Fréttablaðið - 09.05.2006, Side 16
9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR16
Ákæruvaldið gerir kröfu
um að Jónas Garðarsson
verði dæmdur í þriggja ára
óskilorðsbundið fangelsi
fyrir manndráp af gáleysi,
vegna sjóslyss á Viðeyjar-
sundi sem varð í september
í fyrra.
Jónas Garðarsson, formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, neitaði
því staðfastlega að hafa stýrt
skemmtibátnum Hörpu þegar hann
steytti á Skarfaskeri í september í
fyrra með þeim afleiðingum að
Friðrik Á. Hermannsson og Matt-
hildur V. Harðardóttir létu lífið.
Aðalmeðferð málsins lauk í gær en
Jónas er ákærður fyrir manndráp
af gáleysi og brot á siglingalögum.
Hann viðurkenndi að hafa drukkið
rauðvín og gin meðan á siglingunni
stóð en rúmlega eitt prómill af
áfengi mældist í Jónasi tæplega
tveimur og hálfum tíma eftir að
slysið varð.
Fyrir dómi sagðist Jónas hafa
„orðið við beiðni Friðriks um að
leyfa Matthildi að stýra bátnum“,
en framan af ferðinni hafði Jónas
verið við stjórnvölinn. Hann var
eigandi bátsins og eini maðurinn
um borð sem var með réttindi til
þess að stýra bátnum.
Rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík komst að þeirri niður-
stöðu að Jónas hefði verið við stýri
bátsins þegar hann steytti á Skarfa-
skeri. Áverkar sem hann hlaut á
læri og úlnliðum þóttu benda til
þess að hann hefði stýrt bátnum,
auk þess sem skemmdir á innrétt-
ingum við stýrið þóttu styðja þá
kenningu lögreglu.
Matthildur slapp ómeidd úr
árekstrinum og sagði réttarmeina-
fræðingur fyrir dómi að afar „ólík-
legt væri að hún hefði sloppið svo
vel ef hún hefði verið við stýrið
þegar slysið varð“. Hún drukknaði
þegar báturinn sökk skömmu eftir
áreksturinn.
Dómarar sögðu túlk finnska
réttarmeinafræðingsins ekki
hæfan til starfans vegna tengsla
sinna við Jónas, en í upphafi átti
Borgþór Kjærnested að starfa sem
túlkur, en hann var fyrir nokkrum
árum náinn samstarfsmaður Jónas-
ar.
Við skýrslutöku hjá lögreglu,
sem spiluð var í dómssal í gær,
sagðist ellefu ára gamall sonur
Jónasar ekki hafa vitað hver hefði
verið við stýrið þegar báturinn
steytti á skerinu þar sem hann var
sofandi niðri í bátnum þegar slysið
varð. Hann sagði pabba sinn hafa
verið við stýrið eftir áreksturinn
og framan af bátsferðinni en hann
gat ekki greint frá því hver hefði
stýrt bátnum þegar hann steytti á
skerinu. Hann greindi lögreglu-
mönnum frá því að pabbi sinn væri
„alltaf við stýrið í bátsferðum á
skemmtibátnum“.
Kröfurnar í málinu nema sam-
tals tæplega þrjátíu milljónum
króna. Tveir synir Matthildar fara
fram á tíu milljónir króna í bætur
auk einnar milljónar í útfarar-
kostnað. Hæstu kröfuna um bætur
gerir sonur Friðriks en hún nemur
rúmlega tólf milljónum króna.
Réttu tækin í þrifin
Nilfisk-ALTO háþrýsti-
dælur á tilboðsverði
Nilfisk-ALTO C 100
Þrýstingur: 100 bör
Vatnsmagn: 440 l/klst.
6.888 kr.
Nilfisk-ALTO P 150 X-TRA
Þrýstingur: 150 bör
Vatnsmagn: 610 l/klst.
48.888 kr.
