Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 12
9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR
DAGVISTUN „Það er mjög brýn þörf
fyrir fleiri pláss fyrir börn stúd-
enta á aldrinum sex mánaða til
tveggja ára. Úr henni er verið að
leysa,“ segir Þórlindur Kjartans-
son, formaður
stjórnar Félags-
stofnunar stúd-
enta, um fyrir-
hugaða
breytingu á leik-
skólanum Leik-
garði.
Breytingin
felst í því að
Félagsstofnun
yfirtekur rekst-
ur Leikgarðs af
Reykjavíkurborg 1. september
næstkomandi. Leikskólinn hefur
tekið inn börn á aldrinum tveggja
til sex ára en við breytinguna
verður aldurshópurinn lækkaður.
Þórlindur segir að ummæli Sig-
rúnar Birgisdóttur aðstoðar-
leikskólastjóra um brotthvarf
barna úr skólanum séu stórlega
orðum aukin, en hún hefur sagt að
allt að helmingur foreldra sem
eiga börn í skólanum hafi óskað
eftir flutningi á aðra leikskóla.
Þórlindur segir að eftir að tilkynnt
hafi verið um breytinguna hafi
ellefu beiðnir um flutning barna
borist en plássin séu 68.
„Það er forgangsmál að leysa
úr þeirri þörf sem er til staðar hjá
okkar stúdentum,“segir Þórlindur.
„Leikgarður er inni á okkar stúd-
entagörðum og við viljum hafa
þjónustu okkar þar. Með því að
yfirtaka reksturinn erum við að
tryggja börnum stúdenta gæslu,
bæði yngri aldurshópunum og
hinum eldri.“
- jss
ÞÓRLINDUR
KJARTANSSON
Breyting á aldurshópi barna á Leikgarði:
Verið að leysa
úr brýnni þörf
LEIKSKÓLINN LEIKGARÐUR Formaður stjórnar Félagsstofnunar stúdenta segir að ummæli
Sigrúnar Birgisdóttur aðstoðarleikskólastjóra um brotthvarf barna úr skólanum séu stórlega
orðum aukin.
MENNTAMÁL Alls hefur þrettán
milljónum króna verið úthlutað
úr Þróunarsjóði grunnskóla fyrir
næsta skólaár en 54 skólar lögðu
fram umsóknir um styrki að
þessu sinni.
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra
úthlutaði styrkjunum að höfðu
samráði við ráðgjafarnefnd og
hlaut Hjallastefnan hæsta styrk-
inn að þessu sinni; eina milljón
króna til þróunar kynjanámskrár.
Álftanesskóli hlaut 700 þúsund til
þróunar lýðræðislegra vinnu-
bragða með aðferðum uppeldis til
ábyrgðar. Tilgangurinn með
úthlutun þessari er að efla nýj-
ungar og nýbreytni í skólastarfi
grunnskóla landsins. - aöe
ÁLFTANESSKÓLI Hlaut næsthæsta styrkinn
úr Þróunarsjóði grunnskóla fyrir næsta
skólaár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þróunarsjóður grunnskóla:
Þrettán millj-
ónum úthlutað
STJÓRNMÁL Ný reglugerð hefur
verið gefin út varðandi svokallaða
þjónustusamninga ríkisins en
gerðar eru ríkari kröfur en hingað
til hefur verið um faglegan undir-
búning slíka samninga.
Áréttað er að öll innkaup á
grundvelli slíkra samninga falli
undir lög og reglur um opinber inn-
kaup og sæti almennu útboði sé um
tiltekna lágmarksupphæð að ræða.
Margir af stærstu og mikilvæg-
ustu samningum ríkisins eru þjón-
ustusamningar við einkafyrirtæki
um rekstur hjúkrunarheimila,
menntastofnana og um sjúkra-
flutninga svo fátt eitt sé nefnt.
- aöe
Þjónustusamningar ríkisins:
Skerpt á helstu reglum