Fréttablaðið - 12.05.2006, Side 8

Fréttablaðið - 12.05.2006, Side 8
8 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR VERÐKÖNNUN Tæplega 61 prósents verðmunur er á ódýrustu og dýrustu vörukörfunni í matvöru- verslunum í Reykjavík samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands í tólf matvöruverslunum í maí. Er það sjö prósentum meiri verðmunur en mældist í seinustu verðkönnun sem var gerð í janúar. Vörukarfan samanstendur af 22 almennum neysluvörum til heimil- isins og reyndist hún ódýrust í Bónus sem var með lægsta verðið í 21 vöruflokki. Dýrust var karfan í Ellefu-ellefu sem var með hæsta verðið í 18 vöruflokkum. Henný Hinz, verkefnisstjóri hagdeildar ASÍ, segir sláandi mun á verði milli verslana. Bornar séu saman nákvæmlega sömu vörur og í ellefu vörutegundum reynist verðmunur meiri en 100 prósent. Hún tekur þó fram að munur sé á verslanategundum og minni verð- munur sé til dæmis á milli lágvöru- verslana. Í könnunum ASÍ er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki lagt mat á gæði eða þjón- ustu söluaðila. Verð á ódýrustu körfunni hefur hækkað um rúmlega 19 prósent frá janúarkönnuninni og dýrasta karf- an hefur hækkað um rúmlega 24 prósent. - sdg TÍMI TIL AÐ LEGGJA FJÖGURRA AKREINA SUNDABRAUT Í EINUM ÁFANGA - ALLA LEIÐ UPP Á KJALARNES Skipulagsstefna Sjálfstæðisflokksins og önnur stefnumál á betriborg.is VEISTU SVARIÐ 1 Hvers vegna á Silvía Nótt á hættu að verða vikið úr Eurovision? 2 Hvaða tvö nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa gert tilkall til Lönguskerja? 3 Hvaða lið er Evrópumeistari félags-liða í fótbolta? SVÖR Á SÍÐU 54 VERÐKÖNNUN ASÍ - TAFLA Maí 2006 Ódýrasta karfan - Bónus 3.926 Dýrasta karfan - Ellefu-ellefu 6.304 Janúar 2006 Ódýrasta karfan - Bónus 3.286 Dýrasta karfan - Tíu-ellefu 5.071 Mjög mikill verðmunur er á matvöru milli verslana: Sláandi munur á vöruverði FATLAÐIR Boðað setuverkfall mun hafa veruleg áhrif á fatlaða. Tæp- lega fjörutíu fatlaðir eru hjá starfs- þjálfunarstaðnum Örva í Kópa- vogi. Þeir verða líklega að vera heima ef boðað setuverkfall félags- liða, stuðningsfulltrúa og annarra starfsmanna á starfsþjálfunar- staðnum skellur á um miðjan maí, að minnsta kosti þeir sem þurfa aðstoð til að komast á staðinn því að sú þjónusta mun ekki standa þeim til boða. Setuverkfallið mun því raska ró þeirra verulega. Vilhjálmur Bjarnason dósent á 24 ára tvíburadætur, Huldu Guðnýju og Kristínu Mörtu, í starfsþjálfun hjá Örva. Honum líst ekkert á blikuna og bendir á að starfið sé fötluðum mikilvægara og merkilegra en flestum öðrum. Það sé þeim „sjálfsvirðingin sjálf“ að geta unnið. „Í búðum verða fatlaðir svo ánægðir þegar þeir sjá vörur sem þeir hafa verið að pakka í Örva. Ef það verður röskun á högum þeirra þá líður þeim illa. Flestir fatlaðir eru svo háðir því að líf þeirra rask- ist ekki á neinn hátt, það haldi sömu reglu og áður, mæti í vinnu og fái þá aðstoð sem þeir þurfa. Fatlaðir skilja ekki verkföll eða stéttarbar- áttu en þeir eru óskaplega sam- viskusamir í vinnu, svíkjast ekki um og stökkva ekki út í reyk og pásu.“ Kristjana Jónsdóttir er verk- stjóri í Örva. Kristjana sér um að velja fólk í störf og halda 17-18 starfsmönnum að vinnu í 10-15 mismunandi störfum á tveimur vöktum, fyrir og eftir hádegi á hverjum degi. Í Örva eru fram- leiddar ýmsar plastvörur og vörum pakkað. Kristjana fær 127 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf og ekkert álag. Vilhjálmur segir vel skiljanlegt að starfsmenn í umönn- unarstörfum segi hingað og ekki lengra. „Kjör þeirra eru „skítleg“. Þetta fólk hefur ábyggilega dregist aftur úr fólki í sambærilegum störfum,“ segir hann. Ástandið á sambýlum, hæfing- arstöðvum, heimilum og starfs- þjálfunarstöðum fyrir fatlaða hefur verið slæmt lengi. „Setu- verkfallsástand hefur verið nánast viðvarandi í lífi þessa fólks vegna manneklu og vegna þess að nýliðar fara viðstöðulaust inn og strax út aftur vegna lágra launa. Blessað fólkið okkar býr og lifir við setu- verkfallsástand og hefur gert lengi en það er fyrst nú sem það kemur fram í þjóðfélagsumræðunni,“ segir Kristjana. ghs@frettabladid.is Mega ekki við verkfalli Boðað setuverkfall mun raska ró fatlaðra og hafa slæm áhrif á líf margra þeirra. Vilhjálmur Bjarna- son, foreldri fatlaðra tvíbura, segir að fatlaðir séu háðir því að líf þeirra raskist ekki á neinn hátt. MEÐ TVÍBURADÆTRUNUM „Í búðum verða fatlaðir svo ánægðir þegar þeir sjá vörur sem þeir hafa verið að pakka í Örva. Ef það verður röskun á högum þeirra þá líður þeim illa,“ segir Vilhjálmur Bjarnason dósent. Frá vinstri: Auður María Aðalsteinsdóttir og Vilhjálmur með tvíburadætrum sínum, Huldu Guðnýju og Kristínu Mörtu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVALBARÐI Alex Hartley, breskur listamaður heldur því fram að hann hafi uppgötvað nýja eyju í Sval- barða-eyjaklasanum og gerir tilkall til þess að eiga hana. Hann hefur nefnt hólmann Nýmörk, að því er greint er frá á vef Aftenposten. Hólminn er meðal mýmargra skerja og smáeyja sem komið hafa undan Norðuríshafs-ísnum sem hefur hopað verulega á þessum slóðum á síðustu árum. „Nýmörk“ er á stærð við fótboltavöll og er við austurströnd Svalbarða, þar sem heitir Land Ólafs V. Harley tjáði norska ríkissjónvarpinu að hann vildi stofna sitt eigið örríki á eynni „sinni“, helst lýðveldi. - aa Englendingur á Svalbarða: Gerir tilkall til smáeyjar Í 75 ár hefur Dethleffs verið í fararbroddi í gerð framúrskarandi hjólhýsa og nú á afmælisárinu eru það viðskiptavinirnir sem fá afmælisgjöfina: 100.000 kr. inneign í nýju fortjaldi frá Isabella sem fylgir hverju nýju Dethleffs hjólhýsi. Nýtt Dethleffs hjólhýsi Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is með 100.000 kr. afmælisgjöf til þín Umboðsmaður á Akureyri: Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2 INNKAUP ÓDÝRUST VAR KARFAN Í BÓNUS.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.