Fréttablaðið - 09.05.2006, Síða 2
2 9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR
FJÖLFATLAÐIR Erfitt verður að halda
uppi grunnþjónustu á sambýlum
og heimilum fyrir fjölfatlaða úti
um allt land ef sólarhrings setu-
verkfall starfsmanna á þessum
heimilum verður að veruleika um
miðjan maí. Ef ekki hefur samist
er ætlunin að boða fjögurra sólar-
hringa setuverkfall skömmu
síðar.
Freydís Guðmundsdóttir er for-
stöðuþroskaþjálfi á heimili fyrir
fjölfötluð ungmenni í Árlandi 9 í
Reykjavík. Á heimilinu búa fimm
unglingar sem þurfa mikla aðstoð.
Freydís segir að ófremdarástand
verði á heimilinu ef setuverkföllin
skella á. Einungis verði hægt að
sinna lágmarksþjónustu.
„Þau geta ekki farið á fætur.
Þeim verður hjálpað á klósettið og
gefið að borða en annars verða
aðrir að koma til skjalanna. Við
verðum sennilega að leita til
aðstandenda ef til verkfallanna
kemur, annars getur fólkið ekki
farið á fætur,“ segir Freydís.
Þórdís Ólöf Eiríksdóttir er
félagsliði á heimili við Árland.
„Það eru yfirvofandi erfiðleikar
við að manna heimilið í sumar, fá
afleysingafólk og eins fólk í fastar
stöður. Þetta hefur verið viðvar-
andi vandamál í vetur og farið
versnandi. Ástandið er víða svo
slæmt að aðeins er hægt að sinna
algjörri lágmarksþjónustu, gefa
fólkinu að borða og hjálpa því við
það nauðsynlegasta. Við höfum
áhyggjur af því sem er framund-
an,“ segir hún.
Fólksflóttinn á sambýlum og
heimilum fyrir fjölfatlaða hefur
gert það að verkum að álagið hefur
aukist á þeim sem eftir eru. „Þetta
er krefjandi og slítandi vinna og
um leið gefandi en það er ekki
endalaust hægt að standa auka-
vaktir,“ segir Þórdís Ólöf.
Félagsliðar á sambýlum og
heimilum fyrir fatlaða í Reykjavík
fara fram á launahækkun til jafns
við það sem greitt er fyrir sam-
bærileg störf hjá sveitarfélögun-
um. Munurinn þarna á milli segja
þær Freydís og Þórdís Ólöf nema
tugum þúsunda króna. „Við berj-
umst fyrir því að okkar laun verði
lagfærð svo að þau verði mann-
sæmandi,“ segir Þórdís Ólöf.
„Neyðin er slík að Svæðisskrif-
stofa um málefni fatlaðra í Reykja-
vík biður starfsmenn að kynna
vinnustað sinn fyrir vinum og
vandamönnum með það í huga að
einhver áhugasamur vilji koma í
afleysingar eða fasta vinnu. Það
hefur aldrei gerst áður.“
ghs@frettabladid.is
Fólki verður hjálpað
á salernið og búið
Manneklan er svo mikil á sambýlum fyrir fatlaða að starfsmenn eru beðnir um
að reyna að fá vini og ættingja í vinnu. „Neyð,“ segir félagsliði. Ef samkomulag
næst ekki verður setuverkfall í sólarhring og svo í fjóra daga um miðjan maí.
ÍRAN, AP Mahmoud Ahmadinejad
Íransforseti skrifaði George W.
Bush Bandaríkjaforseta bréf í
gær, þar sem hann leggur til
„nýjar lausnir“ á deilu landanna
sem ágerist æ meir. Annar hátt-
settur fulltrúi Íransstjórnar sagði
bréf Ahmadinejads opna á hugs-
anlega nýja leið til samninga-
lausna, en talsmenn Bandaríkja-
stjórnar sögðu bréfið litlu breyta
og ítrekuðu kröfuna um að Íranar
hætti við kjarnorkuáætlun sína.
