Fréttablaðið - 09.05.2006, Side 46
9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR30
Kirrily Johnston sýndi vetrarlínu
sína fyrir komandi vetur er tísku-
vikan í Ástralíu var haldin nú á dög-
unum. Hún er ekki heimsþekktur
hönnuður en Áströlum þykir hún
einn flottasti hönnuður landsins og
á hún það fyllilega skilið. Margir
féllu fyrir vorlínu hennar árið 2004
og þar á meðal útsendarar frá Harp-
ers Bazaar og Marie Claire.
Kirrily lærði fatahönnun í Mel-
bourne Institute of Textiles og hóf
feril sinn í bransanum árið 1999.
Markmið hennar er að blanda glæsi-
leika við frumlegheit og leggur hún
mikla áherslu á góðan frágang á
vörunum auk þess sem hún notar
fín og vönduð efni.
Vetrarlína hennar að þessu sinni
einkenndist af áhrifum frá sjöunda
áratugnum í bland við nútímalegar
og töffaralegar rykkingar og fell-
ingar. Efnin voru afar elegant og
litasinfónían samanstóð aðallega af
gráum, appelsínugulum, kóngablá-
um, svörtum og hvítum lit. Allar
voru fyrirsæturnar með afar töff
hárgreiðslu sem setti skemmtileg-
an svip á heildarmyndina og fékk
Kirrily mjög góð viðbrögð við
þessari nýju línu.
hilda@frettabladid.is
Ástralskur töffaraskapur
Stjarnan úr þáttaröðinni Lost,
Matthew Fox hefur vanrækt
skyldur sínar sem faðir síðan hann
tók við hlutverki Jacks Shepherd í
þessum ofurvinsælu sjónvarps-
þáttum sem sýndir eru í Ríkissjón-
varpinu. Fox hefur tekið veislu-
höld með samleikurum sínum
fram yfir foreldrahlutverkið en
hann á fjögurra ára strák og átta
ára stelpu. Hann segist í samtali
við blaðið Now vera meðvitaður
um vandamálið og ætla að fara að
taka sig á í þessum efnum. ■
Lélegur faðir
MATTHEW FOX Hefur ekki staðið sig í
pabbahlutverkinu frá því hann hóf að leika
í Lost-þáttunum.
EUROVISION 2006 GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM SILVÍU OG KEPPINAUTANA
Rétt eins og Silvía hafi fengið ráð frá Lauper og Björk
Lagið hennar Silvíu Nætur hljómar líkt og í
ketti, væru lappirnar sagaðar af honum af
dönsku hljómsveitinni Aqua. Gæti unnið Eur-
ovision sitji Evrópubúar heyrnardaufir yfir
keppninni. Þetta má lesa á breska vefmiðlin-
um Guardian unlimited.
„Ímyndið ykkur Cyndi Lauper og Björk að
leiðbeina hvor annarri um fatastíl, í myrkri,“
en þannig er útlit Silvíu að mati blaðamanns
Guardian. Silvía sér fram á harða keppni frá
öðrum kvenflytjendum, þá sérstaklega frá
hinni yndislegu Severinu, sem lítur út fyrir
að hafa fengið allt það botox sem til var í
Króatíu í andlitið.
Silvía er á heimleið. Stefnt var að heim-
komu hennar í dag. Lítið hefur heyrst af ferð-
um söngkonunnar víðfrægu, utan þess er hún
spókaði sig á Strikinu í Kaupmannahöfn. Sam-
kvæmt heimildum gekk gríðarlega vel í
Eistlandi. Hún kom fram í sjónvarpi
og útvarpi í Finnlandi, Lettlandi og
Litháen. Hún hitti Fabrizio Fani-
ello, maltneska keppandann og
úthúðaði Silvía honum fyrir að koma
fram fáklæddur á bar samkynhneigðra í
leit að stigum í keppninni.
Staðan í veðmálspotti ESCtoday.
com breytist. Ísland fellur um tvö
sæti, úr því áttunda í tíunda. Kate
Ryan, sú belgíska, vermir enn toppinn
og Carola heldur fast í annað sætið.
Rússland og Bosnía-Hersegóvína
svissa um sætum, en Makedónía tekur
stökk úr tíunda í sjötta sætið. Slóvenar
eru nýir inni á topptíu listanum, en
finnska hljómsveitin Lordi, skrýmslin
flottu, detta af topp tíu. Væru þetta
úrslitin nægir það okkur áfram í
aðalkeppnina, en Finnarnir sitja
eftir. Þeir eru vanir því.
Finnska ríkissjónvarpið YLE
hitaði upp fyrir Eurovision um
síðustu helgi og var kosið á
milli framlaganna. Lag Lordi
sem kallast Hard rock hall-
elujah það besta. Lagið La
dolce vita, sem Anneli Saar-
isto söng árið 1989, lenti í
öðru sæti og lagið Eläköön
elämä sem var í keppninni
árið 1985 varð í þriðja sæti.
Skrýmslin fengu tæplega 42
prósent atkvæða í fyrsta
sætið.