Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 28
12. maí 2006 FÖSTUDAGUR28
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.518 +0,82% Fjöldi viðskipta: 273
Velta: 2.888 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 63,10 +0,64% ... Alfesca
3,75 -1,06%... Atorka 5,72 -0,69% ... Bakkavör 50,40 +0,60% ...
Dagsbrún 5,19 -0,77% ... FL Group 18,10 +2,26% ... Flaga 4,07
+0,00% ... Glitnir 16,80 +0,60% ... KB banki 748,00 +0,95% ...
Kögun 74,50 +0,00% ... Landsbankinn 21,50 +2,87% ... Marel
70,30 +0,00% ... Mosaic Fashions 17,40 -0,57% ... Straumur-
Burðarás 16,70 -0,60% ... Össur 106,00 +0,00%
* í gær kl. 14.15
MESTA HÆKKUN
Landsbankinn +2,87%
FL Group +2,26%
KB banki +0,95%
MESTA LÆKKUN
Alfesca -1,06%
Dagsbrún -0,77%
Atorka -0,69%
Danskir fjölmiðlar gerðu
fundi Árna Mathiesen
fjármálaráðherra í Kaup-
mannahöfn talsverð skil.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra
kynnti ásamt Þorsteini Þorgeirs-
syni, hagfræðingi í fjármálaráðu-
neytinu, stöðu íslenskra efnahags-
mála fyrir dönsku fjármálafólki og
blaðamönnum.
Almennt virðist fundurinn hafa
fallið í góðan jarðveg og umfjöllun
um hann yfirveguð. Börsen fjallar
um spá fjármálaráðuneytisins sem
gerir ráð fyrir að mjúk lending náist
í hagkerfinu og viðskiptahallinn
minnki með veikingu krónunnar.
Börsen hefur áhuga á krónunni og
dregur fram að fjármálaráðherra
hafni því að festa gengi krónunnar
við evru.
Börsen ræðir einnig við Davíð
Oddsson seðlabankastjóra sem
boðar einnig mjúka lendingu og
hagvöxt á næsta ári þrátt fyrir að
hann verði ekki mikill. Davíð segir
útlán bankanna of mikil, en áréttar
fjárhagslegan styrk þeirra og bend-
ir á hagnað þeirra og mikil erlend
umsvif.
Umfjöllun Berlingske Tidende
sker sig nokkuð úr umfjöllun ann-
arra danskra fjölmiðla. Fyrirsögn á
grein um fjármálaráðherra er „Dýra-
læknirinn á bak við fjármál Íslands“.
Þar segir að það sé gráglettni
örlaganna að þegar Íslendingar ryk-
sugi fjárfestingar í Norður-Evrópu
og krónan sé í hrunadansi sé fjár-
málaráðherrann dýralæknir og sér-
fræðingur í fisksjúkdómum. Síðan
er miklu púðri eytt í að ættfæra ráð-
herrann og gera grein fyrir mægð-
um hans við Þórð Friðjónsson, for-
stjóra Kauphallarinnar, og tengslum
við áberandi fólk í íslensku þjóðlífi.
Berlingske tekur yfirlýsingum
fundarins með miklum fyrirvara og
svarar í blaðamannstexta tilvitnun-
um í ráðherrann. Þeir ræða síðan við
Carsten Valgreen hjá Danske Bank
sem er sömu skoðunar og fyrr um
stöðu íslenskra efnahagsmála.
Blendin umfjöllun
ÁRNI MATHIESEN FJÁRMÁLARÁÐHERRA
Danskir fjölmiðlar gerðu málflutningi Árna
góð skil. Berlingske Tidende var þó afar
neikvætt og gerði mikið úr því að íslenski
ráðherrann væri dýralæknir að mennt.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Faxafen 12 - Reykjavík
Opið fimmtudag og föstudag 10-18, laugardag 10-16, sunnudag 12-17.
Lager
á 2. hæð Faxafeni 12,
fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag
sala
Kínverjar fá pílur út af gengismálum
Alþjóðabankinn hefur þrýst á Kínverja að leyfa gengi
renminbisins (sem er jú kínverska og þýðir „gjald-
miðill alþýðunnar“) að styrkjast hraðar en raunin er.
Kínverski gjaldmiðillinn er líka kallaður júan.
Bankinn taldi æskilegt að styrking kæmi fram
áður en skýrsla kæmi frá fjármálaráðuneyti Banda-
ríkjanna því talið var líklegt að tilkynnt yrði að Kína
ráðskaðist óeðlilega með gjaldeyrismarkaðinn.
