Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 46
 9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR30 Kirrily Johnston sýndi vetrarlínu sína fyrir komandi vetur er tísku- vikan í Ástralíu var haldin nú á dög- unum. Hún er ekki heimsþekktur hönnuður en Áströlum þykir hún einn flottasti hönnuður landsins og á hún það fyllilega skilið. Margir féllu fyrir vorlínu hennar árið 2004 og þar á meðal útsendarar frá Harp- ers Bazaar og Marie Claire. Kirrily lærði fatahönnun í Mel- bourne Institute of Textiles og hóf feril sinn í bransanum árið 1999. Markmið hennar er að blanda glæsi- leika við frumlegheit og leggur hún mikla áherslu á góðan frágang á vörunum auk þess sem hún notar fín og vönduð efni. Vetrarlína hennar að þessu sinni einkenndist af áhrifum frá sjöunda áratugnum í bland við nútímalegar og töffaralegar rykkingar og fell- ingar. Efnin voru afar elegant og litasinfónían samanstóð aðallega af gráum, appelsínugulum, kóngablá- um, svörtum og hvítum lit. Allar voru fyrirsæturnar með afar töff hárgreiðslu sem setti skemmtileg- an svip á heildarmyndina og fékk Kirrily mjög góð viðbrögð við þessari nýju línu. hilda@frettabladid.is Ástralskur töffaraskapur Stjarnan úr þáttaröðinni Lost, Matthew Fox hefur vanrækt skyldur sínar sem faðir síðan hann tók við hlutverki Jacks Shepherd í þessum ofurvinsælu sjónvarps- þáttum sem sýndir eru í Ríkissjón- varpinu. Fox hefur tekið veislu- höld með samleikurum sínum fram yfir foreldrahlutverkið en hann á fjögurra ára strák og átta ára stelpu. Hann segist í samtali við blaðið Now vera meðvitaður um vandamálið og ætla að fara að taka sig á í þessum efnum. ■ Lélegur faðir MATTHEW FOX Hefur ekki staðið sig í pabbahlutverkinu frá því hann hóf að leika í Lost-þáttunum. EUROVISION 2006 GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM SILVÍU OG KEPPINAUTANA Rétt eins og Silvía hafi fengið ráð frá Lauper og Björk Lagið hennar Silvíu Nætur hljómar líkt og í ketti, væru lappirnar sagaðar af honum af dönsku hljómsveitinni Aqua. Gæti unnið Eur- ovision sitji Evrópubúar heyrnardaufir yfir keppninni. Þetta má lesa á breska vefmiðlin- um Guardian unlimited. „Ímyndið ykkur Cyndi Lauper og Björk að leiðbeina hvor annarri um fatastíl, í myrkri,“ en þannig er útlit Silvíu að mati blaðamanns Guardian. Silvía sér fram á harða keppni frá öðrum kvenflytjendum, þá sérstaklega frá hinni yndislegu Severinu, sem lítur út fyrir að hafa fengið allt það botox sem til var í Króatíu í andlitið. Silvía er á heimleið. Stefnt var að heim- komu hennar í dag. Lítið hefur heyrst af ferð- um söngkonunnar víðfrægu, utan þess er hún spókaði sig á Strikinu í Kaupmannahöfn. Sam- kvæmt heimildum gekk gríðarlega vel í Eistlandi. Hún kom fram í sjónvarpi og útvarpi í Finnlandi, Lettlandi og Litháen. Hún hitti Fabrizio Fani- ello, maltneska keppandann og úthúðaði Silvía honum fyrir að koma fram fáklæddur á bar samkynhneigðra í leit að stigum í keppninni. Staðan í veðmálspotti ESCtoday. com breytist. Ísland fellur um tvö sæti, úr því áttunda í tíunda. Kate Ryan, sú belgíska, vermir enn toppinn og Carola heldur fast í annað sætið. Rússland og Bosnía-Hersegóvína svissa um sætum, en Makedónía tekur stökk úr tíunda í sjötta sætið. Slóvenar eru nýir inni á topptíu listanum, en finnska hljómsveitin Lordi, skrýmslin flottu, detta af topp tíu. Væru þetta úrslitin nægir það okkur áfram í aðalkeppnina, en Finnarnir sitja eftir. Þeir eru vanir því. Finnska ríkissjónvarpið YLE hitaði upp fyrir Eurovision um síðustu helgi og var kosið á milli framlaganna. Lag Lordi sem kallast Hard rock hall- elujah það besta. Lagið La dolce vita, sem Anneli Saar- isto söng árið 1989, lenti í öðru sæti og lagið Eläköön elämä sem var í keppninni árið 1985 varð í þriðja sæti. Skrýmslin fengu tæplega 42 prósent atkvæða í fyrsta sætið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.