Vortilboð RVNilfisk-ALTO háþrýstidælur
R
V
62
06
B
Bjarnþór Þorláksson
bílstjóri RV
Tilboðið gildir út maí 2006
eða meðan birgðir endast.
BÁTURINN HÍFÐUR UPP Skemmtibáturinn
Harpa fórst á Viðeyjarsundi úti fyrir Reykja-
vík í fyrra. Hann var 9,9 metra langur af
gerðinni Silksö, smíðaður í Noregi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ TEITUR
TÍMAÁS ATBURÐA FRÁ ÁREKSTRI TIL BJÖRGUNAR Á SLYSSTAÐ
■ 01.38 Skemmtibáturinn Harpa steytir á
Skarfaskeri. Friðrik lætur lífið á innan við mín-
útu vegna alvarlegra brjóstholsáverka sam-
kvæmt skýrslu réttarmeinafræðings. Jónas tví-
lærbrotnar og kona hans slasast mikið, brýtur
tíu rif og lunga fellur saman.
■ 01.49 Matthildur hringir í neyðarlínuna.
Getur ekki upplýst um hvar slysstaðurinn er.
Eiginkona Jónasar ræðir einnig við starfsmann
neyðarlínunnar. Erfiðlega gengur að fá staðfest
hvar slysið varð. Í kjölfarið fylgja fjögur sím-
töl frá eiginkonu Jónasar þar sem hún ítrekar
beiðni um hjálp og leggur áherslu á að bátur-
inn sé að sökkva.
■ 01.54 Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra
fær boð um slysið en á þessum tíma liggur
ekki fyrir hversu alvarlegt það er.
■ 01.58 Skemmtibátnum er siglt af skerinu
á fjögurra til sjö mílna hraða. Jónas stýrir þá
bátnum.
■ 02.04 Sent er út neyðarútkall til björgunar-
sveita. SMS-skilaboð með orðunum „bátur á
reki, grunur um ölvun“ sent til björgunarsveit-
ar- og lögreglumanna.
■ 02.05 Jónas Garðarsson hringir og ítrekar
beiðni um hjálp.
■ 02.06 Skemmtibáturinn veltur. Eiginkona
Jónasar hringir og segir að „tvö séu dáin“, og
á þar við Friðrik og Matthildi. Þetta var sjötta
símtalið til neyðarlínunnar. Matthildur, sem
slapp nánast ómeidd úr árekstrinum, drukknar
þegar bátnum hvolfir. Fjórum sinnum í viðbót
er hringt í neyðarlínuna og beiðni um aðstoð
er ítrekuð.
■ 02.10 Björgunarbáturinn Gróa Pétursdóttir
kemur á slysstað.
■ 02.23 Báturinn á hvolfi. Jónas er hálfur ofan
í sjónum en eiginkona hans og sonur komust
á kjöl. Jónas heldur í hönd konu sinnar meðan
þau bíða hjálpar.
■ 02.24 Björgunarskipið Ásgrímur Björnsson
kemur á slysstað.
■ 02.35 Lögregla og slökkvilið kölluð til. Lög-
reglumenn fara á slysstað. Ekki hafa enn borist
upplýsingar frá fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglu-
stjóra til lögreglunnar í Reykavík um hversu
alvarlegt slysið er. Lögreglumenn hefja strax
aðgerðir sem miða að því að velta bátnum við,
til þess að komast að Friðriki og Matthildi sem
eru inni í bátnum. Það tekst í tvígang en bátur-
inn snýst jafnóðum við aftur.
■ 02.42 Lögreglan kallar til þyrlu Landhelgis-
gæslunnar.
■ 03.11 Jónasi, eiginkonu hans og syni er bjarg-
að.
■ 03.28 Báturinn sekkur.
