Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 24
9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR4
Ólafur Þór Gunnlaugsson hefur
rekið sundskólann Svamla síð-
an 1985 og er með sundnám-
skeið fyrir börn í Grafarvogs-
sundlaug.
Í sundskólanum Svamla er boðið
upp á ungbarnasundnámskeið en
Ólafur er einn af þeim fyrstu sem
kenndu ungbarnasund hér á landi.
„Ég fór að kenna ungbarnasund
árið 1990, fimm árum eftir að ég
byrjaði með skólann,“ segir hann.
Á ungbarnasundnámskeiðun-
um taka foreldrarnir virkan þátt í
kennslunni og fimmtán börn
komast að á hvert námskeið.
„Stundum detta einhver út og þá
tek ég önnur inn í staðinn,“ segir
Ólafur.
Í sundskólanum er einnig boðið
upp á svokölluð kútanámskeið,
sem eru sundnámskeið fyrir
þriggja til sex ára börn. „Á þess-
um námskeiðum er meiri sund-
kennsla og um leið er þetta ofsa-
leg styrking fyrir börnin. Ég læt
þau sparka með fótunum, bæði á
bakinu og maganum, og kenni
þeim hringhreyfingar handa og
fóta. Börnin synda tvö til þrjú-
hundruð metra í hverjum tíma og
eru rosalega dugleg. Eftir tólf
tíma eru þau yfirleitt öll laus við
kútana,“ segir Ólafur.
Á kútanámskeiðunum eru einn-
ig fimmtán börn á hverju nám-
skeiði og foreldrarnir eru með
þeim í lauginni eins og í ung-
barnasundinu. „Foreldrarnir
verða að vera með því það er einn
kennari með fimmtán börn og
stundum tekur tíma að fara á milli
þeirra til þess að hjálpa þeim.“
Ólafur segir að börn hafi mjög
gott af því að fara á sundnámskeið
áður en þau byrji í skóla og því
yngri sem þau séu, þeim mun
auðveldara eigi þau með að læra
að synda. „Ég finn mikinn mun á
því hvort börnin byrja þriggja
eða sex ára því þessi þriggja ára
eru miklu djarfari og fljótari að
taka af sér kútana á meðan þessi
sex ára eru orðin varkárari og
stundum svolítið hrædd við
vatnið.“
Kennir börnum að synda
Ólafur er með sundnámskeið fyrir börn í
Grafarvogssundlaug.
Stundum er gott að hafa eitthvað til að
halda sér í.
Margt sniðugt má gera í sundlauginni.
Gleðin er einlæg á sundnámskeiðunum.
Ólafur kennir börnunum hringhreyfingar
handa og fóta í vatninu.
Ólafur segir að því yngri sem börnin eru, þeim mun auðveldara eigi þau með að læra að synda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ný námskeið
hefjast 16. maí!
Heildrænt hug- og
heilsuræktarkerfi . Markviss
uppbygging og styrking fyrir
líkamann. Sérstök áhersla lögð
á miðjuna – kvið og bak.
Vertu velkomin
í okkar hóp!
Hafðu samband!
Skráning hafi n
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
RopeYoga
Næstu námskeið hjá Maður lifandi
09. maí 2006
Kennsla í notkun jurta og fæði við gigt
– Kolbrún Björnsdóttir
10. maí 2006
Heilbrigði og hamingja – Benedikta Jónsdóttir.
16. maí 2006
Lifandi fæði – skapandi líf – Ásta Arnardóttir
23. maí 2006
Hveitigrassafinn – Kraftaverk jarðar!
– Ásta Arnardóttir
����������� ����������� �����������
���������� ���������� ����������
������������������
������������������� ���������������
����������������������
������������������������������� ������
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI