Fréttablaðið - 28.04.2006, Side 83

Fréttablaðið - 28.04.2006, Side 83
FÖSTUDAGUR 28. apríl 2006 51 UEFA bikarinn: MIDDLESBROUGH-STEAUA BÚKAREST 4-2 0-1 Nicalae Dica (16.), 2-0 Dorin Goian (24.), 1-2 Massimo Maccarone (33.), 2-2 Mark Viduka (64.), 3-2 Chris Riggott (73.), 4-2 Massimo Maccarone (89.). Middlesbrough komst áfram, 4-3 samanlagt. Deildarbikar kvenna: STJARNAN-ÍBV 15-21 Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Bragadóttir 6, Kristín Clausen 3, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2, Sólveig Kjærnested 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1, Tamuna Archaia 1. Varin skot: Jelena Jovanovic 7, Helga Dóra Magn- úsdóttir 2. Mörk ÍBV: Pavla Plaminkova 6 (2), Simona Vintila 5, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Ragna Karen Sigurðar- dóttir 3, Ester Óskarsdóttir 2, Renata Horvadt 1. Varin skot: Florentina Grecu 17 (3). HAUKAR-VALUR 27-30 ÚRSLIT GÆRDAGSINS HANDBOLTI „Þetta var hrein hörm- ung frá upphafi til enda og sex marka tap gefur ekki rétta mynd af þessum leik, við hefðum átt að tapa mun stærra. Florentina átti einnig frábæran leik og sýndi það af hverju önnur lið hafa áhuga á henni en sóknarleikur okkar var algjör skandall,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. Eyjastúlkur svöruðu fyrir sig strax í upphafi leiks þegar þær komust í 5-0 en Stjörnustúlkur höfðu betur í fyrstu viðureign lið- anna, 24-20 í Eyjum. Þær juku við forskot sitt og höfðu 6-13 yfir í hálfleik. Þær tvöfölduðu síðan for- skot sitt jafnt og þétt og höfðu 21- 11 yfir en Stjörnustúlkur náðu að klóra í bakkann með þremur síð- ustu mörkunum en lokatölur í Garðabænum í gær voru 15-21, Eyjastúlkum í vil. „Við áttum fá svör eftir slaka byrjun, það var sama hvað við gerðum. Hugarfarið var ekki í lagi, við vorum ennþá í skýjunum yfir því að vinna í Eyjum og höfð- um ekki viljann í leikinn,“ bætti Aðalsteinn við að lokum. Valur vann Hauka 30-27 í hinum leiknum og er þar með komið í úrslitaleikinn en hvort Valur mætir ÍBV eða Stjörnunni kemur í ljós eftir þriðja leik þeirra í Vest- mannaeyjum um helgina. - hþh ÍBV hefndi ófaranna gegn Stjörnustúlkum í Eyjum: Þetta var hörmung TEKIN FÖSTUM TÖKUM Sóknarleikur Stjörnu- stúlkna var ekki beysinn í leiknum í gær og þær komust hvorki lönd né strönd gegn sterkri vörn ÍBV. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Enska liðið Middles- brough komst á ótrúlegan hátt í úrslit UEFA-bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær eftir frækinn 4- 2 sigur á Steaua frá Búkarest. Boro tapaði fyrri leiknum 1-0 á útivelli og þurfti því að vinna leik- inn með tveimur mörkum. Það byrjaði ekki vel og eftir 24. mínútna leik var Boro lent 2-0 undir, 3-0 samanlagt í einvíginu. Liðið klóraði í bakkann þegar Massimo Maccarone minnkaði muninn. Mark Viduka jafnaði metin í síðari hálfleik og Chris Riggott kom Boro síðan yfir. Það hefði ekki dugað Boro til að komast áfram en ítalski framherj- inn Maccarone skoraði sigurmark Boro á lokamínútunni og kom liðið þannig í úrslitaleikinn. - hþh UEFA-bikarkeppnin: Boro í úrslitin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.