JÓNAS GARÐARSSON
Jónas sést hér horfa inn í
bát sem er sambærilegur
þeim er fórst á Viðeyj-
arsundi. Báturinn var
skoðaður gaumgæfilega í
gær í tengslum við málið.
fréttir og fróðleikur
Neitar staðfastlega að
hafa verið við stýrið
VETTVANGSFERÐ VIÐ AÐALMEÐFERÐ Sækjandi, verjandi og dómarar ásamt ákærða, Jónasi
Garðarssyni, fóru niður í smábátahöfn Snarfara í gær og skoðuðu bát sem er sambærilegur
við skemmtibátinn Hörpu sem fórst á Viðeyjarsundi í september í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Evran, sameiginlega Evrópumyntin, er nú mjög
til umræðu á Íslandi í tilefni af þeim hremm-
ingum sem gengissveiflur krónunnar valda
íslensku efnahagslífi.
Hvernig kom myntbandalagið til? Árið 1988
hóf störf sérskipuð nefnd, sem leiðtogar aðild-
arríkja ESB fólu það hlutverk að vinna skýrslu
um það hvernig mögulegt væri að koma í
framkvæmd efnahags- og myntbandalagi með
sameiginlegri mynt.
Hver voru aðildarskilyrðin? Til að skapa for-
sendur fyrir sameiginlegri peningamálastefnu
fyrir allt tilvonandi evrusvæðivoru ákveðin
nokkur grunnskilyrði sem þau lönd þyrftu að
uppfylla sem vildu gerast aðilar (síðar kölluð
„Maastricht-skilyrðin“):
a) Verðbólga má ekki vera meira en 1,5 pró-
sentustigum hærri en meðaltal í þeim þremur
aðildarlöndum þar sem verðbólgan
er lægst. b) Skuldir ríkissjóðs mega
ekki vera meiri en sem nemur 60
prósentum af vergri landsfram-
leiðslu. c) Fjárlagahalli má ekki
verða meiri en 3% af vergri lands-
framleiðslu. d) Gengi gjaldmiðils
viðkomandi lands verður að hafa
haldist stöðugt síðustu tvö árin fyrir
inngöngu í EMU.
Stöðugleikasáttmálinn svokallaði, sem bætt
var við árið 1997, hafði að markmiði að skjóta
frekari stoðum undir þessi skilyrði.
Hvenær komst EMU til framkvæmda?
Þriðji og síðasti áfangi EMU kom til fram-
kvæmda árið 1999. Þá var gengi gjaldmiðla
ESB-ríkjanna 11, sem þá uppfylltu Maastricht-
skilyrðin og sóttust eftir þátttöku, bundinn
föstu, óafturkræfu gengi við evruna. Evran var
tekin upp sem rafrænn gjaldmiðill
og Seðlabanki Evrópu (ECB) tók
til starfa. Í samráði við seðlabanka
aðildarríkjanna tekur Seðlabanki
Evrópu ákvarðanir um stýrivexti
á evru-svæðinu, með verðbólgu-
markmið í fyrirrúmi. Í ársbyrjun
2002 voru evru-seðlar og -mynt
sett í umferð í aðildarlöndum
EMU, sem þá voru orðin 12. Íbúar
þeirra eru um 300 milljónir. Þrjú ESB-lönd
standa eftir sem áður utan EMU, hvert á sínum
forsendum, en þau eru Bretland, Danmörk og
Svíþjóð. Ríkin tíu sem gengu í ESB árið 2004
eru öll skuldbundin til að taka upp evruna
þegar þau hafa uppfyllt skilyrðin.
Heimild: Auðunn Arnórsson o.fl.: Ísland og
Evrópusambandið: EES, ESB-aðild eða „svissnesk
lausn“? Reykjavík 2003.
FBL-GREINING: EFNAHAGS- OG MYNTBANDALAG EVRÓPU
Mynt 300 milljóna Evrópubúa
FRÉTTASKÝRING
MAGNÚS HALLDÓRSSON
ritstjorn@frettabladid.is
Svona erum við
> Fjöldi brautskráðra stúdenta
2.
19
5
2.
52
7
2.
51
5
2002
2003
2004
Heimild Hagstofa Íslands