Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 2
2 8. maí 2006 MÁNUDAGUR 1 BANASLYS Karlmaður á fimmtugs- aldri lét lífið í vélhjólaslysi við Laxá í Kjós um hádegisbilið í gær. Svo virðist sem maðurinn hafi misst stjórn á hjóli sínu með þeim afleiðingum að hann kastaðist út af veginum og hafnaði í skurði. Vegfarendur, sem urðu vitni að atvikinu gerðu lögreglu viðvart, en maðurinn var látinn þegar sjúkra- lið kom á vettvang. Þyrla Landhelg- isgæslunnar hafði verið köllluð út en beiðnin um aðstoð var afturköll- uð áður en þyrlan fór í loftið. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. - æþe Banaslys við Laxá í Kjós: Lét lífið í vélhjólaslysi EFNAHAGSMÁL Guðmundur Ólafs- son hagfræðingur telur að á næst- unni reyni á það hvernig bankarn- ir bregðist við greiðsluvanda fólks þegar verðbólga fer hækkandi. Hann telur að bankarnir muni leysa til sín fasteignir og leigja fólkinu svo aftur. Seðlabankinn telur að fast- eignaverð sé orðið mjög hátt og að það muni lækka á næstu árum. Verulegt bakslag hefur þegar orðið í fasteignaviðskiptum á höf- uðborgarsvæðinu en um þriðjungi færri kaupsamningum var þing- lýst í apríl en í mars. Seðlabankinn telur að lægra fasteignaverð geti valdið þreng- ingum hjá þeim sem hafa skuld- sett sig mest, ekki síst ef ráðstöf- unartekjur lækka og atvinnuhorfur versna. Áhrifin ráðist af því hve burðugur efnahagsreikningur heimila og fyrirtækja sé. Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur segir að eftirspurnin eftir húsnæði minnki þannig að fram- sóknarskellurinn komi nú með fullum þunga til baka. „Hvað gera bankarnir þegar þeir sjá fram á að það er hópur lántakenda sem ekki getur staðið í skilum? Ætla þeir að láta íbúðirnar á sölu og láta íbúða- verð lækka þannig að enn fleiri lendi í vandræðum eða gera þeir eitthvað annað? Nú reynir á þeirra félagslegu ábyrgð,“ segir Guð- mundur. „Að öllum líkindum munu bank- arnir leysa til sín íbúðir fólks í vanskilum og bjóða fólkinu svo að leigja íbúðirnar aftur svipað og gerst hefur erlendis,“ segir Guð- mundur og telur að einhver bank- inn hafi þegar stofnað fyrirtæki um svona starfsemi. Það er þó ekki á vegum Landsbankans, að sögn Sigurjóns Þ. Árnasonar bankastjóra. Sigurjón segir að alltaf sé hætta á því að einhverjar fjölskyldur lendi í greiðsluvanda þegar verð- bólga fer af stað en það sé vont fyrir alla og sem betur fer sé þró- unin ekki komin svo langt. Það hafi ekki orðið neitt hrun á Íslandi. Hækkunum sé að linna og jafn- vægi að myndast á fasteignamark- aði en auðvitað sé hætta á verð- bólgu í framhaldi af gengisfalli krónunnar. „Bankarnir reyna í lengstu lög að koma hlutunum þannig fyrir að fólk missi ekki heimili sín en stundum getur þetta ekki endað eins og lagt er upp með. Menn reyna auðvitað að koma til móts við fólk og hnika til svo fremi sem það sjáist til lands. Það eru hags- munir allra að fólk geti staðið við sínar greiðslur,“ segir hann. ghs@frettabladid.is SIGURJÓN Þ. ÁRNA- SON FASTEIGNAVERÐ LÆKKAR Þriðjungi færri kaupsamningum var þinglýst í apríl en í mars. Seðlabankinn telur að fasteignaverð muni lækka á næstu árum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Reynir á félagslega ábyrgð bankanna