Skýrslan kom hins vegar út í gær og var ekki tekið
svo djúpt í árinni, þótt kvartað væri yfir hægagangi
í endurbótum á gengisstefnu. Þetta hefur vakið
hörð viðbrögð gagnrýnenda sem telja
ráðuneytið hafa misst af tækifæri
til að þvinga Kínverja að samninga-
borðinu. Styrking renminbisins skiptir
Bandaríkin miklu máli vegna við-
skiptahalla landsins. Kínverjar segjast
hins vegar standa við áætlanir sínar, sem
miðist við hag lands og þjóðar.
Gull í nýju aldarfjórðungshámarki
Enn hækkar gull í verði og náði í gær nýju hámarki
á nokkrum dögum. Viðmiðunarverð á markaði
í New York hækkaði um tvö prósent og kostaði
únsan á hádegi í gær 720 Bandaríkjadali.
Verðhækkunin er sögð skýrast af miklum gull-
kaupum á mörkuðum, en gullið hefur orð á sér fyrir
að vera traust fjárfesting. Órói á fjármálamörkuðum
verður þannig gjarnan til þess að menn sækja í
„öruggari“ fjárfestingar og ýtir það undir viðskiptin.
Með auknum viðskiptum hækkar verðið, í takt við
lögmál um framboð og eftirspurn.
Gullverð hefur að sögn ekki verið
hærra síðan í september 1980, en í þeim
mánuði slógust Jimmy Carter og Ronald
Reagan í kosningabaráttu í Bandaríkj-
unum og á tennisvellinum áttust við
Björn Borg og John McEnroe. Í sama
mánuði dó John Bonham, trommari
Led Zeppelin.
Peningaskápurinn...
Ísland er í fyrsta sæti
hvað varðar samkeppnis-
hæfni landa í Evrópu og
í fjórða sæti samanborið
við 60 lönd. Það sem
stendur í vegi fyrir fyrsta
sæti er íbúafjöldinn á
Íslandi.
Viðskiptaráð Íslands og Glitnir
banki kynntu niðurstöður árlegrar
alþjóðlegrar könnunar IMD við-
skiptaháskólans í Sviss á sam-
keppnishæfni Íslands fyrir árið
2006 í gær. Í könnuninni kom fram
að Ísland er í fjórða sæti yfir sam-
keppnishæfni ríflega 60 landa og
stendur í stað á milli ára en í fyrsta
sæti samanborið við önnur lönd í
Evrópu. Bandaríkin eru í efsta
sæti, Hong Kong í öðru sæti og
Singapúr í því þriðja.
Þá er Ísland jafnframt í fjórða
sæti þegar litið er á skilvirkni hins
opinbera en löndin í efstu sætum
eru Hong Kong, Singapúr og Dan-
mörk. Ísland var í sjötta sæti á síð-
asta ári og færist upp um tvö sæti
á milli ára. Því er að þakka lítilli
skriffinnsku og sveigjanleika á
vinnumarkaðnum hér á landi, að
sögn Halldórs Benjamíns Þor-
bergssonar, sem kynnti niðurstöð-
ur könnunarinnar.
Ingólfur Bender, forstöðumaður
greiningardeildar Glitnis banka,
sagði könnunina mikilvægt inn-
legg í umræðuna um efnahagsmál
hér á landi og vísaði til illa ígrund-
aðra umfjallana erlendra aðila um
stöðuna. Ástæðan fyrir því að
Ísland nær ekki hærra í könnun-
inni sagði hann vera þá að ekki sé
hægt að keppa við stærri hagkerfi
hvað íbúafjölda varðar. „Stærð
hagkerfisins er stór mínus en við
getum ekki breytt því,“ sagði hann
og benti á að Íslendingar væru ein-
faldlega of fáir miðað við milljóna-
þjóðirnar sem ofar væru, s.s.
Bandaríkin og Singapúr. Þá sagði
Ingólfur að auka yrði framleiðni
hér á landi en benti á að Íslending-
ar gætu lært mikið af þeim þjóð-
um sem væru í þremur efstu
sætum könnunarinnar.
jonab@markadurinn.is
FRÁ KYNNINGU KÖNNUNARINNAR Í GÆR Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Viðskipta-
ráðs, Ingólfur Bender, forstöðumaður Glitnis banka, og Halldór Benjamín Þorbergsson,
hagfræðingur Viðskiptaráðs. MYND/HÖRÐUR SVEINS.
