Fréttablaðið - 09.05.2006, Side 45

Fréttablaðið - 09.05.2006, Side 45
ÞRIÐJUDAGUR 9. maí 2006 LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Fullkomið brúðkaup Leikfélag Akureyrar /Borgarleikhúsið/ Stóra sviðið Höfundur: Robin Hawdon. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson Leikarar: Álfrún Örnólfsdóttir, Esther Talia Casey, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríanna Clara Lúthers- dóttir og Þráinn Karlsson. Þýðing: Örn Árnason. Leikmynd og búningar: Frosti Friðriksson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundson Niðurstaða: Prýðisgóð leikhússkemmtun þar sem allir skila sínu verki eins og til er ætlast. Hann er ekki efni í djúpa og margræða leiklistarumræðu þessi farsi Leikfélags Akureyrar sem frumsýndur var síðastliðið haust og hefur gengið fyrir fulli húsi síðan norðan heiða og að því er best verður séð hér syðra einnig. Það er ekki nema von að svo sé, því vissulega skemmtu leikhúsgestir sér konunglega meðan á sýningu stóð og allt umtal um sýninguna hefur verið jákvætt. Fyndin, létt og skemmti- leg og það kunna áhorfendur að meta. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri hefur rifið Leikhús- ið á Akureyri upp úr sögulegri lægð og er það vel. Hér stýrir hann fastráðna leikarahópnum í farsa sem maður hefur séð hundrað sinnum áður. Misskiln- ingur á misskilning ofan, allt fer í flækju, leikarar fljúga um svið- ið, fá hurðirnar í andlitið, allir að fara á límingunum en allt endar vel að lokum. Þýðing Arnar Árnasonar er áheyrileg og greinilegt að leikar- arnir hafa stælst og vaxið með hverri sýningu og mesta furða hve lítið var um sjúsk. Reyndar hefur það verið lenska í ærsla- leikjum af þessu tagi að leikkon- urnar lenda einatt í því hlutverki að matreiða brandarana ofan í karlana sem síðan uppskera hlátrasköll áhorfenda. Undan- tekningin er þó hlutverk Mar- íönnu Clöru Lúthersdóttur sem tekst að skapa eftirminnilegan karakter úr þjónustustúlkunni sem flækist óvart inn í atburða- rásina. Hér er frábær gaman- leikkona á ferð. Álfrún Örnólfs- dóttir lendir í því að vera bara voða sæt og indæl í hlutverki hinnar óákveðnu Nínu en gerir vel engu að síður. Líklega er hlut- verk brúðarinnar vanþakklát- asta hlutverkið í þessum farsa. Esther Talia vinnur þó úr því eins vel og hún getur. Það eru þó aðallega Guðjón Davíð og Jóhannes sem sprikla um sviðið í hlutverkum vinanna Bjarna og Trausta sem báðir berjast fyrir lífi sínu, flæktir í sinn eigin lygavef. Guðjón fer á kostum og þrátt fyrir að vera hátt stemmdur á köflum þá hefur hann allan tímann vald á því sem hann er að gera. Samleikur þeirra félaga var einkar öruggur enda ættu þeir að þekkja vel hvor inn á hinn, voru bekkjarfé- lagar í leiklistarskóla og hafa unnið mikið saman þess utan. Þráinn Karlsson á stutta inn- komu og nærvera hans setur skemmtilegan lit á sýninguna. Það gerðist þó nokkuð oft að mitt í öllum hávaðanum tapaðist eitt- hvað af texta sem gæti hafa verið gaman eð heyra, en ekki er víst að það hafi skipt nokkru máli í framvindu verksins. Allir skila sínu verki eins og til er ætlast og það er ekki við leikarana að sak- ast þótt höfundurinn falli í þá gryfju að teygja lopann um of í lokin í stað þess að leysa flækj- una talsvert fyrr. Músíkin á undan og eftir kemur öllum í gott skap og til þess er leikurinn gerð- ur. Prýðisgóð leikhússkemmtun eins og einhver mundi orða það. Það er engin smáræðis eld- skírn sem þessir ungu leikara hljóta þarna fyrir norðan. Það krefst orku einbeitingar og úthalds að leika svona margar sýningar í hverri viku og vera með tvær og þrjár sýningar í gangi á sama tíma. Það er því von á að þetta unga fólk öðlist mikla og mikilvæga reynslu þessi