Fréttablaðið - 09.05.2006, Side 8

Fréttablaðið - 09.05.2006, Side 8
8 9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR KOSNINGAR Sú óvenjulega staða er uppi í bæjarstjórn Vestmanna- eyja við lok þessa kjörtímabils að þar er enginn minnihluti heldur bara einn meirihluti. Hann er reyndar sá þriðji á fjórum árum. Allt hófst þetta með samstarfi D- og B-lista en oddviti Framsóknar gekk úr skaftinu ári eftir kosn- ingar og tók upp samstarf við V- listann. Hann var þó einn um þá skoðun í flokknum og skapaði sú staða mikla óvissu. Síðan slettist upp á vinskapinn við V-listann og þá var bara einn kostur eftir, sam- starf D- og V-lista, sem hefur gengið áfallalaust fyrir sig síð- ustu misseri. Deilurnar í Framsóknarflokkn- um virðast hins vegar hafa haft þær afleiðingar að hann býður ekki fram við komandi kosningar. Í hans stað sem þriðja framboð kemur F-listi frjálslyndra og óháðra og nái hann manni eða mönnum inn getur svo farið að hann ráði því hvort það verður D- eða V-listi sem heldur völdum eftir kosningar. Þó er ekki útilok- að að listarnir haldi samvinnunni áfram því fulltrúar hvoru tveggja eru sammála um að vel hafi tekist til í samstarfinu hingað til. - ssal �������������������������������������������������������������������������������������������������������� ����������� ��������������������������������������������������������������������������������������� ��������������������� ��������� ������������ �������� ��������� �������� �������� �������� �������� ����������������� �������� ����������� �������� ������������������ ��������������� ������������ ����� ���������������� ����������������������������� ������ ������������ ��������������������������������������������������� ������� ������������������������������������������� �������������������������������������������������� � ������������������������������������������������ ����������������������������������������������������� ��������������������������������������� ����������������� Frjálslyndir og óháðir bjóða nú fram í fyrsta sinn í Eyjum. Arnar G. Hjaltalín formaður Drífanda stétt- arfélags fer fyrir listanum en hann kemur úr röðum óháðra. „Þetta er þverpólitískur listi skipaður fólki úr ýmsum áttum“, segir Arnar. Hann leggur áherslu á að þetta sé ekki klofnings- eða óánægjuframboð. „Við viljum bara bjóða upp á annan valkost því hinum flokkunum hefur engan veginn tekist að stjórna bæjarfélaginu. Fjármálin eru meira og minna í rúst, hér hefur ekkert gerst í atvinnumálum, skólamálin eru í upplausn og héðan er viðvarandi fólksflótti“. Arnar segir F-listann vilja snúa þessari þróun við en til þess þurfi meðal annars hjálp frá ríkisvaldinu. „Við viljum viðurkenna vandann“, segir hann. Fari svo að F-listinn nái mönnum í bæjarstjórn gæti hann ráðið hvort D-listi eða V-listi nær meirihluta. „Við látum málefnin ráða komi til þess“, segir Arnar og er bjartsýnn á góðan árangur F-listans. Arnar G. Hjaltalín F-lista: Bjóðum upp á nýjan valkost Elliði Vignisson framhaldsskólakennari er oddviti D- listans en hann var í fjórða sæti listans síðast. Hann viðurkennir að yfirstandandi kjörtímabil hafi ekki verið neinu líkt í bæjarpólitíkinni. „Við höfum haft þrjá meirihluta og endum með sjö manna meiri- hluta og engan minnihluta. Það er búinn að vera skelfilegur ófriður í bænum og kosningabaráttan snýst um að frambjóðendur verða að ávinna sér traust bæjarbúa, því það er ekki til staðar“, segir Elliði. Hann óttast að staðan 3-3-1 geti komið upp að nýju með tilkomu nýs framboðs Frjálslyndra og óháðra. „Fólk ætti að hugsa sig vel um áður en það kýs og þess vegna göngum við fram undir kjörorðinu: Einn flokk til ábyrgðar“. D-listinn leggur höfuðáherslu á samgöngu- og atvinnumál auk þess sem mikilvægt sé að koma á sátt og samlyndi í bænum. „Okkur vantaði tæpt eitt prósent atkvæða í viðbót síðast til að ná hreinum meirihluta og stefnum á að ná honum núna“, segir Elliði. Elliði Vignisson D-lista: Einn flokk til ábyrgðar Lúðvík Bergvinsson alþingismaður fer fyrir Vest- mannaeyjalistanum en hann var líka í efsta sætinu 2002. V-listinn komst í meirihluta 2003 þegar upp úr samstarfi D- og B-lista slitnaði og hefur verið í meirihluta síðan, síðustu misserin með D-lista. „Þrátt fyrir ólgu í bæjarstjórn á kjörtímabilinu hefur þetta verið vinnusamt tímabil sem hefur skilað bæjarfélaginu fram á við á flestum sviðum“, segir Lúðvík. Hann segir algjöran viðsnúning hafa orðið í fjármálum bæjarins, sem hafi verið rjúkandi rúst þegar V-listinn komst í meirihluta. „Við höfum þurft að taka erfiðar og oft óvinsælar ákvarðanir en við erum farin