Ísland samkeppnishæfast
Vísitala neysluverðs mælist nú
258,9 stig og hækkaði um 1,45 pró-
sent frá fyrri mánuði samkvæmt
nýjum tölum sem Hagstofan birti
í gær fyrir maímánuð. Niðurstað-
an er yfir meðalspá greiningar-
deilda viðskiptabankanna, sem
gerði ráð fyrir hækkun frá 1,1 til
1,5 prósenta. Vísitala neysluverðs
án húsnæðis er 239,6 stig og hækk-
aði um 1,48 prósent frá aprílmán-
uði.
Verðbólgan mælist nú 7,6 pró-
sent og er langt yfir verðbólgu-
markmiði Seðlabankans, sem er
2,5 prósent. Undanfarna þrjá mán-
uði hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 3,8 prósent en það
jafngildir 15,9 prósenta verðbólgu
á ári. Gengislækkun krónunnar og
verðhækkanir á bílum og elds-
neyti eiga stærstan þátt í hækkun
vísitölunnar.
Samkvæmt greiningardeildum
viðskiptabankanna styðja nýjar
verðbólgutölur enn við spár þeirra
um að Seðlabankinn muni enn
hækka stýrivexti sína hinn 18. maí
næstkomandi um 50 til 75 punkta.
Í Hálf fimm fréttum Greiningar-
deildar KB banka segir að síðast-
liðin tvö ár hafi hækkun fasteigna-
verðs keyrt verðbólguna áfram en
nú hafi orðið kaflaskil þar sem
greina megi verðbólguþrýsting í
öllum undirliðum vísitölunnar.
Verðbólgutölurnar nú hljóti að
vera áfall fyrir framgang verð-
bólgumarkmiðsins og trúverðug-
leika Seðlabankans. - hhs
Verðbólgan ótamin
LÍTILL ÞÚSUNDKALL Eftir því sem verðbólgan eykst þá minnkar verðgildi peninganna, þótt
ekki skreppi þeir saman líkt og þúsundkrónaseðillinn hér fyrir ofan. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
MARKAÐSPUNKTAR...
Verðbólga á Írlandi mældist 3,8 prósent í
apríl. Stjórnarandstæðingar sökuðu ríkis-
stjórn landsins um að halda ekki aftur af
verðbólgunni, sem hafi farið úr böndun-
um og sé meiri en á evrusvæðinu.
Icelandic Asía, dótturfélag Icelandic
Group, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu
um kaup á 51 prósents eignarhlut í fyrir-
tæki í eldi og vinnslu í Kína. Áætlanir eru
um að tvöfalda afkastagetu á næstu tólf
mánuðum og að velta félagsins muni
nema um 25 milljónum Bandaríkjadala.
Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar
hf. (TM) nam 626 milljónum króna á
fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra
nam hagnaðurinn 1,43 milljörðum
króna. Rekstrartap af vátryggingastarf-
semi á tímabilinu nam 215 milljón-
um króna en skýrist af tapi á rekstri
ökutækjatrygginga.
HÆKKUN VÍSITÖLU NEYSLUVERÐS
- SPÁR VIÐSKIPTABANKANNA
Glitnir 1,50%
Kaupþing banki 1,10%
Landsbankinn 1,10%
Raunhækkun 1,45%
ICEX-15 5.518
+0,82%
Fjöldi viðskipta
273
Velta 2.888 milljón-
ir
Mesta hækkun
Landsbankinn
+2,87%
FL Group +2,26%
KB banki +0,95%
Mesta lækkun
Alfesca -1,06%
Dagsbrún -0,77%
Atorka -0,69%
ACTAVIS 63,10 +0,64%
... Alfesca 3,75 -1,06%...
Atorka 5,72 -0,69% ...
Bakkavör 50,40 +0,60%
... Dagsbrún 5,19 -0,77%
... FL Group 18,10
+2,26% ... Flaga 4,07
+0,00% ... Glitnir 16,80
+0,60% ... KB banki
748,00 +0,95% ... Kögun
74,50 +0,00% ... Lands-
bankinn 21,50 +2,87%
... Marel 70,30 +0,00%
... Mosaic Fashions 17,40
-0,57% ... Straumur-
Burðarás 16,70 -0,60% ...
Össur 106,00 +0,00%
* í gær kl. 14.15