Fréttablaðið - 08.05.2006, Page 12

Fréttablaðið - 08.05.2006, Page 12
12 8. maí 2006 MÁNUDAGUR Framsóknarmenn undir forystu Guðna Geirs Jóhannessonar hafa setið í meiri- hluta bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ ásamt Sjálfstæðis- flokki síðan árið 1998. Guðni segir samstarfið hafa gengið vel. „Okkur hefur tekist að snúa vörn í sókn í bæjarfélaginu á þessum árum og munum halda áfram okkar góða starfi fáum við tækifæri til þess.“ Hann segist ekki hafa miklar áhyggjur af sterkri stöðu Í-listans sam- kvæmt skoðanakönnun NFS. „Ef þetta er staðan trúi ég ekki öðru en að við náum okkar til baka þegar bæjarbúar taka tillit til þeirra verka sem við höfum unnið að í uppbyggingu bæjarfélags- ins.“ Meðal áhersluatriða B-listans að sögn Guðna eru samgöngumál, skipulagsmál og uppbygging háskóla- seturs. Þeir stefna að því að ná þremur mönnum í bæjarstjórn, en að öðrum kosti að halda sínum tveimur. „Við höfum náð gríðarlega góðum árangri, meirihlutinn hefur ráðist í miklar framkvæmdir í bæjarfélaginu sem eiga eftir að skila sér til margra ára og það er affarasælast fyrir íbúa bæjarins að þessi meirihluti haldi völdum,“ segir Guðni Geir. Guðni G. Jóhannesson B-lista: Best að meiri- hlutinn haldi Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarð- arbæ, hefur verið efsti maður á D-lista undanfarnar tvennar kosningar. Sjálfstæð- ismenn hafa stýrt bæjarfélaginu síðan árið 1998 með B-lista. Ný skoðanakönnun bendir til þess að nú sé á brattann að sækja. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu, ég tel að þegar við erum búin að koma á framfæri þeim góða árangri sem við höfum náð, muni fólk veðja á okkur áfram,“ segir Halldór. Hann segir núverandi meirihluta hafa tekið við afar erfiðu búi á sínum tíma. „Nú ríkir hins vegar mikil bjartsýni í bæjarfélaginu, hér er uppbygging á öllum sviðum og háskólasetur og mörg fleiri framfaramál á góðum rekspöl.“ Að sögn Halldórs leggur D-listinn sérstaka áherslu á málefni sem snúa að lífsgæðum íbúanna. „Við stefnum til dæmis að því að draga úr álögum á fjölskyldur og gera átak í umhverf- ismálum bæjarfélagsins,“ segir hann. D-listinn vill skilgreina Vestfirði sem stóriðjulaust landsvæði. „Þetta er afar mikilvægt því með þessu segjum við að við séum að horfa til annarra átta í atvinnumálum,“ segir Halldór og nefnir styrktarsjóð fyrir nýsköpunarfyrirtæki í því sambandi. Halldór Halldórsson D-lista: Bjartsýni ríkir í bæjarfélaginu KOSNINGAR Í Ísafjarðarbæ takast í raun tvær fylkingar á í kosning- unum 27. maí þó svo að þrír listar séu í framboði. Annars vegar eru það sjálfstæðismenn og fram- sóknarmenn sem setið hafa í meirihluta síðan árið 1998 og hins vegar Í-listinn sem nú býður fram í fyrsta sinn en að honum standa Samfylking, vinstri grænir og Frjálslyndir og óháðir. Vissulega ganga D- og B-listi óbundnir til kosninga en ljóst er að þessir flokkar munu taka höndum saman á ný haldi þeir meirihluta. En samkvæmt þeirri einu skoðanakönnun sem gerð hefur verið til þessa á Ísafirði, virðist sem Í-listinn eigi raunhæfa mögu- leika á að ná völdum þó svo að könnun sé vitaskuld ekki kosning. Að minnsta kosti boðar könnunin sem gaf Í-listanum fimm menn og hreinan meirihluta, tvísýnar og spennandi kosningar í bæjar- félaginu. Halldór Halldórsson, oddviti D-listans, er bæjarstjóraefni núverandi meirihluta en Sigurður Pétursson oddviti Í-listans er ekki bæjarstjóraefni þess lista heldur mun listinn auglýsa eftir bæjar- stjóra. - ssal Útlit fyrir tvísýnar og spennandi kosningar í Ísafjarðarbæ: Tvær fylkingar en þrír listar ÍSAFJÖRÐUR Búist er við tvísýnum og spennandi kosningum í Ísafjarðarbæ þann 27. maí. Núverandi meirihluti D- og B-lista hefur stjórnað síðustu tvö kjörtímabil en samkvæmt nýlegri skoðanakönnun gæti sameiginlegt framboð minnihlutaflokkanna, Í-listinn, náð meirihluta. Sigurður Pétursson sagnfræðingur leiðir sameiginlegan lista Samfylkingar, vinstri grænna og frjáls- lyndra og óháðra undir merkjum Í-listans, sem býður nú fram í fyrsta sinn. „Þetta er ákaflega sterkur listi, góð blanda af kraftmiklu ungu fólki og einstaklingum með reynslu,“ segir Sigurður. Samkvæmt nýlegri könnun NFS gæti Í-listinn náð meirihluta í bæjar- stjórn og segir Sigurður þetta staðfesta þann góða hljómgrunn sem listinn hefur fengið. „Það er góð stemning í okkar hópi og við stefnum ótrauð á að ná meirihluta.“ Hann segir breytinga þörf á ýmsum sviðum eftir átta ára stjórn núverandi meirihluta. „Bærinn þarf til dæmis að taka meiri þátt í uppbyggingu atvinnulífsins og hann þarf að setja fram skýrari kröfur gagnvart ríkinu í samgöngu- og atvinnumálum. Þá má gera mun betur í þjónustu við íbúana eins og í dagvistar- og öldrunarmál- um,“ segir hann. Kosningarnar verða tvísýnar að mati Sigurðar en hann segir Í-listann reiðu- búinn að axla ábyrgð. „Við erum með nýjar og ferskar hugmyndir og erum tilbúin að veita bæjarfélaginu öfluga forystu fáum við umboð til þess.