Bréfi Ahmadinejads virtist af
hálfu Írana ætlað að slá vopnin úr
höndum Bandaríkjamanna, sem
þrýsta á um að öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna samþykki í vik-
unni nýja ályktun um kjarnorku-
mál Írana. Með bréfinu kveður
altént við heldur annan tón en
Ahmadinejad hefur annars látið í
sér heyra að undanförnu. Hann
hefur í ræðum sínum ítrekað lýst
Bandaríkjastjórn og bandamönn-
um hennar sem yfirgangs tuddum
sem hefðu einsett sér að hindra
Írana í að nýta kjarnorku í frið-
samlegum tilgangi.
Spennan vegna hinnar væntan-
legu öryggisráðsályktunar jókst
enn í gær, er fulltrúi Kínverja í
ráðinu sagði að ályktunartillagan
sem fram væri komin gæti leitt til
nýs stríðs. Skoraði hann á fulltrúa
Breta og Frakka að falla frá stuðn-
ingi við að í ályktuninni væri
minnst á hugsanlegar refsiaðgerð-
ir eða hernaðaraðgerðir gegn
Írönum. - aa
Íransforseti skrifar Bandaríkjaforseta bréf:
Leggur til nýjar lausnir
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykjavík
hefur nú til rannsóknar tvö umtals-
verð fjársvikamál, þar sem sami
maður kemur við sögu í báðum til-
vikum.
Í fyrra tilvikinu var maðurinn
úrskurðaður í gæsluvarðhald í
viku vegna svika á vöru út úr
byggingavöruverslun. Tekið var í
heimildarleysi út á reikning, sem
viðskiptavinur verslunarinnar var
með, vörur að andvirði tæpar
milljónir króna.
Skömmu síðar barst lögregl-
unni kæra vegna úttektar úr
heimabanka starfsmanns í Brim-
borg. Þar höfðu verið teknar út 1,8
milljónir króna á einu bretti og
millifærðar inn á reikning sama
manns og að ofan er getið. Í fyrstu
barst grunur að konu sem sá um
hreingerningar innan fyrirtækis-
ins, en hún er systir mannsins.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins telur lögregla ekki lengur
ástæðu til að ætla að hún hafi yfir-
fært peningana. Lögreglan hefur
meðal annars unnið að því að rekja
IP númer tölvunnar sem yfir-
færslan var gerð úr. Talið er óyggj-
andi að maðurinn hafi fengið fjár-
hæðina en leitað er vitorðsmanns
eða viðorðsmanna, sem álitið er að
hafi haft nauðsynlegar upplýsing-
ar um heimabankann sem rænt
var úr undir höndum.
Bæði þessi mál eru enn í rann-
sókn þar sem játningar liggja ekki
fyrir í þeim. -jss
Lögreglan í Reykjavík rannsakar tvö mál sem tengjast einum einstaklingi:
Milljóna fjársvik í rannsókn
HEIMABANKAR Allnokkur mál vegna rána
úr heimabönkum hafa verið til rannsóknar
hjá lögreglu.
ÍTALÍA, AP Fyrsta umferð forseta-
kosninganna á Ítalíu fór fram í
gær. Enginn frambjóðandi fékk
tilskilinn meirihluta, tvo þriðju
hluta atkvæða.
Forseti Ítalíu er kosinn af sér-
stöku þingi kjörmanna, sem er
sameinað þing efri og neðri deild-
ar þjóðþingsins ásamt fulltrúum
frá 20 héruðum landsins.
Miðju- og vinstriflokkar undir
forystu Romanos Prodi nefndu á
síðustu stundu Giorgio Napolitano
sem frambjóðanda sinn, en hann
fékk ekki stuðning miðju- og
hægriflokkanna undir forystu
Silvios Berlusconi. - gb
Forsetakosningar á Ítalíu:
Fyrsta umferð
árangurslaus
VILL FRIÐMÆLAST Mahmoud
Ahmadinejad Íransforseti
brosti sínu blíðasta á ráð-
stefnu í Teheran í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NAPOLITANO AND D‘ALEMA Giorgio
Napolitano kom á síðustu stundu í staðinn
fyrir Massimo D‘Alema sem frambjóðandi
vinstrimanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BRETLAND, AP Komið hefur í ljós að
maður á fimmtugsaldri, sem í ára-
tug þóttist vera breskur aðalsmað-
ur, er í raun bandarískur.
Maðurinn var handtekinn í jan-
úar í fyrra og dæmdur í níu mán-
aða fangelsi fyrir að þykjast vera
Christopher Edward Buckingham
jarl, sem lést árið 1963 aðeins átta
mánaða gamall. Maðurinn situr í
fangelsi á Bretlandi því hann
hefur ekki viljað gefa upp sitt
rétta nafn. Í raun heitir hann þó
Charles Albert Stopford, fæddur í
Flórída. Ættingjar hans þekktu
hann á myndum, en hans hefur
verið saknað í Bandaríkjunum í 20
ár. - gb
Breskur aðalsmaður:
Reyndist vera
bandarískur
SPURNING DAGSINS
Ertu að tryggja hagsmuni
þína í bak og fyrir?
Já, ég er að því.
Runólfur Birgisson er bæjarstjóraefni
vinstrimanna á Siglufirði. Hann er sjálfur í
Sjálfstæðisflokknum. Margur mun því ætla
að hann verði sáttur hvort sem vinstrimenn
sigra eða sjálfstæðismenn.
Réttindalaus Lögreglan í Borgarnesi
stöðvaði í gær ökumann á meira en 130
kílómetra hraða. Ökumaðurinn reyndist
réttindalaus og má hann búast við því
að fá háa fjársekt auk þess sem hann
fær prófið nokkrum mánuðum seinna
en hann hefði annars fengið.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Ók útaf veginum Ökumaður missti
stjórn á bifreið sinni á Þrengslavegi um
hádegisbilið í gær. Þrír farþegar voru í
bílnum auk ökumanns en enginn þeirra
slasaðist mikið. Bifreiðin var flutt af
vettvangi með kranabifreið og er hún
talin ónýt.
ÞÓRDÍS ÓLÖF EIRÍKSDÓTTIR
OG FREYDÍS GUÐMUNDS-
DÓTTIR Gríðarleg mannekla
er á sambýlum og heimilum
fyrir fjölfatlaða og horfurn-
ar ekki góðar. Launin eru
afspyrnu lág, rétt rúmar
100 þúsund krónur. Þórdís
Ólöf Eiríksdóttir og Freydís
Guðmundsdóttir telja að
laununum sé um að kenna.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
NÁTTÚRA Fólk sem á leið nærri
Ástjörn í Hafnarfirði á að forðast
að klæðast skærlitum fötum og
ekki vera með hávaða eða annan
skarkala.
Ástæðan er sú að fuglavarp er
að hefjast og því er búið að tak-
marka umferð um friðlandið.
Ástjörn og svæðið í kringum hana
er friðlýst í samræmi við náttúru-
verndarlög. Við tjörnina er að
finna eina flórgoðavarpið á Suð-
vesturlandi. ■
Ástjörn í Hafnarfirði:
Fólk fari ekki í
skærlit föt
NÁMUSLYS Tveimur áströlskum
námuverkamönnum, Brant Weeb
og Todd Russell, var bjargað í gær
úr námu í Tasmaníu en þeir höfðu
verið lokaðir inn í henni síðan jarð-
skjálfti reið yfir hinn 25. apríl.
Í fyrstu voru mennirnir þrír en
44 ára gamall Ástrali, Larry Knight,
lést vegna áverka sem hann hlaut.
Paul James Reynolds, sem
stýrði björgunarstarfinu á vett-
vangi, sagði menn sína hafa unnið
afrek og hrósaði tvímenningunum
fyrir áræðni þeirra og þol. „Það er
ótrúlegt að þeir hafi bjargast,
miðað hversu aðstæðurnar voru
erfiðar.“ - mh
Námuslys í Tasmaníu:
Tveir sluppu
lítið meiddir
FRELSINU FEGNIR