Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2006, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 09.05.2006, Qupperneq 48
[TÓNLIST] UMFJÖLLUN Tíu þúsund dagar eru rúm 27 ár, sem er einmitt aldurinn þegar flestar ekta rokkstjörnur yfir- gefa þetta líf. Jim Morrison, Brian Jones, Janis Joplin og Jimi Hendrix. Það er eitthvað mjög fullkomið við þessa tölu. Þannig að frá því sjónarhorni séð smell- passar þetta undarlega nafn við hina nýju plötu Tool, því hún er eins fullkomin og rokkplötur verða í þessum metalgeiranum. Eða þið megið svo sem kalla þetta hvað sem þið viljið, prog-metal, írskt þjóðlagabarrokk-spítt eða stærðfræðirokk. Tool er nokkurs konar Sigur Rós metalgeirans. Tool hefur, ásamt Nine Inch Nails, komið sér á þann stall að einungis nafn sveitarinnar er ávísun á gæði. Ef nafnið er á vörunni, er varan yfir- leitt góð. Nöfn slíkra sveit virka á tónlist á sama hátt og orðið „org- anic“ á matvörum í dag. Þetta er eins epísk tónlist og hugsast getur. Klysjulegir hetju- kaflar fá að leka með inn á milli þess sem sveitin byggir upp ótrú- lega hrynjandi sem minnir mann helst á valtara. Á þessari plötu eru tónsmíðarnar ekki eins flókn- ar og síðast, en ég er ekki frá því að það fari Tool bara betur. Betra að leyfa Meshuggah að sukka í því að breyta stærðfræðiformúl- um í tóna og einbeita sér að því að búa til ævintýraveröld þar sem nær allt er leyfilegt. Í þess- um metal roðnar enginn þó svo að didgeridoo eða sogandi hljóð- skúlptúrar steli allt í einu sen- unni. Og ef þið eruð nægilega opin til þess að gefa þessu séns, þá hljómar þetta stórkostlega. Með svona plötur er ekki hægt að tala um einstaka lög. Því hér eru það ekki lögin sem gera plöt- una, heldur platan sem er lagið. Maður verður að hella sér í svona verk með fullu trausti til lista- mannsins og leyfa honum að stýra geimskipi sínu til þeirra sólkerfa sem hann á erindi til. Titillagið 10.000 Days, er nægi- lega sterkt til þess að skilja eftir kjálkann á gólfinu það sem eftir er plötunnar. Já, og umbúðirnar gera einar og sér þess virði að kaupa þessa plötu. Ég hef aldrei séð neitt annað þessu líkt en með í kaupun- um fylgja þrívíddargleraugu og bæklingur þar sem stafirnir og myndirnar leka út af pappírnum. Við eigum eflaust ekki eftir að hlusta á margar plötur á þessu ári sem eru jafn vandaðar og þessi. Þetta er vel slípaður dem- antur sem á eftir að glitra í alda- raðir eftir að við erum öll löngu dauð og grafin. Birgir Örn Steinarsson Öll réttu verkfærin notuð TOOL: 10.000 DAYS Niðurstaða: Nýja Tool platan er alveg jafn fullkomin og ég leyfði mér að vonast eftir. Í einu orði sagt, meistaraverk! Sjónhverfingamaðurinn David Blaine lauk vikulangri þrekraun sinni inni í vatnskúlu í New York seint í gær. Ætlaði hann að ljúka þrekraun- inni með því að bæta heimsmetið í því að halda niðri í sér andanum lengur en átta mínútur og 58 sek- úndur. Á sama tíma ætlaði hann að losa sig úr keðjum ofan í vatninu. Læknar hafa haft áhyggjur af hinum 33 ára Blaine, sérstaklega eftir að hendur hans tóku að bólgna. Einnig hefur hluti af húð hans flagnað af. Uppátæki Blaines eru margvís- leg. Meðal annars eyddi hann 61 klukkustund inni í ísklumpi og fastaði í 44 daga í glerkassa yfir ánni Thames í London. Þrekrauninni lokið DAVID BLAINE Sjónhverfingamaðurinn David Blaine inni í vatnskúlunni. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Hljómsveitin Bítlarnir hefur tapað dómsmáli sem hún höfðaði gegn tölvufyrirtækinu Apple vegna iPod- og iTunes-þjónustu þess. Sir Paul McCartney, Ringo Starr og fjölskyldur George Harrison og Johns Lennon eiga Apple-plötufyr- irtækið. Segja þau að tölvufyrir- tækið hafi ekki staðið við samning um að ekki megi vera tvö Apple- fyrirtæki í tónlistarbransanum. Dómsúrskurðurinn var á þann veg að Apple notaði eingöngu vöru- merki sitt í tengslum við verslanir sínar en ekki tónlistina og því hafi það staðið við samninginn. Mun Apple því áfram geta notað vöru- merki sín iPod og iTunes í viðskipt- um sínum í framtíðinni. Bítlarnir, sem höfðu krafist hárra skaðabóta, ætla að áfrýja málinu. Bítlarnir töpuðu dómsmáli BÍTLARNIR Hljómsveitin Bítlarnir höfðaði dómsmál gegn tölvurisanum Apple. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Myndasöguverslunin Nexus tók þátt í alþjóðlegum myndasögudegi, svokölluðum Free Comic Book Day, á laugardaginn var, en þá gáfu myndasögubúðir úti um víða ver- öld sérútgáfur myndasögublaða frá ýmsum útgefendum. Veðurblíðan lék við íslenskt áhugafólk um myndasögur sem taldi það ekki eftir sér að standa í langri biðröð til þess að komast í góssið. Þá sýndi löng biðröðin svo ekki varð um villst að myndasög- urnar brúa kynslóðabilið en áhug- inn skein jafnt úr andlitum barna og fullorðinna. Verslunin Nexus gaf yfir eitt þúsund blöð á laugardaginn og gátu gestir og gangandi valið úr sýnis- hornum af japönskum Manga- myndasögum auk þess sem gamlir kunningjar á borð við Andrés Önd, Batman og Superman voru ekki langt undan. Þúsund sögur í glampandi sól FARIÐ YFIR MÁLIN Myndasögurnar sem gefnar voru gáfu góða mynd af breiddinni í myndasöguútgáfunni og það þurfti því eðlilega að bera saman bækur eftir að biðinni lauk. STORMSVEITARMAÐUR Í HAM Þessi góð- kunningi Stjörnustríðsaðdáenda lét sig ekki vanta frekar en í fyrra og sá um að smala vegfarendum af Hverfisgötunni niður í Nexusportið. VALKVÍÐI Á HÁU STIGI Úrvalið var ekki af verri endanum við gjafaborðið og margir áttu í mesta basli með að gera upp hug sinn, en myndasögurnar voru að sjálfsögðu skammtaðar í anda jafnaðarhugsjónar þannig að allri fengju eitthvað. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu INSIDE MAN kl. 8 og 10.25 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 6 ÍSÖLD 2 M/ÍSL. TALI kl. 6 LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 6 PRIME kl. 5.30, 8 og 10.30 THE HILLS HAVE EYES kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA WHEN A STRANGER CALLS kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA MISSION IMPOSSIBLE 3 kl. 6, 9 og 11 SÝND Í LÚXUS kl. 6 og 9 RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 4, 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 4 og 6 PRIME kl. 8 THE HILLS HAVE EYES kl. 10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 4 og 8 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 4 og 6 Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! „Ég var ónýtur eftir myndina. Hún var svo fyndin“ - Svali á FM957 EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SEM ENGIN MÁ MISSA AF! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni ÓHUGNANLEGASTA MYND ÁRSINS! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA HVAÐ SEM ÞÚ GERIR, EKKI SVARA Í SÍMANN! - SV, MBL - LIB, Topp5.isSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA MYND ÁRSINS - VJV, Topp5.is - HJ MBL - JÞP Blaðið - Ó.Ö.H. - DV - SV - MBL - LIB. - TOPP5.IS STRANGLEGA BÖNN UÐ INNAN 16 ÁRA DYRAVERÐIR VIÐ SALINN! FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN! AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA! „Mission: Impossible III byrjar sumarið með pomp og prakt og inniheldur allt sem góður sumarsmellur hefur uppá að bjóða, þrælgóðan hasar og fantagóða skemmtun.“ - VJV topp5.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.