Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 51
ÞRIÐJUDAGUR 9. maí 2006 35
Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 591 5340
NBA Það kom engum á óvart að
Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix
Suns, skyldi hafa verið valinn
verðmætasti leikmaður NBA-
deildarinnar annað árið í röð í gær.
Það eina sem kom á óvart var
hversu mikla yfirburði hann hafði
í kjörinu.
Nash hlaut 924 atkvæði í kjör-
inu, þar af 57 í efsta sætið, LeBron
James hjá Cleveland kom næstur
með 688 atkvæði og 16 í efsta
sætið, Dirk Nowitzki, Þjóðverjinn
í liði Dallas, hlaut 544 atkvæði og
14 í efsta sætið, Kobe Bryant leik-
maður LA Lakers hlaut 483
atkvæði og 22 í efsta sætið og
Chauncey Billups hjá Detroit hlaut
430 atkvæði og 15 í fyrsta sætið.
Það þurfti heldur ekki að koma
á óvart að Ben Wallace skyldi
hreppa hnossið í valinu um besta
varnarmann deildarinnar. Þessi
sterki leikmaður Detroit Pistons
hefur nú hlotið þennan heiður fjór-
um sinnum á síðustu fimm árum.
- hþh
Steve Nash mikilvægastur:
Hafði mikla
yfirburði
FÓTBOLTI Hinn sautján ára gamli
sóknarmaður Arsenal, Theo Wal-
cott, var í gær, öllum að óvörum,
valinn í 23ja manna æfingahóp
enska landsliðsins fyrir HM í
Þýskalandi í sumar. Val Svens-
Görans Erikssonar á Walcott
vekur mikla furðu á meðal fjöl-
miðla og almennings í Englandi,
en sænski þjálfarinn tók ungstirn-
ið, sem hefur enn ekki spilað leik í
úrvalsdeildinni, fram yfir menn á
borð við Jermain Defoe hjá
Tottenham og Darren Bent hjá
Charlton, en sá síðarnefndi var
markahæsti enski framherjinn í
ensku úrvalsdeildinni í vetur.
„Þetta er mikil áhætta, ég geri
mér grein fyrir því, en ég er mjög
spenntur fyrir honum. Hann er
stórkostlegt efni og býr yfir mikl-
um hraða, sem er mikils virði í fót-
boltanum í dag. Síðan verður
maður stundum að hlusta á eðlis-
ávísunina,“ sagði Eriksson á blaða-
mannafundi í gær þar sem hann
gerði grein fyrir vali sínu.
Walcott er einn af aðeins fjór-
um framherjum enska hópsins og
annar þeirra sem eiga ekki við
meiðsli að stríða. Peter Crouch er
einnig í hópnum ásamt Wayne
Rooney og Michael Owen, sem eru
báðir að jafna sig eftir ristarbrot.
Ekkert pláss er fyrir Shaun
Wright-Phillips í hópnum og eins
og í tilfelli Bents kemst hann ekki
einu sinni í fimm manna hóp sem
Eriksson hefur beðið um að vera
til taks ef eitthvað kemur upp á.
Athygli vekur að hinn ungi
Aaron Lennon hjá Tottenham er
valinn í hópinn sem og Owen Har-
greaves hjá Bayern Munchen.
„Mér finnst þetta vera góður
hópur og mjög áhugaverður sem
slíkur,“ sagði Eriksson í gær en
hann kvaðst ekki hafa ákveðið
hópinn endanlega fyrr en í gær-
morgun. - vig
Æfingahópur enska landsliðsins fyrir HM vekur undrun á Bretlandseyjum:
Eriksson valdi Theo Walcott í hópinn
HÓPURINN KLÁR Sven-Göran Eriksson sést
hér á blaðamannafundinum í gær.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
ENSKI HÓPURINN
Paul Robinson (Tottenham), David James
(Man. City), Robert Green (Norwich),
Gary Neville (Man. Utd), Rio Ferdinand
(Man. Utd), John Terry (Chelsea), Ashley
Cole (Arsenal), Sol Campbell (Arsenal),
Jamie Carragher (Liverpool), Wayne Bridge
(Chelsea), David Beckham (Real Madrid),
Michael Carrick (Tottenham), Frank Lamp-
ard (Chelsea), Steven Gerrard (Liverpool),
Owen Hargreaves (B. München), Jermaine
Jenas (Tottenham), Stuart Downing (Midd-
lesbrough), Joe Cole (Chelsea), Aaron
Lennon (Tottenham), Wayne Rooney (Man.
Utd), Michael Owen (Newcastle), Peter
Crouch (Liverpool), Theo Walcott (Arsenal).
Til vara
Scott Carson (Liverpool), Luke Young
(Charlton), Nigel Reo-Coker (West Ham),
Jermain Defoe (Tottenham), Andy Johnson
(C. Palace).
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MAÍ
6 7 8 9 10 11 12
Þriðjudagur
■ ■ LEIKIR
19.30 Haukar og Valur mætast
í úrslitum Deildabikars HSÍ í hand-
bolta að Ásvöllum í Hafnarfirði.
■ ■ SJÓNVARP
22.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
17.50 Þýski handboltinn á Sýn.
Bein útsending frá leik Lemgo og
Flensburg.
19.30 Fótbolti á Sýn. Útsending frá
ágóðaleik Roy Keane þar sem Celtic
og Manchester United mætast.
20.15 Deildabikarinn í handbolta
á RÚV. Bein útsending frá síðari hálf-
leik í viðureign Hauka og Vals.
FÓTBOLTI Sir Bobby Robson, fyrr-
verandi landsliðsþjálfari Eng-
lendinga í knattspyrnu, hefur
áhyggjur af enska landsliðinu
sem spilar á HM í sumar. Það er
sér í lagi sóknarlínan sem velgir
Robson undir uggum en hinn
sautján ára Theo Walcott hefur
ekkert spilað með Arsenal á tíma-
bilinu.
„Að mínu mati er það mikil
áhætta að taka strákinn á mótið.
Ég veit að miklar vonir eru bundn-
ar við hann, vissulega er hann
efnilegur, en það skiptir engu máli
þegar komið er á HM. Ég held að
Walcott sé langt, langt, langt frá
því að geta komið að notum á
HM,“ sagði Robson, sem sjálfur
sagðist munda hafa tekið Jermain
Defoe inn í hópinn í staðinn.
„Defoe hefur góða reynslu af
að spila í úrvalsdeildinni og hefur
nýtt þau tækifæri sem hann hefur
fengið með landsliðinu ágætlega,
svo ég hefði alltaf tekið hann inn á
undan óreyndum unglingi,“ sagði
Sir Bobby Robson. - hþh
Sir Bobby Robson:
Walcott á ekki
heima þarna
ÓREYNDUR Walcott hefur enga reynslu úr
úrvalsdeildinnin. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES