Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 49
Dagblað á Nýja-Sjálandi telur
líkur á því að Keith Richards, gít-
arleikari The Rolling Stones, hafi
fengið væga blæðingu í heilann
eftir að hann féll niður úr pálma-
tré á Fiji-eyjum fyrir tæpum
tveimur vikum.
Flogið var með Richards, sem
er 62 ára, á sjúkrahús á Nýja-Sjá-
landi til að kanna ástand hans. Að
sögn blaðsins óttuðust læknar um
líf hans um tíma og því virðist sem
meiðsli hans hafi verið mun alvar-
legri en talið var í fyrstu, þegar
aðeins var haldið að hann hefði
fengið heilahristing.
Orðrómur er uppi um að
Richards sé enn á Nýja-Sjálandi
og sé að jafna sig eftir aðgerð.
Umboðsmenn The Rolling
Stones höfðu áður neitað því að
Richards hefði fengið heilablæð-
ingu og segja að hann muni fara
ítónleikaferð með sveitinni um
Evrópu en hún hefst á Spáni eftir
tvær vikur.
Áverkar Richards
sagðir alvarlegir
THE ROLLING STONES Gítarleikari The Rolling Stones er á batavegi eftir að hafa fallið niður
úr pálmatré. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Bítillinn Paul McCartney og kona
hans Heather Mills hafa skilið að
skiptum. Parið, sem kynntist á
góðgerðarkvöldverði árið 1999,
giftu sig árið 2002 og eiga saman
tveggja ára dóttur Beatrice. Í
sambandi þeirra hafa skipst á skin
og skúrir og byrjaði hjónaband
þeirra á því að daginn fyrir brúð-
kaupið kastaði Sir Paul hringun-
um út um gluggann á hóteli sem
þau voru á eftir rifrildi.
Samkvæmt heimildum frá
News of the World og The People
eru þau flutt í sundur og ætla að
taka sér smá hvíld frá samskipt-
unum.
Mills, sem er fyrrverandi fyrir-
sæta, vill ekki tjá sig um málið og
segir hún þau búa hvort á sínum
staðnum vegna þess að hún vilji
ekki láta ljósmyndara mynda sig í
hjólastólnum, en eins og margir
vita missti Mills annan fótinn í
slysi. Ákveði hjónin að skilja gæti
þetta orðið dýrasti skilnaður sög-
unnar vegna þess að McCartney
skrifaði ekki upp á neinn hjúskap-
arsáttmála til að vernda fjármuni
sína.
McCartney og
Heather skilin?
PAUL OG HEATHER Hjónabandið er á
brauðfótum eftir heiftarlegt rifrildi sem
endaði með ósköpum.
FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES
Knattspyrnukappinn David Beck-
ham ætlar að auglýsa mjólk í Banda-
ríkjunum Þessi fyrirliði enska land-
liðsins í knattspyrnu lánar andlit
sitt í frægu auglýsingarherferðina
„Got Milk?“. Talsmenn fyrirtækis-
ins segja að þeir hefðu ekki getað
fengið betri mann til að auglýsa
þennan kalkríka drykk og segja að
þetta sé líka gott fyrir Beckham þar
sem hann er að koma á fót fótbolta-
skóla í Bandaríkjunum. Fyrirrenn-
arar Beckhams í auglýsingunum er
ekki af verri endanum en það eru
tildæmis Madonna, Naomi Campell
og Muhammed Ali.
David Beckham hefur lýst því
yfir að hann hyggist ljúka ferlinum
í Bandaríkjunum eftir að hafa spil-
að með bæði Manchester United og
Real Madrid. Kappinn er enda með
eindæmum vinsæll.
Beckham auglýsir
bandaríska mjólk
DAVID BECKHAM Ætlar að auglýsa mjólk
í Bandaríkjunum en kappinn hyggst ljúka
knattspyrnuferlinum þar í landi þegar fram
líða stundir. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES
Aðeins voru um eitt þúsund miðar
eftir um miðjan daginn í gær á
þriggja tíma afmælistónleika
Bubba Morthens í Laugardalshöll-
inni þann sjötta júní.
Gríðarleg eftirspurn hefur
verið eftir miðunum. Um 2.200
miðar seldust í forsölu á laugar-
dag en ákveðið var að halda eftir
miðum í stúku fyrir þá sem kom-
ust ekki á laugardag þegar netsal-
an hófst í gærmorgun. Miðar í
stúku seldust hins vegar upp á
netinu á hálftíma. Í heild eru rúm-
lega fimm þúsund miðar í boði á
tónleikana.
Á afmælistónleikunum mun
Bubbi flytja tónlist frá öllum
sínum ferli og fá til liðs við sig
þær hljómsveitir sem hann hefur
spilað með í gegnum tíðina. Má
þar nefna Egó, Utangarðsmenn,
Das Kapital og GCD. Einnig mun
hann koma fram einn með gítarinn
og flytja bæði ný og gömul lög.
Bubbi sagðist í spjalli við Frétta-
blaðið á dögunum hlakka mikið til
tónleikanna. Upphaflega ætlaði
hann ekki að vera á landinu á fimm-
tugsafmælinu en ákvað að láta til
leiðast þegar hugmyndin um þessa
stórtónleika kom upp.
Miðar á tónleikana eru seldir í
verslunum Og Vodafone og á www.
ogvodafone.is. Þrátt fyrir góða
sölu hefur enn sem komið er ekk-
ert verið rætt um að haldnir verði
aukatónleikar í Höllinni.
Miðarnir á Bubba rjúka út
BUBBI MORTHENS Rokkkóngurinn Bubbi Morthens heldur afmælistónleika í Höllinni 6.
júní. Hér sést hann taka lagið ásamt Bjarna Ármannssyni og Árna Pétri Jónssyni, forstjórum
Glitnis og OgVodafone. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hljómsveitin Mammút er á leið til
Þýskalands á næstu dögum til að
hita upp fyrir belgísku hljómsveit-
ina dEUS.
Tónleikarnir fara fram á föstu-
daginn á hinum glæsilega hljóm-
leikastað Werk2 í Leipzig. dEUS
bauð Mammút að koma og spila
með þeim aftur eftir vel heppnaða
tónleika á Nasa í apríl. Tónleikarnir
í Þýskalandi verða jafnframt loka-
tónleikar dEUS í heimsreisu hljóm-
sveitarinnar sem er að kynna sína
nýjustu plötu, Pocket Revolution.
Mammút gaf nýverið út sína
fyrstu plötu hjá Smekkleysu og
hefur hún fengið mjög góðar við-
tökur.
Á leið til
Þýskalands
MAMMÚT Hljómsveitin Mammút mun hita
upp fyrir dEUS í Þýskalandi á föstudaginn.