Fréttablaðið - 08.05.2006, Page 4

Fréttablaðið - 08.05.2006, Page 4
4 8. maí 2006 MÁNUDAGUR VINNUMARKAÐUR Vinnumálastofn- un hefur nú fengið nýtt hlutverk og á meðal annars að fylgjast með því að farið sé eftir lögum á vinnu- markaði. Stofnun hefur heimild til að keyra saman gögn hinna ýmsu stjórnvalda til að sinna eftirlitinu. Gissur Pétursson forstjóri segir að stofnunin leiti til aðila vinnu- markaðarins, til dæmis samráðs- nefndar ASÍ og SA, og hugsanlega lögreglu ef grunur vakni um að útlendingar séu ekki með lág- markslaun. Að öðru leyti haldi verkalýðshreyfingin áfram sínu starfi á vinnumarkaðnum. Atvinnurekendur eiga nú að til- kynna um ráðningu erlendra starfsmanna af EES-svæðinu og geta gert það rafrænt á vef Vinnu- málastofnunar. Þeir verða að gera það innan tíu daga frá því ráðning átti sér stað. Íslensk kennitala við- komandi starfsmanns verður að liggja fyrir þegar ráðning er til- kynnt. Ráðningarsamningur verður að fylgja tilkynningunni og er sóst eftir upplýsingum um ráðningar- kjör, fyrst og fremst þeirri krónu- tölu menn fá í laun, að sögn Unnar Sverrisdóttur, lögfræðings hjá Vinnumálastofnun, þannig að hægt sé að fylgjast með því hvort farið sé eftir lögum um lágmarks- laun. Íbúar í öllum ESB-ríkjunum geta komið hingað til lands og leit- að sér að vinnu í sex mánuði. Innan þriggja mánaða verða þeir að sækja um EES-dvalarleyfi. Sam- tímis hefur verið og verður að mestu skrúfað fyrir vinnuafl frá þriðju ríkjunum, til dæmis frá ríkjum Asíu. Atvinnuleyfum til íbúa nýrra aðildarríkja ESB hefur fjölgað verulega frá því í september á síð- asta ári og má jafnvel tala um að flóð hafi orðið eftir að stjórnvöld ákváðu að einfalda afgreiðslu atvinnuleyfa, að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumála- stofnunar. Samtals voru gefin út 3.965 atvinnuleyfi í fyrra. Ríflega 2.100 atvinnuleyfi voru gefin út síðustu fjóra mánuði ársins og komu 84 prósent þeirra í hlut nýju ríkjanna innan ESB en sextán prósent í hlut ríkja utan ESB. Gissur telur að eftirspurnin sé að ná toppi. Nú fari að sjá fyrir end- ann á framkvæmdum á Kárahnjúk- um og á næstu vikum nái fólksþörf- in á Reyðarfirði hámarki. Umsóknum frá ríkisborgurum þriðja ríkis hefur að öllu jöfnu verið hafnað hér á landi frá því í september nema um sé að ræða fjölskyldutengsl eða aðstæður kalli á tímabundið atvinnuleyfi. Þar má því segja að um mismunun sé að ræða. ghs@frettabladid.is Samfélag í Reykjavík Við vinstri-græn lítum svo á að þátttaka sé lykillinn að lýðræðislegu samfélagi. Þess vegna viljum við tryggja aðgengi allra að samfélaginu á forsendum hvers og eins. Gott samfélag þarf á öllum að halda. Kjósum til vinstri í vor. Þorleifur Gunnlaugsson skipar 3. sæti LÖGREGLUMÁL Skáli skátafélagsins Hraunbúa í Krýsuvík brann til kaldra kola um níuleytið í gær- morgun. Vegfarandi tilkynnti um brunann til lögreglu. Þegar lögreglumenn bar að garði skömmu síðar blöstu við þeim rjúkandi rústir. Tildrög brunans liggja ekki fyrir og er málið í rannsókn hjá lögreglu. Grunur leikur á að eldur hafi verið borinn að skálanum. - æþe Grunur um íkveikju í Krýsuvík: Skáli brann til kaldra kola RAFRÆN TILKYNNING Vinnuveitendum er skylt að tilkynna ráðningu erlends borgara til Vinnumálastofnunar og er hægt að gera það á rafrænu formi. Þetta kom fram á blaða- mannafundi nýlega. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Lögregla verður sett í mál launasvikara Vinnumálastofnun á að fylgjast með því að lög séu ekki brotin á útlendingum á vinnumarkaði. Ef grunur kemur upp getur hún sent málið til lögreglu. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 05.05.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 71,70 72,04 Sterlingspund 132,61 133,25 Evra 90,92 91,42 Dönsk króna 12,19 12,262 Norsk króna 11,687 11,755 Sænsk króna 9,744 9,80 Svissneskur franki 58,21 58,53 SDR 106,1 106,74 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 126,0492 520 459 61 NÝ TÍMABUNDIN LEYFI ÁRIÐ 2005 Skipting milli nýrra ESB/EES-landa J F M A M J J Á S O N D Nýju ríkin Önnur ríki Alls 638 787 149 ATVINNULEYFI 2005 Skipting milli nýju aðildarríkja ESB Pó lla nd Le tt la nd Té kk la nd Ei st la nd U ng ve rj al an d Li th áe n Sl óv ak ía Sl óv en ía 36 17 13 212 299 2.147 127 4 RANNSÓKN Samkvæmt nýrri viða- mikilli rannsókn sem Barnavernd- arstofa og Rannsóknir og greining kynntu á föstudaginn kemur fram að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er fátíðara en áður hefur verið talið. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var gerð í öllum framhalds- skólum landsins árið 2004 og bygg- ist á svörum tæplega ellefu þús- und nemenda, gefa til kynna að átta til níu prósent barna að með- altali hafi verið beitt kynferðis- legri misnotkun. Þetta er töluvert minna en áður hefur verið haldið fram í umræðunni, eða um sautján prósent. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, telur niður- stöður þessarar rannsóknar áreið- anlegri en þær sem áður hafa komið fram. Úrtakið sé stórt og tölurnar séu á svipuðu reiki og í öðrum sams konar rannsóknum á Norðurlöndunum. Bragi segir jafnframt að tölurnar sem hafa verið í umræðunni, komi úr tíu ára gamalli rannsókn sem hann telur að hafi rannsakað málefnið út frá víðara sjónarmiði. Þar hafi við- mælendur verið á fullorðinsaldri og frekar verið að kanna hvort fólk hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni frekar en beinu kynferðis- legu ofbeldi. - æþe Ný rannsókn um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum: Misnotkun minni en talið var DÓMSMÁL Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands í gær sýknaður af ákæru um að hafa grýtt chiuaha hvolpi í vegg með þeim afleiðingum að hvolpur- inn hálsbrotnaði og drapst. Maðurinn var ákærður fyrir eignaspjöll og brot gegn dýra- verndunarlögum en þverneitaði að hafa skaðað hundinn og sagði hann hafa troðist undir þegar verið var að vísa gestkomandi manni á dyr. Atburðalýsing kæranda átti sér ekki stoð í framburði annarra og taldist því ósannað að maðurinn hefði drepið hundinn. - sh Maður á sextugsaldri: Sýknaður af hvolpsdrápi NÝ RANNSÓKN Hún bendir til að færri börn verði fyrir kynferðisofbeldi en áður var talið. Myndin er úr barnahúsi í Texas. SJÁVARÚTVEGUR Vinnslustöðin ætlar að vera áfram skrásett í Kauphöll Íslands þótt eignarhald í félaginu sé þröngt og viðskipti með hluta- bréf þess lítil. „Þar birtist ekki vandi Vinnslustöðvarinnar sem slíkrar heldur sjávarútvegsins í heild sinni,“ sagði Gunnar Felix- son, stjórnarformaður á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar. Stjórnendur Vinnslustöðvar- innar hafa tekið þá ákvörðun að rjúfa krosseignartengsl við Stillu sem fer með fjórðungshlut í Vinnslustöðinni. Tap félagsins á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 107 milljón- um króna samanborið við 459 millj- óna króna hagnað í fyrra. Veiking krónunnar kom illa við fjármagns- liði sem voru neikvæðir um hálfan milljarð króna. - eþa Vinnslustöðin áfram skráð: Rjúfa eignar- tengsl við Stillu SVÍÞJÓÐ Litháar fá líklega ekki að taka upp evruna frá og með næsta ári þó að þeir uppfylli öll önnur skil- yrði Myntbandalags Evrópu. Vefút- gáfa Dagens Industri segir að þar sé verðbólgunni í Svíþjóð óbeint um að kenna. Þegar land er tekið í Myntbanda- lag Evrópu má verðbólgan ekki að vera hærri en meðaltal þeirra þriggja landa sem eru með lægstu verðbólguna. Hún var 2,63 prósent 2005-2006. Verðbólgan í Litháen er 2,7 prósent og þyrfti því að vera 0,7 prósentustigum lægri til að þeir fengju að taka upp evruna. - ghs Verðbólgan í Svíþjóð: Engin evra í Litháen Heróíndauði þrettán ára pilts Bandarískt par hefur verið ákært vegna þess að þrettán ára piltur lést af völdum of stórs skammts af heróíni. Pilturinn fékk að gista heima hjá bróður konunn- ar í Shelton í Connecticut á föstudaginn. Hann fannst látinn daginn eftir. BANDARÍKIN ÍRAK, AP Tugir manna fórust í sprengjuárásum í Írak í gær. Bíl- sprengja sprakk við rútustöð í hinni helgu borg Karbala og lést þar 21 og 52 slösuðust, allt óbreytt- ir borgarar. Ekki er vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu en súnníar hliðhollir al-Kaída hafa áður beint spjótum sínum að sjíum sem búa í borginni. Þá fórust átta manns þegar uppreisnarmaður ók bíl sínum, fylltum sprengiefni, að lögreglu- varðstöð í Bagdad. Á laugardag fórust fimm Bretar með herþyrlu sem var skotin niður yfir Basra og kom til mikilla óeirða í borginni í kjölfarið. - gb Mannskæðar sprengjuárásir: Tugir manna fórust í gær SORG Í ÍRAK Þessi kona fórnaði höndum eftir að bílasprengja sprakk í Karbala. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.