Fréttablaðið - 28.04.2006, Side 79

Fréttablaðið - 28.04.2006, Side 79
OF MIKILL HRAÐI GETUR DREPIÐ GOTT PARTÍ Eitt umtalaðasta par heims um þessar mundir er án nokkurs vafa Brad Pitt og Angelina Jolie en þau dveljast um þessar mundir ásamt ættleiddu börnunum sínum tveim- ur fjarri kastljósi fjölmiðlanna í Afríkuríkinu Namibíu. Fjölskyld- an var nýlega kosin sú fallegasta í heimi af lesendum bandaríska tímaritsins People en myndir af þeim að leik í eyðimörkinni birtast í nýjasta hefti blaðsins. Jolie tjáir sig um fjölmiðlafárið og væntanlega barneign í viðtali við fréttakonuna Ann Curry á NBC en þetta er í fyrsta skipti sem ósk- arsverðlaunahafinn gefur kost á viðtali. Samkvæmt kvikmynda- vefnum imdb.com hefur ásókn gulu pressunnar í fréttir af sam- bandinu haft lítil áhrif á hjónaleys- in og Jolie segist flissa yfir frétt- unum af þeim. „Mér finnst þetta mjög fyndið,“ segir leikkonan í við- talinu. „Ég er ekki vön því að ræða um sambönd mín á opinberum vett- vangi og við lifum bara okkar lífi sem fjölskylda,“ bætir hún við. Jolie telur sig vera ákaflega heppna manneskju og er ákaflega stolt af börnunum sínum báðum. „Mér finnst aðdáunarvert að fylgj- ast með Maddox, hvernig hann nær að aðlagast mismunandi menningarsvæðum og fólki. Ég tel það gefa góða vísbendingu um hvernig maður hann á eftir að verða,“ sagði leikkonan og leið- rétti einnig þann misskilning að hún væri að fara að eiga á næstu dögum. Þá upplýsti Jolie einnig að hún og Brad vissu kyn barnsins en ætluðu ekki að ljóstra því upp. ■ Jolie flissar yfir fréttunum BRAD OG ANGELINA Parið hefur gengið undir nafninu Brangelina en fáar fjölskyldur hafa verið jafn mikið ljósmyndaðar og þessi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Sundskýluleikarinn David Hass-elhoff er ekki dauður úr öllum æðum þótt Baywatch-þættirnir séu nú liðnir undir lok. Hass- elhoff er feikilega vinsæll í Þýskalandi og vinsæld- irnar virðast engu minni í Englandi því honum hefur verið boðið að leika Krók skipstjóra í sviðsetningu á Pétri Pan. Hasselhoff er ekki ókunnugur fjölunum því hann lék stórt hlutverk í söngleiknum Chicago í West End við miklar vinsældir. Sam- kvæmt heimildum fréttavefsins cont- actmusic.com líður Hasselhoff vel meðal Tjalla. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.