Fréttablaðið - 12.05.2006, Síða 31

Fréttablaðið - 12.05.2006, Síða 31
FÖSTUDAGUR 12. maí 2006 3 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Kartöflur með möndlum og spínati Hvaða meðlæti á að hafa með grill- matnum í sumar? Fyrir okkur Íslend- inga jafnast ekkert á við kartöflur. Samkvæmt heimildum á Vísindavefn- um, þá var það árið 1758 að Hastfer barón á Bessastöðum uppskar fyrstu „íslensku“ jarðeplin, eins og kartöflur voru þá nefndar. Hálfri öld seinna má sjá þess merki að kartöflur eru á góðri leið með að verða ómissandi matur á hvers manns borði hér á landi. Kartöfluréttur sumarsins er auðveldur, bragðgóður og öðruvísi. 1/2 kg kartöflur 1 rauður laukur (skorinn í þunna fleyga) 1 hvítlauksgeiri (marinn m. hnífs- blaði og saxaður) 1 msk. ólífuolía 70 g möndluflögur 1/2 poki ferskt spínat 1/3 dl rjómi Salt og pipar 1. Þvoið kartöflurnar og skerið þær í sneiðar. 2. Steikið lauk og hvítlauk í ólífuolíu á stórri pönnu og setjið möndluflög- urnar út í þegar laukurinn er orðinn mjúkur. Steikið áfram dálitla stund og bætið þá kartöflusneiðunum við. Snöggsteikið kartöflurnar þar til þær fá á sig gullinn lit. Setjið þá spínatið út í og veltið því saman við þar til það mýkist. 3. Hellið rjómanum þá yfir, blandið öllu vel saman. Setjið kartöflublönd- una í eldfast mót og bakið í 190 gráðu heitum ofni í 20 mínútur. Ölgerðin hlaut nýlega gullverð- laun í heimsmeistarakeppni bjórtegunda þar sem Egils Lite bjórinn var valinn besti bjórinn í sínum flokki. World Beer Cup 2006 keppnin var haldin fyrr í mánuðinum en þar hlaut Ölgerðin gullverðlaun fyrir Egils Lite bjórinn sem hún er með í framleiðslu. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar komast á verðlaunapall í þessari keppni sem að þessu sinni var haldin í Seattle. Ölgerðin hlaut gullverðlaun í flokki kolvetnis- snauðra léttbjóra eða American-Style Low- Carbohydrate Light Lager. Risabjórfram- leiðandinn Foster´s hlaut silfurverðlaun í sama flokki Til að hljóta gull- verðlaun á World Beer Cup þarf til- tekinn bjór að telj- ast framúrskar- andi fulltrúi í sínum flokki á heimsvísu og hafa til að bera full- komið jafnvægi í bragði, ilmi og útliti. Þessi verð- laun eru því mikil viðurkenning fyrir þróunarstarf Ölgerðarinnar. Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar, er einn af þeim sem unnið hafa að þróun Lite-bjórsins. Hann segir verðlaunin vera mikinn heiður. „Það sem er ólíkt þessari keppni frá öðrum er að einungis eru veitt ein gullverðlaun í hverjum flokki,“ segir Guðmundur. „Við vonumst til að verðlaunin færi Ölgerðinni aukinn hróður á heimsmarkaði enda eru þetta nokkuð stór verð- laun að vinna.“ Lite-bjórinn frá Ölgerðinni hefur að geyma 29 kaloríur í hverj- um 100 millilítrum og við þróun bjórsins var mikið lagt upp úr því að ná fram fyllingu í lit og bragði en halda hitaeiningunum í skefj- um. Því er bjórinn bragðgóður og fríar neytendur hans undan áhyggjum af orkuinnihaldi. Þó mætti kannski halda því fram að dómararnir hafi fengið mestu gleðina út úr World Beer Cup. En 109 manns frá 18 löndum fengu það skemmtilega verkefni að dæma 2.221 bjórtegund frá 540 framleiðendum í 56 löndum. johannas@frettabladid.is Heimsmeistari bjóra Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar, og starfsfólk hans er að vonum ánægt með árangurinn. Verðlaunahafinn á World Beer Cup 2006. Sætuefnið Aspartam er selt undir nafninu Nutrasweet og er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni. Það er um 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og á því byggist notkun efnisins. Aspartam er búið til úr tveimur amínósýrum en prótín eru einnig búin til úr amínósýr- um. Þegar aspartam berst inn í líkam- ann klofnar það niður í amínósýrurnar fenýlalanín (um 50%) og aspartínsýru (um 40%) en þar að auki breytast um 10% efnisins í metanól eða tréspíritus. Aspartam var sett á markað í Bandaríkjunum 1981 og fljótlega þar á eftir í Evrópu og víðar. Það er nú notað í að minnsta kosti 100 löndum og hefur því verið notað í stórum stíl í bráðum 20 ár. Varla hefur nokkurt aukaefni í matvælum verið rannsakað eins mikið og aspartam og þessar rannsóknir halda áfram. Hvað er } Aspartam? 300 til 400 grömm þorskur (má vera annar fiskur) salt pipar 1 lárviðarlauf 4 appelsínur 1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar 1 msk kapers söxuð steinselja Dressing: 1 hvítlauksrif, pressað 1 tsk chilipipar, fínt saxaður 2 msk hvítvínsedik 2 msk ólífuolía Beinhreinsið fiskinn. Skerið í bita, setjið vatn í pott með salti, pipar og lárviðarlaufi. Sjóðið fiskinn í 3 til 4 mínútur. Takið fiskinn úr soðinu og kælið. Afhýðið appelsínuna, skerið í þunnar sneiðar. Hristið saman olíu, hvítvínsedik, hvítlauk og chilli. Raðið appelsínu- sneiðunum á disk eða fat, setjið fiskinn í miðjuna, síðan rauðlauk og kapers. Hellið dressingunni varlega yfir, stráið saxaðri steinselju yfir. Þetta er góður forréttur eða létt sumarmáltið með nýbökuðum brauðum. Uppskrift Marentzu } Léttsoðinn þorsk- ur á appelsínubeði Íslandsmeistari kaffibarþjóna 2006 www.kaffitar.is IMMA mælir með nýrri uppskeru af KÓLUMBÍU SUPREMÓ GUADALUPE Fæst í öllum helstu matvöru- verslunum og á kaffihúsum Kaffitárs • Kringlunni • Bankastræti • Þjóðminjasafni • Stapabraut 7 • Flugstöð Leifs Eiríkssonar H 2 hönnun 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI www.aman.is S. 533 1020
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.