilegustu nýjung á sviði tjaldvagna til margra ára. Isabella. Fallegu fortjöldin á hjólhýsi og fellihýsi. Isabella Flex. Nýja, hentuga skjóltjaldið. Verð 24.900 kr. Lítil reynsla Allir þeir sem eitthvað hafa fengist við blaðamennsku mega sjá af þessum [fjölmiðla]lögum að höfundarnir hafa ekki mikla reynslu af þeirra störfum og sennilega betur heima í verkefnum ríkis- starfsmanna af ýmsu tagi. Þarna er eng- inn skilningur á kvikunni í eðli fjölmiðla. Ritstjórnarstefna fjölmiðla getur verið í sífelldri þróun frá degi til dags, einkum hjá nýjum fjölmiðlum, og mótast ekki að ofan með þessum hætti. Sala blaðsins, hverjir gefa því upplýsingar, áhugasvið blaðamanna og hvað er að gerast í sam- félaginu: Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á ritstjórnarstefnuna, sem þróast frá degi til dags og getur á löngum tíma breyst án þess að blaðamenn viðkom- andi fjölmiðla geri sér grein fyrir því fyrr en þeir fara að fletta gömlum blöðum. Guðmundur Rúnar Svansson á deiglan.com Af tvennu illu Uppreisnina í Nepal má nefnilega ekki aðeins rekja til ofríkis og ofbeldisverka Gyanendra, heldur ekki síður til viðvar- andi óréttlætis og misskiptingar í landinu. Maóísku uppreisnarmennirnir, sem eiga mikla sök á mannskæðu borgarastríði undanfarin ár, sækja vitanlega stuðning sinn til þeirra sem eru langþreyttir á að bíða eftir að frjálshyggjuhugmyndafræði Gyanendra leysi vandamál landsins. Ein- ræðisherrann hefur neitað hófsömum sáttatillögum maóista og virðist ekki ætla að gera neinar málamiðlanir með frjálshyggjuáform sín. Þess vegna er gamaldags bylting ef til vill ekki svo slæm hugmynd. Hún er í það minnsta skárri en vestræna lausn- in á einræði í fjarlægum löndum – að sprengja landið í tætlur og koma þar á leppstjórn fyrir þá sem eftir tóra. Finnur Dellsén á murinn.is AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líð- andi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir. is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.