að sjá til sólar”. V-listinn leggur áherslu á samgöngu- og atvinnumál og uppbygg- ingu við höfnina. Lúðvík segir mikil sóknarfæri í atvinnumálum, ekki síst í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Hann segir V-listann taka úrslitum kosninganna hver sem þau verða. „En eigum við ekki að segja að bænum sé best borgið ef við fáum meirihluta“, segir Lúðvík. Lúðvík Bergvinsson V-lista: Umskipti orðið í fjármálum Vestmannaeyjar fengu formleg kaupstaðar- réttindi árið 1918 og var fyrsti bæjarstjórnar- fundur haldinn í febrúar 1919. Þá bjuggu um tvö þúsund manns í Eyjum og fór mjög fjölg- andi eins og sést á því að um 1930 var íbúa- fjöldinn komin í tæplega 3.400 manns. Mest- ur varð hann 1972 er liðlega 5.300 manns bjuggu í Eyjum. Þann 1. desember á síðasta ári bjuggu þar 4.275 manns samkvæmt tölum Hagstofunnar. ÚRSLIT KOSNINGANNA 2002: Fjöldi íbúa á kjörskrá: 3.100 Fjöldi greiddra atkvæða: 2.802 (90,3%) Listi Framsóknarflokksins og óháðra (B) 431 atkvæði - 1 fulltrúi Listi Sjálfstæðisflokksins (D) 1.266 atkvæði - 3 fulltrúar Vestmannaeyjalistinn (V) 1.006 atkvæði - 3 fulltrúar Meirihlutasamstarf 2002-2006 hefur verið með öllum listum á víxl. Fyrst voru D- og B-listi í samstarfi, síðan B- og V-listi og loks D- og V-listi. Bæjarfulltrúi B-lista: Andrés Sigmundsson Bæjarfulltrúar D-lista: Guðjón Hjörleifsson Arnar Sigurmundsson Selma Ragnarsdóttir Bæjarfulltrúar V-lista: Lúðvík Bergvinsson Guðrún Erlingsdóttir Stefán Óskar Jónasson KOSNINGAR 2006: Efstu menn D-lista, Sjálfstæðisflokks: 1. Elliði Vignisson framhaldsskólakennari 2. Páley Borgþórsdóttir lögfræðingur 3. Páll Marvin Jónsson sjávarlíffræðingur 4. Gunnlaugur Grettisson skrifstofustjóri Efstu menn F-lista, frjálslyndra og óháðra 1. Arnar G. Hjaltalín, formaður Drífanda 2. Hanna B. Jóhannsdóttir stuðningsfullt. 3. Sara Hamilton grunnskólakennari 4. Georg Arnarson sjómaður Efstu menn á V-lisa, Vestmanneyjalist.: 1. Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi og alþingismaður 2. Hjörtur Kristjánsson læknir 3. Kristín Jóhannsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi 4. Páll Scheving framkvæmdarstjóri VESTMANNAEYJABÆR Frambjóðendur í Vestmannaeyjum takast á við óróa á kjörtímabilinu: Þurfa að ná trausti kjósenda VESTMANNAEYJAR Mikill órói hefur verið í bæjarstjórn Vestmannaeyja á kjörtímabil- inu. Þrír listar eru í framboði og hugsanlega getur F-listi ráðið hverjir stjórna í Eyjum. Vestmannaeyjar SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 ÍTALÍA Flóð og þurrkar við Miðjarð- arhafið, meiri snjór í austanverðri Evrópu og mun breytilegra veður- far í Norður-Ameríku en verið hefur er meðal þess sem ítalskir vísinda- menn hafa reiknað út að verði raun- in næstu áratugina eða svo. Byggja þeir á upplýsingum frá hundruðum reiknilíkana um þróun veðurfars á jörðu fram á næstu öld og er spáin svartsýn enda verða allar breytingar á veðri og vindum mun örari en nú. Mestar verða breytingarnar við Miðjarðarhafið og í norðaustur- hluta Evrópu. Mun minna mun rigna við Miðjarðarhafið í náinni framtíð samkvæmt spám Ítalanna sem aftur eykur líkurnar á langvarandi þurrk- um og flóð verða algengari þess á milli. Mun meiri snjór mun falla í Norður- og Norðaustur-Evrópu og margar og tíðar breytingar verða á stórum hluta Bandaríkjanna og Kanada gangi spárnar eftir. Í heild- ina telja vísindamennirnir að meiri öfgar færist í veðurfar víða um jörð sem geri öllu verra en nú er að spá fyrir um veðrið. - aöe MEIRI SNJÓR Norðurlandabúar mega búast við almennt meiri snjókomu upp úr miðri öld samkvæmt nýjum spám vísindamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nýjar kenningar um þróun veðurfars í framtíðinni: Spá meiri öfgum í veðurfari VEISTU SVARIÐ 1 Hver sigraði í Formúlu 1 keppninni í kappakstri um helgina? 2 Hvað heitir forseti Ítalíu? 3 Hvað heitir yngsti leikmaðurinn í enska landsliðshópnum í fótbolta? SVÖRIN ERU Á S. 38 DÓMSMÁL Sveitarfélagið Ölfus var fyrir héraðsdómi dæmt til að greiða fyrrverandi forstöðumanni Egilsbúðar og bókasafni Þorláks- hafnar rúmar tvær milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Voru rök sveitarfélagsins þau að uppsögn mannsins hefði verið liður í endurskipulagningu og breytingum á rekstri og staðsetn- ingu umrædds bókasafns en dóm- ari taldi að bæjarráð hefði átt að standa að uppsögn mannsins en ekki bæjarstjórinn eins og raunin varð. Voru manninum því dæmdar bætur að upphæð 2,2 milljónir en hann fór upphaflega fram á bætur upp á 6,7 milljónir. - aöe Sveitarfélagið Ölfus: Bætur vegna uppsagnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.