Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 9. maí 2006 5
Langdregnir kossar geta dreg-
ið úr ofnæmisviðbrögðum.
Þótt kossar geti auðveldlega borið
kvefbakteríur og fleira á milli
fólks getur líka verið fólgin í þeim
heilmikil heilsubót. Kossar virð-
ast hafa góð áhrif á fólk sem þjáist
af frjókornaofnæmi og útbrotum
en þá þurfa þeir líka að standa í
um það bil hálftíma.
Þetta sýna niðurstöður rann-
sóknar sem var gerð við Satou-
sjúkrahúsið í Japan. Hún var gerð
á 24 konum og körlum sem kysstu
maka sinn í 30 mínútur og við það
dró úr framleiðslu histamíns, sem
veldur ofnæmisviðbrögðum.
Önnur tilraun var gerð með
faðmlögum án kossa en hún hafði
ekki sömu jákvæðu virknina. Þess-
ar skemmtilegu niðurstöður hefur
breska götublaðið The Mirror
eftir japönskum vísindamönnum.
Kossar gegn
ofnæmi
Hér er unnið gegn ofnæminu.
Siðareglur og heilræði fyrir
starfsfólk í kristilegu æskulýðs-
starfi voru afhent á Presta-
stefnu 2006.
Hans Guðberg Alfreðsson,
fræðslufulltrúi á Biskupsstofu,
kynnti reglurnar fyrir presta-
stefnu sem haldin var í Keflavík í
apríllok. Prestum og djáknum
voru afhentar siðareglurnar inn-
rammaðar til að hengja upp í safn-
aðarheimilum.
Gefinn hefur verið út bækling-
ur með siðareglunum og heilræð-
unum sem einnig á að liggja
frammi í kirkjum. Þetta verkefni
er samstarfsverkefni Biskups-
stofu, KFUM og KFUK á Íslandi,
Æskulýðssambands kirkjunnar í
Reykjavíkurprófastsdæmum og
Æskulýðsnefndar Kjalarnesspróf-
astsdæmis.
Siðareglur
og heilræði
Geðlæknar hafa fundið gen
sem hefur mikil áhrif á greind
okkar.
Geðlæknar sem starfa við The
Feinstein Institute of Medical Res-
earch í New York hafa unnið lengi
að gena rannsóknum. Þeir telja sig
nú hafa fundið gen sem hefur
mikil áhrif á það hversu gáfuð við
verðum. Þeir vilja meina að þessi
nýja uppgötvun renni stoðum
undir þá kenningu að genin hafi
mikil áhrif á líðan okkar og jafn-
vel ekki minni en umhverfið.
Geðlæknarnir sem unnu rann-
sóknina í samstarfi við vísinda-
menn frá Harvard skoðuðu gena-
samhengi einstaklinga sem höfðu
verið greindir með geðklofa og
einstaklinga sem voru ekki með
neina geðsjúkdóma. Rannsakend-
urnir fundu gen sem tengist geð-
klofa en er einnig talið hafa mikil
áhrif á greind. Rannsókninn mun
birtast í næsta tölublaði Human
Molecular Genetics en hægt er að
lesa hana í heild sinni á netinu.
Frétt af www.persona.is
Genin ákveða greindina
Þessir eineggja tvíburar ættu að vera jafngreindir.
RÁÐSTEFNA UM HJÓLREIÐAR VERÐUR HALDIN Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK
HINN 11. MAÍ.
Á fimmtudaginn verður ráðstefnan Látum hjólin snúast haldin á Grand Hótel frá
klukkan 13 til 17. Á ráðstefnunni verður fjallað um gildi hjólreiða og svara leitað
við því hvert heilsufarslegt mikilvægi þeirra sé. Lýðheilsustöð, Umhverfissvið
Reykjavíkurborgar, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Landssamtök hjól-
reiðamanna standa fyrir ráðstefnunni, sem er
öllum opin. Aðgangseyrir er enginn
en þáttakendur eru beðnir um
að skrá sig á heimasíðu Lýð-
heilsustöðvar, www.
lydheilsustod.is
Hjólreiðaráðstefna
Á ráðstefnunni
verður svara leitað
við því hvert heilsu-
farslegt mikilvægi
hjólreiða sé.