Fréttablaðið - 28.04.2006, Síða 67

Fréttablaðið - 28.04.2006, Síða 67
[ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Fyrir mér var síðasta plata Morrissey, You Are the Quarry, meistarastykki hans og án efa það besta sem hann hefur látið frá sér síðan The Smiths splundraðist í einingar. Þar vann hann líka í fyrsta skiptið með nýjum lagahöf- undi, gítarleikaranum Alan Whyte. Afbragðs gítarleikari sem virðist hafa gott eyra fyrir grípandi lag- bútum. Þar með hefur Morrissey loksins náð að búa til svipað kraft- mikla efnablöndu og gerði The Smiths svo sérstaka. Hann gat þar einungis einbeitt sér að laglínum og frábærri textagerð. Þetta sam- starf virðist vera komið til að vera, því Alan Whyte semur flest lögin með honum á þessari nýju plötu. Það er ekki nóg með það, því sjálfur Ennio Morricone sér um strengjaútsetningar í laginu Dear God Please Help Me. Morrissey virðist fullur af sjálfsöryggi þessa dagana og er langt frá því að missa niður um sig buxurnar á þessari nýju plötu. Morrissey virðist vera að færa sig yfir í heimspekilegri umfjöll- unarefni með aldrinum. Guð almáttugur kemur töluvert fyrir í textum, en einnig tilvist mann- skepnunnar á plánetunni jörð. Auðvitað eru allar þessar vanga- veltur séðar frá hans eigin sjónar- horni, enda fáir menn á þessari plánetu sem virðast vera jafn upp- teknir af sjálfum sér og list sinni. Held að ég viti bara ekki um lista- mann sem virðist jafn einmana og Morrissey er í textunum. Til allrar lukku er hann hæfileikaríkur og hljómar enn alveg merkilega heið- arlegur í sköpun sinni. En hafið engar áhyggjur, Morrissey er langt frá því að vera hamingjusamur þó að honum gangi sérstaklega vel þessa dag- anna. Það hvílir falleg og einmana- leg depurð yfir allri plötunni. Í laginu Life Is a Pigsty hljómar t.d. virkilega flott slagverk sem herm- ir eftir regni og þrumum. Svo virð- ist sem Morrissey sé að leyfa sér að sletta aðeins úr klaufunum. Hann minnist líka á það í texta eins lagsins að hann gangi með sprengikúlur á milli fótanna. Hljómar eins og Morrissey sé reiðubúinn til þess að dreifa sæði sínu yfir hvern þann akur sem hann kemst yfir. Þessi plata á aðeins eftir að auka hróður söngvarans. Hlust- endahópurinn verður bara breið- ari með hverri útgáfu, þar sem honum virðist takast ágætlega að yngja þann hóp upp. Ef eitthvað er að marka texta kappans gengur honum sjálfum enn verr að finna einhvern sem hann getur elskað og gefist. Hann gefur og gefur af sjálfum sér, tæmir sig líklegast endanlega. Þess vegna eru þau mörg þúsund hjörtun sem hafa pláss fyrir hann, að minnsta kosti ef hann heldur áfram að gera svona fínar plötur. Birgir Örn Steinarsson Elskuleg sjálfsþjáning MORRISSEY: RINGLEADER OF THE TORMENTORS Niðurstaða: Morrissey fylgir bestu plötu sinni til þessa eftir með annarri ágætisplötu. Kappinn er fullur af sjálfsöryggi þessa dagana, og virðist njóta þess að vera til... en er samt auðvitað ennþá á bláu nótunum. 13:00 Opnun hátíðarinnar Kristinn R. Þórisson, dósent, stjórnandi Gervigreindarseturs HR 13:20 Kristinn R. Þórisson, Gervigreindarsetri HR Björt framtíð gervigreindar fyrr og nú 13:35 Helga Waage, tæknistjóri, HEX Að vera eða ekki vera - vitvera 13:50 Halldór Fannar Guðjónsson, tæknistjóri, CCP Íslenskur sýndarveruleiki 14:05 Hlé 14:20 Hrafn Þorri Þórisson ásamt stjórn ISIR Stofnun ISIR og kynning á félaginu 14:35 Tónlistaratriði Frumflutningur verks nemenda Listaháskóla Íslands Frumflutningur gervigreindaróperu meðlima Gervigreindarseturs HR 15:05 Hátíðin færist yfir í gamla Morgunblaðshúsið 15:10 Sýning og veitingar Þátttakendur í bílskúrsgervigreind Básasýningar fyrirtækja og háskóla: CCP ISIR Tungutæknisetur HEX HAFMYND / GAVIA VDO Spurl Gervigreindarsetur HR IT-CONS Rannís 16:40 Verðlaunaafhending Bílskúrsgervigreindarkeppnin 17:10 Dagskrárlok Aðgangur ókeypis D A G S K R A ���������������������������������������������������������� ��������������������������� Heimasíðan kvikmynd.is, sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, hefur fengið nýtt útlit og aðgengilegra snið. Á síðunni er samsafn af ýmiss konar sniðugum myndskeiðum, þar á meðal tónlistarmyndbönd- um, sýnishornum úr kvikmynd- um, auglýsingum og atvikum úr íþróttaheiminum. „Það var kominn tími til að breyta útlitinu og það þarf að gera reglulega,“ segir Þóroddur Bjarna- son, annar af stofnendum síðunn- ar. „Það er reyndar áhugavert að New York Times á vefnum www. nyt.com var að breyta sínu útliti og það er mjög áþekkt nýja útlit- inu okkar, þ.e. ef maður horfir á grafísku þættina eins og umbrot- ið, teikningu, letur, liti og svo framvegis,“ segir hann. Alls voru 45 þúsund heimsókn- ir á síðuna tvær vikur í röð á dög- unum þegar myndband Silvíu Nætur við lagið Til hamingju Ísland var nýkomið út. Í síðustu viku var kvikmynd.is í 9. sæti yfir vinsælustu síður lands- ins á teljari.is. Aðgengilegra útlit UMSJÓNARMENN Þóroddur Bjarnason, til hægri, og Sindri Bergmann eru stofnendur heimasíðunnar kvikmynd.is. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÖSTUDAGUR 28. apríl 2006 35 ������� � ���������� ����������� ������������ �������� �������� ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ����
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.