Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 9. maí 2006 5 Langdregnir kossar geta dreg- ið úr ofnæmisviðbrögðum. Þótt kossar geti auðveldlega borið kvefbakteríur og fleira á milli fólks getur líka verið fólgin í þeim heilmikil heilsubót. Kossar virð- ast hafa góð áhrif á fólk sem þjáist af frjókornaofnæmi og útbrotum en þá þurfa þeir líka að standa í um það bil hálftíma. Þetta sýna niðurstöður rann- sóknar sem var gerð við Satou- sjúkrahúsið í Japan. Hún var gerð á 24 konum og körlum sem kysstu maka sinn í 30 mínútur og við það dró úr framleiðslu histamíns, sem veldur ofnæmisviðbrögðum. Önnur tilraun var gerð með faðmlögum án kossa en hún hafði ekki sömu jákvæðu virknina. Þess- ar skemmtilegu niðurstöður hefur breska götublaðið The Mirror eftir japönskum vísindamönnum. Kossar gegn ofnæmi Hér er unnið gegn ofnæminu. Siðareglur og heilræði fyrir starfsfólk í kristilegu æskulýðs- starfi voru afhent á Presta- stefnu 2006. Hans Guðberg Alfreðsson, fræðslufulltrúi á Biskupsstofu, kynnti reglurnar fyrir presta- stefnu sem haldin var í Keflavík í apríllok. Prestum og djáknum voru afhentar siðareglurnar inn- rammaðar til að hengja upp í safn- aðarheimilum. Gefinn hefur verið út bækling- ur með siðareglunum og heilræð- unum sem einnig á að liggja frammi í kirkjum. Þetta verkefni er samstarfsverkefni Biskups- stofu, KFUM og KFUK á Íslandi, Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum og Æskulýðsnefndar Kjalarnesspróf- astsdæmis. Siðareglur og heilræði Geðlæknar hafa fundið gen sem hefur mikil áhrif á greind okkar. Geðlæknar sem starfa við The Feinstein Institute of Medical Res- earch í New York hafa unnið lengi að gena rannsóknum. Þeir telja sig nú hafa fundið gen sem hefur mikil áhrif á það hversu gáfuð við verðum. Þeir vilja meina að þessi nýja uppgötvun renni stoðum undir þá kenningu að genin hafi mikil áhrif á líðan okkar og jafn- vel ekki minni en umhverfið. Geðlæknarnir sem unnu rann- sóknina í samstarfi við vísinda- menn frá Harvard skoðuðu gena- samhengi einstaklinga sem höfðu verið greindir með geðklofa og einstaklinga sem voru ekki með neina geðsjúkdóma. Rannsakend- urnir fundu gen sem tengist geð- klofa en er einnig talið hafa mikil áhrif á greind. Rannsókninn mun birtast í næsta tölublaði Human Molecular Genetics en hægt er að lesa hana í heild sinni á netinu. Frétt af www.persona.is Genin ákveða greindina Þessir eineggja tvíburar ættu að vera jafngreindir. RÁÐSTEFNA UM HJÓLREIÐAR VERÐUR HALDIN Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK HINN 11. MAÍ. Á fimmtudaginn verður ráðstefnan Látum hjólin snúast haldin á Grand Hótel frá klukkan 13 til 17. Á ráðstefnunni verður fjallað um gildi hjólreiða og svara leitað við því hvert heilsufarslegt mikilvægi þeirra sé. Lýðheilsustöð, Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Landssamtök hjól- reiðamanna standa fyrir ráðstefnunni, sem er öllum opin. Aðgangseyrir er enginn en þáttakendur eru beðnir um að skrá sig á heimasíðu Lýð- heilsustöðvar, www. lydheilsustod.is Hjólreiðaráðstefna Á ráðstefnunni verður svara leitað við því hvert heilsu- farslegt mikilvægi hjólreiða sé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.