misserin sem á eftir að fleyta þeim áfram til frekari afreka á leiksviðinu. Formúlan virkar SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR > SKRIFAR UM LEIKLIST Það er varla hægt að halda því fram að leikárið hjá Þjóð- leikhúsinu hafi verið líflegt og skemmtilegt. Ef frá eru skildar uppfærslurnar á Eldhúsi eftir máli (Smíðaverk- stæði) og Pétri Gauti (Kassinn), hlýtur verkefnavalið að vekja upp spurningar. Fyrir utan barnasýninguna Klaufar og kóngsdætur (frá fyrra leikári) hafa uppfærslurnar á stóra sviðinu verið nokkuð mislukkaðar og illa valdar saman. Það er furðulegt að raða saman á einu leikári − og hvorri á eftir annarri − sýningum á borð við Túskildingsóperuna og Virkjunina. Það má vel vera að Túskildingsóperan með öllu sínu innihaldsleysi og leiðinlegu tónlist sé einhvers konar söngleikjaklassík en það er svo fátt í verkinu sem höfðar til áhorfandans. Það má líka vel vera að Elfriede Jelinek, höfundur Virkjunarinnar, sé heitasti höfundur- inn í Mið-Evrópu þessa dagana og talað sé um leikhúsið „fyrir og eftir Jelinek“ en þetta skelfilega skýrslukennda verk, gerði lítið annað en að fæla gesti úr leikhúsinu. Strax á frumsýningu gekk fólk út í hléi, sem er sjaldgæft. Og ekki þætti mér einkennilegt að frétta að leikhúsið hafi þurft að ráðast í verulegt átak til að selja Túskild- ingsóperuna. Að setja upp á stóra sviðinu tvær sýningar í röð sem laða ekki fólk í leikhúsið, hlýtur að höggva stórt fjárhagslegt skarð í afkomu þess. Það virðist hafa gleymst að leikhúsið er ekki einhver róluvöllur þar sem starfsfólkið gerir bara það sem því sýnist. Þjóðleikhúsið er eign þjóðarinnar, þjóðar sem vill fara í leikhús, en hefur ekki fundið sérstaka ástæðu til þess í vetur. Þungavigtarsýningarnar á stóra sviðinu hafa verið sýndar fyrir hálftómum sal − og allt að því auðum. Það hefur verið sorglegt, og alltof algengt, að hitta fólk sem gengið hefur út úr þessum hálftómu sölum í hléi. Líka svekkjandi í ljósi þess að íslenska verkið, Halldór í Hollywood, fékk síður en svo upp- byggjandi viðtökur og var ekki lengi á fjölunum. Lengst af vetri hefur aðeins ein sýning verið í gangi á stóra sviðinu í einu, fyrir utan Klaufa og kóngsdætur, barna- sýningu sem ekki var það mikil að ummáli að ekki væri hægt að reka fleiri leikmyndir á sviðinu samtímis henni. Það er því hæpið að sætanýting á stóra sviðinu hafi verið þolanleg. Mun auðveldara er að skilja uppfærsluna á Átta konum, sem núna er eina sýningin á stóra sviðinu. Skortur á verkefnum fyrir leikkonur er alheimsvanda- mál og þótt ýmsir agnúar séu á verkinu, verður að segj- ast eins og er að sýningin er bráðskemmtilega unnin og vonandi að hún nái nægilegri hylli til að halda áfram á haustmánuðum. Þótt ég bíði spennt eftir Fögnuði eftir Harold Pinter, hef ég efasemdir um réttmæti þess að velja það verk inn á yfirstandandi leikár, ásamt Túskildingsóperunni og Virkjuninni. Pinter hefur hingað til ekki þótt neitt léttmeti, en það hefur svo sem Pétur Gautur ekki þótt heldur. Það er að minnsta kosti hægt að vona að leik- stjóri Fagnaðar hafi eins þaulhugsaða og skarpa sýn á verkið og leikstjóri Péturs Gauts hefur. Þá er líka vel. Svo er bara að bíða og vona að á næsta leikári verði boðið upp á fjölbreyttara leikritaval en á yfirstandandi leikári. Þetta hefur auðvitað verið ósköp gáfumenna- legt leikár − en hvernig væri að slaka bara aðeins á og leyfa fólki að njóta þess að sækja leikhúsið? Verkefnaval Þjóðleikhússins ÚR TÚSKILDINGSÓPERUNNI Að mati greinarhöfundar var það afleikur að raða saman Túskildingsóperunni og Virkjuninni á stóra sviðið. 9. MAÍ - 10. JÚNÍ Nýr bæklingur um vín frá Chile í næstu vínbúð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.