Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 4
4 9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR ���������������������������������������������������������� ��������������������������� ����������������� ������������������ �������������������������������� ��������������������������� ����� ������������� ������������� ������������� ������������������ ���� ����������� � GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 08.05.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 71,36 71,7 Sterlingspund 132,98 133,62 Evra 91,06 91,56 Dönsk króna 12,208 12,28 Norsk króna 11,709 11,777 Sænsk króna 9,781 9,839 Japanskt jen 0,6419 0,6457 SDR 106,21 106,85 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 126,172 EVRÓPUMÁL Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að Íslendingar taki upp evruna einhliða, kjósi þeir það, en erfitt er að sjá að slík ráðstöfun geti samræmst efna- hagslegum hagsmunum landsins. Þetta sagði Hervé Carré, nýskip- aður yfirmaður Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á morgun- verðarfundi sem haldinn var í til- efni af Evrópudeginum á Hótel Nordica í gær, en hann á að baki áratugaferil í stjórnsýslu ESB og var sem slíkur einn hugmynda- smiða Efnahags- og myntbanda- lagsins. Carré svaraði fyrirspurn um möguleikann á einhliða upptöku evru á þennan veg, með vísan til þess að með slíkri ráðstöfun væri kostum þess að vera með sjálf- stæðan gjaldmiðil kastað án þess að kostir myntbandalagsaðildar kæmu í staðinn, svo sem hvað varðar þátttöku í mótun peninga- málastefnunnar og baktryggingu Seðlabanka Evrópu ef til fjármála- kreppu kæmi á Íslandi. Einhliða evrutenging væri því áhættusöm og erfitt að sjá að hún hentaði opnu og háþróuðu hagkerfi eins og því íslenska. Þau fordæmi sem til væru um einhliða notkun evru sem lögeyris, svo sem í Kosovo og Bosníu, væru engan veginn sam- bærileg við þá stöðu sem Ísland væri í. Þau lönd sem notuðu banda- ríkjadal sem lögeyri, svo sem Pan- ama og Kosta Ríka, væru að efna- hagsuppbyggingu svo gerólík Íslandi að þar væri heldur ekki um að ræða fordæmi sem ættu við um Ísland. Carré var aðalræðumaður á morgunverðarfundi um hlutverk evrunnar í hnattvæðingunni sem haldinn var í tilefni af Evrópu- deginum 9. maí, en að fundinum stóðu fastanefnd framkvæmda- stjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, Euro-Info skrifstofan, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. Í erindi sínu lagði hann meðal annars áherslu á það hvernig myntbandalagið hefði hjálpað aðildarþjóðunum að bregðast við þeim áskorunum sem hnattvæðingin hefði haft í för með sér. Hann sagðist binda vonir við að endurnýjaður stöð- ugleikasáttmáli Efnahags- og myntbandalagsins yrði til þess að auka tiltrú á og kynda undir hagvexti á evrusvæðinu. Að sínum dómi væri hinn efnahags- legi ávinningur af myntbanda- laginu ekki enn að fullu kominn fram. audunn@frettabladid.is Einhliða upptaka evrunnar er sögð gerleg en óráðleg Hervé Carré, einn æðsti embættismaður Evrópusambandsins á sviði efnahagsmála, segir að Íslendingar geti ein- hliða tekið upp evru, án aðildar að myntbandalaginu og ESB. Hins vegar væri slík ráðstöfun áhættusöm. FJÖLMENNT Fjöldi fólks mætti á fundinn og tók þátt í umræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VARNARLIÐIÐ Um 140 starfsmenn Keflavíkurflugvallar hafa verið skráðir til starfa hjá opinberum íslenskum aðilum við rekstur flugvallarins. Þetta er gert í samræmi við lög sem Alþingi samþykkti fyrir helgina vegna brotthvarfs bandaríska varnar- liðsins frá Keflavíkurflugvelli í haust. Á annað hundrað flugvallar- starfsmenn sóttu fund í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja í gær með Geir H. Haarde utanríkis- ráðherra og Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. „Auk starfsmannanna 140 hafa 70 í viðbót horfið til nýrra starfa,” segir Árni. Við getum verið nokkuð sátt við þá hreyf- ingu sem er á málinu. Hins vegar hvet ég starfsmenn á varnar- svæðinu til þess að huga strax að sínum málum en bíða ekki starfs- lokanna í haust með að leita að annarri vinnu.“ Árni segir að um 145 manns hafi sótt námskeið sem efnt hafi verið til af hálfu starfsgreinafé- laga og Reykjanesbæjar. „Um 60 fyrirtæki hafa leitað til okkar þannig að enn eru um 70 störf sem bjóðast. Við erum nokkuð bjartsýn miðað við hve skammt er síðan línurnar skýrðust,“ segir Árni. - jh Þegar eru 210 starfsmenn Keflavíkurflugvallar komnir með trygga vinnu. Enn eru um sjötíu störf í boði HERVÉ CARRÉ Bílvelta í Jökuldal Tveir erlendir ferðamenn sluppu með skrámur þegar bíll þeirra valt útaf þjóðveginum í Jökul- dal um miðnætti í fyrrakvöld. Er bíll þeirra talinn ónýtur eftir velturnar. LÖGREGLUMÁL ÁRNI SIGFÚSSON BÆJARSTJÓRI REYKJANESBÆJAR „Getum verið nokkuð sátt við þá hreyfingu sem er á málinu.“ BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti vill að Samein- uðu þjóðirnar sendi friðargæslulið til Darfúrhéraðs í Súdan, nú þegar friðarsamkomulag hefur verið undirritað milli stjórnvalda í Dar- fúr og stærsta uppreisnarliðsins. Bush fagnaði friðarsamkomu- laginu, sem undirritað var á föstu- daginn, og sagði það vekja nýja von fyrir þetta stríðshrjáða hérað. Tveir smærri hópar uppreisnar- manna eru þó ekki aðilar að sam- komulaginu. Bush vill tvöfalda 7.500 manna friðargæslulið, sem Afríkuríki hafa í héraðinu, og setja það undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. - gb Friðarviðleitni í Darfúr: Bush vill senda friðargæslulið EINN UPPREISNARMANNA Friðarsamningar í Darfúr hafa vakið von. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.