Fréttablaðið - 12.05.2006, Síða 29

Fréttablaðið - 12.05.2006, Síða 29
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er föstudagurinn 12. maí, 132. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 4.23 13.24 22.28 Akureyri 3.50 13.09 22.30 NEYSLA Á SMJÖRI OG OSTI HEFUR AUKIST MILLI ÁRA. MUN MEIRA HEFUR SELST AF SMJÖRI OG OSTI FYRSTU FJÓRA MÁNUÐI ÁRSINS EN Á SAMA TÍMA Í FYRRA. Mun meira hefur selst af smjörva og osti fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á sama tímabil í fyrra að því er fram kemur í yfirliti 0sta og smjörsölunnar. Sala á viðbiti hefur aukist um 4,3 prósent frá fyrra ári og munar þar mest um 6,5 prósenta meiri sölu smörva en smjörið hefur aukið hlut sinn um rúmt prósent. Ostasalan eykst um 4,5 prósent. Hlutfallslega er aukningin mest í 11% ostum, heil 72 prósent, en þar er sneiddur ostur að koma sterkur inn. Einnig hefur sala rjómaosta og rifinna osta aukist töluvert. Heildarsala Osta og smjörsölunnar á þessu fjögurra mánaða tímabili jókst um tæp sjötíu tonn, úr 1.944 tonnum í 2.013 tonn, sem er 3,5 prósenta aukning. Allar líkur eru á að auka þurfi greiðslumark í mjólk um nokkrar milljónir lítra á næsta verðlagsári. Viðbit selst vel Gallabuxur eru á tuttugu prósenta afslætti þessa vikuna í ZikZak Tískuhúsi. Verslanir ZikZak má finna í Grafarvogi, Mörkinni, Kópa- vogi, Hafnarfirði, Keflavík og á Selfossi. Lagersala er í verslun H&M Rowells. Veittur er helmings- afsláttur af öllum vörum. Holtið stendur fyrir Peter Lehmann-dögum fram til sunnudags. Boðið verður upp á veglegan kvöldverð þar sem matur og vínglas með hverjum rétti kostar aðeins 9.500 krónur. Matseðilinn er glæsilegur og fjögurra rétta. Nánari upplýsingar má finna á www.holt.is. Pallaefni er á stórlækkuðu verði í Húsasmiðjunni. Einnig eru skjólveggir, viðarvarnir, blómakassar, pallaeiningar og ýmislegt annað á tilboði á Sælureitar- dögum Húsa- smiðjunnar. ALLT HITT [MATUR TILBOÐ] PÓLSKA SÆLGÆTIÐ VINSÆLT Mikið líf er í pólsku búðinni Stokrotka í Hafnarfirði þar sem gott úrval er af pólsk- um mat og sælgæti. MATUR 2 EINFALT Í ELDHÚSINU Suman mat eiga allir að kunna að elda. Hafragrautur, soðin egg og pasta eru allt fljótlegir og seðjandi réttir. TILBOÐ 7 Marentza Poulsen er eigandi kaffi- hússins Café Flóra í Grasagarðinum. Marentza er full tilhlökkunar þessa dagana yfir opnun kaffihússins og segist hlakka til að taka á móti gestum sínum á ný. Café Flóra í Grasagarðinum hefur fest sínar sumarrætur og bíða margir spenntir eftir að komast í kræsingarnar og það þægi- lega andrúmsloft sem þar er að finna. Marentza Poulsen, eigandi Café Flóru, er spennt fyrir opnuninni í næstu viku og er að leggja lokahönd á að fegra Flóruna sína eins og henni einni er lagið. „Við erum svo spennt að byrja. Café Flóra verður eins og verið hefur síðastliðin níu ár nema að við erum búin að koma okkur upp nýrri aðstöðu sem gerir okkur kleift að veita enn betri þjónustu. Þetta verður allt annað líf bæði fyrir kúnnann og okkur,“ segir Mar- entza. „Á hverju ári er einhverju nýju bætt á matseðilinn og í sumar ætlum við að keyra matseðilinn á ferskleika. Kryddjurt- irnar sem við notum eru lífrænt ræktaðar úr Grasagarðinu og við nýtum svo græn- metisuppskeru garðsins. Þannig höfum við aðgang að besta og ferskasta hráefni sem völ er á. Grasagarðurinn er með metnaðar- fulla sumardagskrá. Meðal annars er boðið upp á námskeið sem ber heitið Matur og kryddjurtir.“ Marentza segir Grasagarðinn vera sælu- reit sem fólk ætti að nýta til fulls. „Með því að koma í Grasagarðinn, þreyttur eftir vinnudaginn, ferð þú endurnærður heim. Á kvöldin er svo rómantískt að ganga um Grasagarðinn og líta þá við á Café Flóru og fá sér hressingu. Ef það er kalt úti má baða sig í sólinni inni í glerskálanum og sé rign- ing, þá kveikjum við bara á kerti og hlust- um á regnið falla á glerið.“ Café Flóra verð- ur opin alla daga frá klukkan 10 til 22. Marentza lætur lesendum í té uppskrift af appelsínusalati með þorski sem hún segir passa vel við þá yndislegu árstíð sem geng- ur nú í garð. Uppskriftina má finna á síðu 3. johannas@frettabladid.is Býður með brosi í mat Marentza Poulsen, fagurkeri og kaffihúsaeigandi, tekur brosandi á móti þyrstum og svöngum gestum Grasagarðsins í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.