Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2006, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 09.05.2006, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 9. maí 2006 3 Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Ég held að sumarið hafi bara „dottið inn“ um helgina. 20 stiga hiti og sól. Ég hélt hreinlega að mælirinn væri bilaður hjá mér, en svo var sem betur fer ekki. Yndislegt að ganga út úr húsi og finna að það er eiginlega hlýrra úti en inni. Dásamlegt hvað við Íslendingar erum snögg að bregðast við hitanum frá sólinni með hlýju brosi, léttara skapi og stuttbuxum! En ég ætlaði nú ekki bara að tala um veðrið, heldur minna á að nýta það til hreyfing- ar. Að hreyfa sig áður en slappað er af Auðvitað er notalegt að sitja á kaffihúsi og liggja í heitu pottun- um, en áður en við gerum það skulum við endilega koma blóð- inu aðeins á hreyfingu. Tökum góðan sundsprett áður en við skríðum í heita pottinn. 20 ferð- ir! Tekur enga stund og þú nýtur heita pottsins enn betur! Hopp- um á hjólaskautana, einn hring í Elliðaárdalnum eða niðri við Nauthól. Snilldaræfing fyrir læra, rass og kvið. Hjólum einn góðan hring í hverfinu okkar, förum í góða og röska göngu í Heiðmörk og tökum nestis- körfuna með eða klippum trén og reytum arfa í garðinum. Nú er engin afsökun að þurfa að koma börnunum fyrir í pössun, eins og oft þegar æft er á líkams- ræktarstöðvum. Þau koma bara með og hafa ekki síður gaman af. Nýtum góðviðrisdagana í upp- byggilega samveru með fjöl- skyldunni, vinum, náttúrunni og ekki síst líkamanum og allt kemur það margfalt til baka. Endurnærandi ávaxtadraumur fyrir tvo Að lokum langar mig að gefa ykkur uppskrift til að fagna komu sumars. Nú fyrst finnst mér ég geta sagt við ykkur: Gleðilegt sumar! (Vona bara að það verði ekki beljandi rigning eða slagveður þegar þessi grein verður birt.) 2 kíví 1 appelsína 2 litlir bananar í sneiðum 8 þurrkaðar apríkósur eða döðlur, gróft skorið 4 tsk. lífrænar kókosflögur (fæst í Fjarðarkaupum, Fræinu og öðrum heilsubúðum) 4 tsk. hveitikím 4 msk. lífrænt jógúrt frá Biobu Skerðu kíví í tvennt og skafðu kjötið innan úr með teskeið. Settu kíví í matvinnsluvél eða blandara ásamt banana og app- elsínu, þurrkuðu ávöxtunum, kókosflögunum og hveitikími. Kveiktu á matvinnsluvélinni og bættu lífræna jógúrtinu saman við. Berðu fram í glasi með röri. Ef þér finnst blandan of þykk, bættu þá pínulitlu vatni saman við í mjórri bunu. Njóttu! Kær kveðja, Borghildur Þegar sumarið „dettur inn“ ... TT-námskeiðin sívinsælu! Frá Toppi til táar Vertu velkomin í okkar hóp! Viltu ná glæsilegum árangri? Hafðu samband! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Þú léttist og styrkist andlega og líkamlega Kl Mán Þri Mið Fim Fös 06:20 x x x 07:20 x x x 08:20 x x x 12:05 x x x 16:20 x x x 17:20 x x x Ný námskeið hefjast 21. maí Skráning hafi n! Sumar-TT TT-tímatafl a Fæst í heilsubúðum, apótekum, og heilsuhornum verslana Einnig sjampó, hárnæring o.fl. DREIFING: JÓN KARLSSON • SÍMI: 5610570 • 100% náttúrulegir jurtalitir • Engin skaðleg aukaefni • Ekkert ammóníak • Laust við festiefni (Resorcinol) • Þægilegt og fljótlegt í notkun • 30 litir (Hægt að blanda fleiri) 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Kerrupúl er ný grein innan heilsuræktar á Íslandi. Nám- skeið í því er hafið hjá Hress í Hafnarfirði. Kerrupúl er ætlað foreldrum með börn á vagna- og kerrualdri og er eingöngu æft utan dyra. Það er blanda af styrktarþjálfun og þol- þjálfun og útiveran spilar stórt hlutverk í árangrinum að sögn Lindu Hilmarsdóttur, fram- kvæmdastjóra Hress í Hafnar- firði. Hún segir tímana byggða upp á röskri göngu og æfingum með vagnana og kerrurnar sem hjálpartæki og að sjálfsögðu eru börnin með. Þessa þjálfunarleið segir hún hafa verið að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum og nú ætlar Hress að vera fyrst til hér á landi að prófa þessa nýjung. Áhug- inn er mikill og milli tíu og tuttugu mæður hófu sprettinn í gærmorg- un með kerrur og vagna og litlu angana innanborðs á aldrinum frá fjögurra vikna upp í tæplega tveggja ára. Mæting er þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudög- um og föstudögum klukkan 10.30. „Þetta var alveg þrælgaman og börn og mæður mjög ánægð,“ segir Linda, sem hljóp með í fyrsta tímanum. Hún segir veðrið hafa leikið við hópinn en vafalaust verði hann líka hress í rigningu og roki. „Þetta er blanda af röskri göngu og æfingum fyrir alla stærstu vöðvahópa líkamans,“ upplýsir hún og bætir við að lokum: „Á heimleiðinni var mikið spjallað um börn og hreyfingu. Þetta á greinilega eftir að slá í gegn og ég hvet allar mömmur til að drífa sig af stað með vagnana.“ Umsjón með kerrupúlinu hefur Ólöf Björnsdóttir og nánari upp- lýsingar fást í Hress í síma 565 2212. - gun Með börnin út að skokka í kerrum Hress hópur í fyrsta tíma kerrupúls á vegum Hress. MYND/VÍKURFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.