Hagfræðingur telur að brátt reyni á hvernig bankarnir taki á greiðsluvanda við- skiptavina. Hann telur að bankarnir muni leysa til sín íbúðir og leigja fólkinu þær aftur. „Nú reynir á þeirra félagslegu ábyrgð,“ segir hann. GUÐMUNDUR ÓLAFSSON VÍSINDI Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa ásamt erlendum samstarfsaðilum fundið erfðabreytileika sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli. Í grein sem birtist í vísindarit- inu Nature Genetics í gær kemur fram að breytileikinn hafi fundist við umfangsmiklar rannsóknir á Íslandi en áhrif hans hafi verið staðfest í Svíþjóð og Bandaríkjun- um. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er einn höfunda greinarinnar og segir hann að niðurstöðurnar verði not- aðar til að þróa próf sem nýst gæti við að ákvarða hverjir eigi mest á hættu að fá sjúkdóminn. - sh Krabbamein í blöðruhálskirtli: Áhættuþáttur hefur fundist RANNSÓKNARSTOFA ÍE Erfðabreytileikinn fannst eftir umfangsmiklar rannsóknir. SINUELDAR Minnstu mátti muna að umhverfisslys yrði þegar sinueld- ur kviknaði ofan Grábrókar í Borgarfirði síðdegis í gær. Bændur og nemendur við Við- skiptaháskólann á Bifröst sýndu mikið snarræði og tókst þeim í sameiningu að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í hraun, en þar hefði hann líklega orðið afar erfið- ur viðfangs. Slökkviliðið kom á staðinn skömmu síðar og lauk við að slökkva eldinn. Bjarni Þorsteins- son slökkviliðsstjóri segir eldinn ekki hafa logað á stóru svæði en snör viðbrögð heimamanna hafi skipt sköpum. - sh Sinueldur við Grábrók: Komu í veg fyrir stórbruna LONDON, AP Hart er sótt að Tony Blair, forsætisráðherra Breta, til þess að segja af sér í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í vik- unni. Verkamannaflokkur Blairs beið mikið afhroð í kosningunum og svo virðist sem ráðherraskipti, sem hann gerði í kjölfarið, dugi hvorki til að styrkja stöðu flokks- ins né leiðtoga hans. Hópur óbreyttra þingmanna í Verkamannaflokknum hefur skrifað bréf til framkvæmda- stjórnar Verkamannaflokksins. Þar er framkvæmdastjórnin hvött til þess að ræða málið við Blair og leggja fram skýra áætl- un með tímasetningum fyrir kosningar á nýjum leiðtoga flokksins. Þetta er sagt að verði að gerast eigi síðar en við þing- lok, sem verða í júlí. „Við teljum eindregið að slík yfirlýsing myndi tryggja áfram- haldandi árangur ríkisstjórnar Verkamannaflokksins og endur- nýja sambandið á milli flokksins okkar og bresku þjóðarinnar,“ segir í bréfinu. Gordon Brown fjármálaráð- herra, sem þykir líklegur til að verða eftirmaður Blairs, gagn- rýndi í gær harðlega þá flokksfé- laga sína sem hafa tekið til máls opinberlega til að hvetja Blair til að segja af sér. - gb TONY BLAIR Margir flokksfélagar hans telja nauðsynlegt að hann segi af sér sem allra fyrst.FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hópur óbreyttra þingmanna í breska Verkamannaflokknum: Þrýsta á Blair að segja af sér SPURNING DAGSINS Sigvaldi, er mátturinn með þér? „Það hlýtur að vera. George Lucas heldur því fram og ég trúi honum.“ Kvikmynd Sigvalda J. Kárasonar, Dead Man‘s Cards verður frumsýnd á Cannes-hátíðinni í maí. George Lucas, höfundur Stjörnustríðs- myndanna, hefur hrósað myndinni í hástert, en í þeim kvikmyndum er mátturinn ítrekað sagður vera með hinum útvöldu. AKUREYRI Dagatal með nektar- myndum frá Goldfinger fylgdi skólablaði Vélskólans á Akureyri fyrir helgina. Blaðið var sent til allra félaga Vélstjórafélags Íslands. Stutt er síðan Skólafé- lag Vélskóla Íslands vakti hneykslun fyrir nektardans á skólaballi á Hallveigarstöð- um. Hjalti Jón Sveinsson, skóla- meistari VMA, ætlar að ræða við ritnefndina. „Þetta var gert án minnar vitundar og ég vissi ekki af þessu fyrr en blaðið var komið út. Mér þykir mjög leitt að þetta hafi gerst. Þessir menn gera sér ekki grein fyrir hvar mörkin liggja. Ég hefði aldrei leyft þetta.“ - ghs Vélskólinn á Akureyri: Nektarmyndir með skólablaði Slasaðist í bílveltu Karlmaður á fer- tugsaldri slasaðist töluvert þegar jeppa- bifreið sem hann ók fór út af veginum í Hrútafirði í gær. Hann var einn í bílnum, meiddist á hálsi og hlaut einhver bein- brot. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur en er ekki í lífshættu. Skotið á vita Skemmdarverk hafa verið unnin á Knarrarósvita við Stokks- eyri. Lögreglunni á Selfossi barst til- kynning um þetta í gær. Nokkuð margar rúður eru brotnar og svo virðist sem einhver hafi skotið á vitann með riffli. LÖGREGLUFRÉTTIR HJALTI JÓN SVEINS- SON Endaþarmsbakteríur valda áhyggjum Bakteríur í endaþarmi valda nú sænskum smitsjúkdómalæknum áhyggjum. Venjulegt pensillín hefur engin áhrif á endaþarmsbakteríurnar og smitast þær nú um Svíþjóð með ógnarhraða. Sérstaklega eru bakteríurn- ar slæma fyrir aldraða og sjúka því að þeir þola illa þau meðul sem vinna á bakteríunum. SVÍÞJÓÐ FATLAÐIR Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu fatlaðra í Reykjavík, telur að fyrirhugað setuverkfall á sam- býlum um miðjan maí hafi lítil áhrif til að byrja með enda sé boðun þess kannski liður í áróð- ursstríði. „En auðvitað er þetta háalvar- legt og í sjálfu sér er unnið að því að leysa deiluna fyrir þennan tíma þannig að setuverkfallið verði ekki að veruleika,“ segir Jón Heið- ar. Tæplega tvö hundruð íbúar eru á heimilum fyrir fatlaða á vegum svæðisskrifstofunnar í Reykja- vík. Starfsmennirnir eru um eitt þúsund talsins, margir í hluta- starfi. Starfsstöðvarnar í Reykja- vík eru vel yfir fjörutíu talsins en á landinu öllu eru þær um eitt hundrað. „Ég hef svo sem ekki tilfinn- ingu fyrir því hversu víðtækt þetta er. Við erum með margar starfsstöðvar sem eru sjálfstæðar þannig að það er ekki gott að meta hvort það verður almenn þátttaka á öllum vinnustöðunum eða ekki.“ Starfsmenn á heimilum fyrir fatlaða vilja að laun þeirra verði hækkuð til jafns við kjarasamn- inga starfsmanna sveitarfélag- anna. Fyrir páska slitnaði upp úr kjaraviðræðunum en síðustu vikur hafa verið notaðar til útreikninga. Jón Heiðar vonast til að deilan leysist í maí. - ghs JÓN HEIÐAR RÍKHARÐSSON „Það er ekki gott að meta hvort það verður almenn þátttaka á öllum vinnustöðunum eða ekki,“ segir Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu fatlaðra í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofunnar í Reykjavík um boðað setuverkfall: Lítil áhrif til að byrja með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.