Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 36
 9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 ...að víkingaöldin er almennt talin byrja árið 793 og enda árið 1066? ...að rétt fyrir aldamótin 800 fór að bera á víkingum víðs vegar í Evrópu? ...að samskipti þeirra við aðrar þjóðir voru ekki einungis fjandsamleg? ...að þeir voru miklir verslunarmenn? ...að eins og við Íslendingar vitum voru þeir miklir landkönnuðir? ...að víkingar námu land ekki bara á Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og Norður-Ameríku heldur einnig á Orkneyjum og Hjaltlandseyjum? ...að enn fremur settust þeir að víðs vegar að í Evrópu meðfram ám og ströndum? ...að þeir voru síðasti hlekkurinn í þjóðflutningunum miklu 300-900? ...að verslunarveldi og áhrifasvæði þeirra náði frá Nýfundnalandi í vestri að Kænugarði í austri og frá Íslandi í norðri að Norður-Afríku og Konstan- tínópel í suðri? ...að norskir víkingar leituðu í vestur og norður, Danir til Bretlands og sænskir víkingar til austurs? ...að á þeim tíma batt samnorrænt tungumál þessar þjóðir saman? ...að gullöld víkinganna lauk með bardaganum við Stamford Bridge árið 1066? ...að þá sigraði Harold Englandskon- ungur Harald Noregskonung? ...að sagan segir að eftir að Haraldur hafði sigrað heri bæði Edwin af Mer- kíu og Morcar af Norður-Umbríu náði Harold að koma honum á óvart? ...að menn Haralds voru ekki tilbúnir í bardaga og voru ekki brynjaðir? ...að úti í hinum víða heimi er ímynd víkingsins skítugur maður með hyrndan hjálm drekkandi blóð úr höfuðkúpu? ...að aðeins örfáir viðhafnarhjálmar með hornum hafa fundist? ...að þeir eru flestir frá bronsöld og því líkast til ekki í notkun á víkinga- tímanum? ...að hyrndi hjálmurinn er uppfinning Götiska Förbundet sem var klúbbur skálda og rithöfunda í Svíþjóð árið 1811? Markmið klúbbsins var að stuðla að hærra siðgæði með vísun í forna glæsta tíma. ...að víkingar voru mjög snyrtilegir? ...að þeir voru Evrópuþjóða fyrstir að nota sápu? ...að einn algengasti forngripur vík- ingaaldarinnar er greiða eða kambur? ...að misskilningurinn um höfuðkúpu- drykkju er fenginn úr latínskri þýðingu á Krákumáli frá 1636? Textinn segir að drukkið sé: ór bjúgviðum hausa. Bjúg- viðir hausa eru horn en í þýðingunni er það einfaldlega hauskúpa. VISSIR ÞÚ... Skemmtilegast? ...að horfa á fótboltaleik sem Leeds er að vinna með konunni minni og sonum, þar sem X-ið 977 er í botni í bakgrunni. Leiðinlegast? ...að þurfa að svara svona spurninga dálkum um nákvæmlega ekki neitt. Bara til þess að fá mynd af sér í blöðunum og kannski smá plögg fyrir útvarpsstöðina sem maður er að vinna á, þvlík leiðindi. Af hverju getur fólk ekki bara notað í sér heilann og hlustað á X-ið 977? Leiðindi að koma fram í tilgangslausum dálkum ÞORKELL MÁNI PÉTURSSON, ÚTVARPSMAÐUR Á X-INU 977. SKEMMTILEGAST & LEIÐINLEGAST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.