Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 9. maí 2006
BRUNAVARNIR „Í ljósi brunans að
Mýrum gerðum við okkur ljóst að
við þurfum að vinna hættumat fyrir
hvert og eitt einasta þeirra stóru
sumarhúsasvæða á landinu enda er
gríðarleg hætta á ferð ef slíkur
bruni verður í nágrenni slíkra
staða,“ segir Björn Karlsson bruna-
málastjóri.
Þrátt fyrir að umfang sinubrun-
ans á Mýrum fyrr í vor hafi verið
með eindæmum hér á landi hafa
slökkviliðsmenn og fleiri lýst yfir
áhyggjum ef svipaður bruni yrði
nálægt fjölmennum sumarhúsa-
svæðum á borð við þær í Skorradal,
Grímsnesi eða á Flúðum. Hefur
Brunamálastofnun þegar fundað
vegna málsins og fyrirhugað er að
útbúa sérstakt hættumat fyrir hvert
og eitt svæði. „Bruninn á Mýrum
kom okkur öllum í opna skjöldu og
það var margt sem við lærðum þar,”
segir Björn. „Þó aldrei hafi annar
eins bruni komið upp áður verðum
við að gera ráð fyrir að svo geti
orðið og það nálægt byggðum. Þess
vegna hefjum við þetta starf, til að
vera eins vel undirbúnir og hægt er
þegar og ef slíkt gerist aftur, og
tökum meðal annars sérstaklega á
vinsælum sumarhúsasvæðum.“
- aöe
BRUNINN AÐ MÝRUM Stærð og umfang sinubrunans að Mýrum fyrr í vor kom slökkviliðs-
mönnum í opna skjöldu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Brýnt að endurskoða slökkvistarf á mörgum svæðum eftir brunann að Mýrum:
Sumarhúsasvæði í hættumat
Sýknaður vegna ölvunaraksturs
Karlmaður var sýknaður af ákæru um ölv-
unarakstur fyrir Héraðsdómi Suðurlands
þar sem engin óyggjandi gögn er sönnuðu
sekt mannsins komu fram fyrir rétti. Er um
áfellisdóm yfir lögreglu að ræða enda var
rannsókn ábótavant að mati dómara.
DÓMSMÁL
Máttu selja bílskúr Eigendum
bílskúrs að Kambaseli í Reykjavík var
heimilt að selja bílskúr sinn er tilheyrði
eign þeirra til annarra en íbúa húsfé-
lagsins samkvæmt dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur. Var það mat dómsins að
aðrir íbúar hefðu ekki átt forkaupsrétt á
eigninni.
DÓMSMÁL Flutningafyrirtækið
Flytjandi var í gær dæmt til
greiðslu 3,4 milljóna króna í skaða-
bætur til handa karlmanni sem
varð fyrir vinnuslysi við störf og
hlaut varanlega örorku af.
Átti slysið sér stað fyrir ára-
mótin 1999 þegar viðkomandi ók
lítilli rafknúinni trillu á lóð fyrir-
tækisins. Rann hún til vegna ísing-
ar og bleytu og slasaðist maðurinn
við. Reyndist trillan biluð við skoð-
un Vinnueftirlitsins auk þess sem
maðurinn var aðeins sextán ára
gamall þegar slysið varð og hafði
því engin réttindi á tækið. - aöe
Fékk bætur vegna vinnuslyss:
Vinnuveitandi
bar ábyrgð
MATVÆLAEFTIRLIT Alls fimm sýni af
77 alls stóðust ekki viðmiðunar-
reglur Umhverfisstofnunar um
örverur í unnun kjötvörum sam-
kvæmt eftirlitsverkefni stofnun-
arinnar og heilbrigðiseftirlits
sveitarfélaga.
Eru það um sex prósent allra
sýna en niðurstöðurnar eru talsvert
betri en fyrir tveimur árum þegar
sams konar athugun fór fram. Þá
reyndust þrettán prósent alls kjöt-
áleggs yfir leyfilegum mörkum en
aðeins 4,5 prósent nú. - aöe
KJÖTSKROKKAR Ýmsar kjötvörur eru afar
viðkvæmar og mengast auðveldlega.
Mikilvægt er að hafa góða kælingu á
slíkum vörum.
Örverur í kjötvörum:
Sex prósent
sýna jákvæð
Stjórnarskráin 10 ára Þess var
minnst í Suður-Afríku í gær að rétt tíu
ár eru liðin síðan fyrsta stjórnarskrá
landsins eftir afnám aðskilnaðarstefn-
unnar gekk í gildi. Thabo Mbeki forseti,
fyrirrennari hans Nelson Mandela, Des-
mond Tutu biskup og fleiri tignargestir
tóku þátt í hátíðardagskrá af þessu
tilefni í Höfðaborg.
SUÐUR-AFRÍKA
NÁM
AR
GU
S
/ 0
6-
02
66
SAMHLIÐA STARFI
Umsóknarfrestur er til 10. maí!
Nánari upplýsingar á
www.endurmenntun.is og í síma 525-4444