Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 09.05.2006, Qupperneq 26
[ ] Undanfarin misseri hafa bolir með hvers kyns myndum, áletrunum og skilaboðum verið vinsælir. Í sumar verður hið sama upp á teningnum og því um að gera að fjár- festa í skemmtileg- um stutt- ermabol. Íslenskir hönnuðir sækja á þennan markað og í verslunum á borð við Ósóma og Nakta apanum má finna skemmti- lega og alíslenska hönnun í þessum dúr. Aðrar verslanir blanda saman því erlenda og innlenda, til dæmis Dogma. Hér gefur að líta nokkra skemmti- lega og frumlega boli. Stuttermabolir með skilaboð Töff og skemmtilegir fyrir sumarið. ÞEIR SEM ERU FLINKIR Í HÖND- UM GÆTU SEST VIÐ SAUMA Á NÆSTUNNI OG ÚTBÚIÐ FALLEGA BRÓDERAÐA STELPNAKJÓLA SEM VIRÐAST ÆTLA AÐ VERÐA VINSÆLIR Í ÁR EF MARKA MÁ TÍSKUSÝNINGAR UNDANFARIÐ. Þegar vor- og sumartískan var kynnt á tískupöllunum út í heimi síðastliðið haust bar nokkuð á sakleysislegum hvítum blúndukjólum sem minntu einna helst á stækkaða telpnakjóla. Slíkir kjólar verða eflaust áberandi í sumar með skemmtilegum útsaumi, blúndubróderíi og borðum. Þeir sem eru flinkir við saumaskapinn gætu jafnvel saumað sér slíka kjóla og leitað hugmynda í gömlum handa- vinnubókum. Þessi skemmtilegi kjóll frá Chloé er hvítur og stelpulegur og ákaflega sum- arlegur. Hvítu blúndurnar eru á sínum stað og í hönnuninni gætir áhrifa frá sjötta og sjöunda áratugnum. Gæti vel átt við í sumrinu sem nú hefur innreið sína með sólríki og gleði. Sakleysið uppmálað Stelpulegur kjóll frá Chloé. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Nakti apinnÓsóma Ósóma Ósóma Dogma Dogma Nakti apinn Nakti apinn Nakti apinn Stuttbuxur eru munaður sem Íslendingar geta aðeins nýtt fáa daga á ári. Tveir dagar bættust þó við um helgina. SU MA RSKÓ R fyrir hressa krakka Flottur sundpoki fylgir hverju keyptu pari. BORGARNESI S: 437 1240 Meðan birgðir endast.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.