“ Sigurður Pétursson Í-lista: Nýjar og ferskar hugmyndir Ísafjarðarbær SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 �������������������� ������������������� ������������������� ���������� ��������� �������������� ������������������������������������� �������������������������������������� ��������������������������������� ���������������������������������������������������������� ��������������������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 ������������� ���������� �������������� ���������������� ������������ ���� ������������������������ �������������������������������� �������� ��������������������� ���������������������������� �������������������������������� �������������������������������� �� ����� ������������������������������� �������������������������� ������������� ���������� ��������������� OFBELDI Fjórtán félagasamtök hafa skorað á Knattspyrnusamband Íslands að mótmæla þeirri ofbeldis- væðingu sem eigi sér stað samhliða heimsmeistarakeppninni í Þýska- landi sem haldið verður í sumar. Þau vilja að sambandið komi þeim skila- boðum til FIFA. Félagasamtökin skora einnig á þýsku ríkisstjórnina að axla félags- lega ábyrgð og beita sér gegn man- sali og öðru kynbundnu ofbeldi. Þau lýsa því yfir að íþróttir og mannleg niðurlæging eigi ekki samleið. Sam- tökin tóku sig saman eftir frétta- flutning um að fjörutíu þúsund vændiskonur væru á leið til Þýska- lands vegna heimsmeistarakeppn- innar. „Með þessu er verið að blanda saman íþróttum og kynbundnu ofbeldi, ýta undir mansal og hlut- gera konur sem kynlífsleikföng karlmanna,“ segir í ályktuninni. Skora á KSÍ og þýska ríkið: Mótmæla of- beldi á HM Eimskipafélagið sýknað Eimskipa- félag Íslands hefur verið sýknað í Hæsta- rétti af bótakröfu 32 ára karlmanns sem árið 2002 slasaðist við vinnu sína um borð í Goðafossi. Maðurinn var dæmdur til að greiða 250 þúsund í málskostnað. HÆSTIRÉTTUR HÉRAÐSDÓMUR Fyrirtaka var á föstudag í máli Ríkislögreglu- stjórans gegn Gunnari Erni Kristjánssyni, löggilts endur- skoðanda, í máli er varðar Trygg- ingasjóð lækna. Til stóð að taka fyrir heimild til að skipa matsmenn fyrir dómn- um. Heimildin var hins vegar ekki afgreidd að svo stöddu, að sögn Gunnars Arnar. Gunnar Örn var ákærður meðal annars fyrir að hafa van- rækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi með því að hafa áritað ársreikninga Trygginga- sjóðs lækna 1992-2000 án fyrir- vara. - ghs Endurskoðandi fyrir dómi: Óafgreitt með matsmenn Skóflustunga að keppnislaug Síðdegis á morgun verður skrifað undir samning milli bæjaryfirvalda í Hafnar- firði og verktakafyrirtækisins Feðga ehf. um byggingu nýrrar keppnissundlaugar á Völlum í Hafnarfirði. Jafnframt verður fyrsta skóflustungan tekin. HAFNARFJÖRÐUR DANMÖRK Utanríkisráðherra Dan- merkur tilkynnti fyrir helgina að ríkisstjórnin hygðist leita eftir samþykki þingsins fyrir eins árs framlengingu á veru hersins í Írak. En þann 1. júlí rennur út núverandi heimild þingsins fyrir störfum hersins í landinu. Samkvæmt frétt á vefsíðu Pol- itiken í gær munu stærstu stjórn- arandstöðuflokkarnir, Jafnaðar- mannaflokkurinn og flokkur róttækra ekki greiða atkvæði með framlengingunni. Talsmenn þessara flokka höfðu áður tilkynnt að þeir hygð- ust láta af stuðningi sínum við ríkisstjórnina í málinu. Hafa þeir meðal annars lýst því yfir að meiri þörf væri fyrir danska her- inn í Darfur héraði í Súdan en í Írak. Því er útlit fyrir að aðeins rík- isstjórnarflokkarnir og Danski þjóðarflokkurinn greiði atkvæði með áframhaldandi veru hersins í Írak. Meirihluti dönsku þjóðarinnar styður áform ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem greint var frá í gær. Sam- kvæmt henni vilja sextíu og fimm prósent Dana að herinn verði áfram í Írak. Þrír af hverju tíu Dönum vilja hins vegar herinn heim sem fyrst. - ks Meirihluti dönsku þjóðarinnar styður áframhaldandi veru danska hersins í Írak: Deilt um veru hersins í Írak Áköf leit að Mladic Sérsveitir serb- nesku lögreglunnar leituðu í þrjá tíma samfleytt í bænum Valjevo að Ratko Mladic, eftirlýstum stríðsglæpamanni. Leitin að honum hefur verið hert til muna undanfarna daga, eða frá því að Evrópusambandið sleit viðræðum við Serbíu út af málinu. SERBÍA ÓLÖGLEGIR INNFLYTJENDUR Gerardo Rivas situr þarna með þriggja ára dóttur sinni. Þau voru tekin í Arizona í Bandaríkjunum eftir að þau höfðu farið ólöglega yfir landa- mærin frá Mexíkó. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ANDERS FOGH RASMUSSEN Útlit er fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir og Danski þjóðar- flokkurinn muni greiða veru hersins í Írak atkvæði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.