Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 12.05.2006, Qupperneq 62
 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hagfræðingurinn heimskunni John Kenneth Galbraith lést á dögunum, 97 ára að aldri. Snemma á áttunda áratug var ég eitt sinn í hópi nokkurra námsmanna í Oxford, sem snæddu kvöldverð með Galbraith í matstofu mál- fundafélags háskólans, áður en hann flutti þar ræðu. Hann var mjög hár og afar grannur, með arnarnef, heldur þurr á manninn. Ég sagði honum, að ég ynni að doktorsritgerð um kenningar Frið- riks von Hayeks. Hann kvaðst þá hafa sótt málstofu hjá Hayek í Hagfræðiskólanum í Lundúnum (L. S. E.) á fjórða áratug, og hefði Hayek verið einhver leiðinlegasti maður, sem hann hefði kynnst. Mér fannst heldur lítið gert úr þessu átrúnaðargoði mínu, svo að ég sagði, að margir væru nú að taka upp hugmyndir Hayeks, til dæmis þau Thatcher í Bretlandi og Reagan í Bandaríkjunum. Það stóð ekki á svarinu: „Það sýnir bara, hvað hægri menn eru hug- myndasnauðir.“ Þegar ég hlýddi síðan á erindi Galbraiths, áttaði ég mig á því, hvers vegna hann hafnaði oftast kappræðum við skoðanabróður Hayeks og annað átrúnaðargoð mitt, Milton Friedman, þessum orðum: „Það er vegna þess, að Fri- edman er betri ræðumaður en ég, en ég er betri rithöfundur en hann.“ Galbraith var lítt áheyri- legur ræðumaður. En vissulega skrifaði hann fjörlegan stíl og kunni að krydda textann með sögum af furðulegu fólki, enda hafa tvær bækur eftir hann verið þýddar á íslensku, Iðnríki okkar daga og Öld óvissunar. Það var þó ef til vill líka önnur ástæða til þess, að hann vildi sjaldnast etja kappi við Friedman. Hún var, að kenningar hans sjálfs stóðust ekki gagnrýni. Galbraith kærði sig sennilega ekki heldur um, að ýmsir spádómar hans væru rifjað- ir upp, til dæmis um það skömmu eftir stríð, að Austur-Þýskalandi myndi vegna miklu betur með áætlunarbúskap en Vestur-Þýska- landi við skipulag frjálsra við- skipta. Ein kenning Galbraiths var svonefnd samrunakenning: Kapít- alismi væri smám saman að líkj- ast sósíalisma vegna aukinna rík- isafskipta á Vesturlöndum, um leið og sósíalismi tæki á sig svip kapítalisma vegna greiðari mark- aðsviðskipta í kommúnistaríkjum. Þessi kenning hrundi um leið og Berlínarmúrinn. Kapítalisminn sigraði, sósíalisminn tapaði. Blair er pólitískur stjúpsonur That- chers. Jafnvel Kínverjar viður- kenna kosti einkaeignarréttar og frjálsra viðskipta. Önnur kenning Galbraiths var um ofurvald stórfyrirtækjanna. Hann hélt því fram, að frjáls sam- keppni væri lítið annað en fagur- gali hagfræðinga eins og Hayeks og Friedmans. Í raun og veru réðu stórfyrirtæki yfir einstökum mörkuðum, stjórnuðu þörfum neytenda með auglýsingabrellum og settu verð eins og þeim sýndist. Stjórnendur þessara fyrirtækja hefðu öll völd, en eigendurnir skiptu engu máli. Þessi kenning er líka röng. Í fyrsta lagi geta stór- fyrirtækin ekki stjórnað þörfum neytenda. Auglýsingar koma úr öllum áttum. Menn þurfa að velja um það, á hvaða auglýsingum þeir taka mark. Ef þeir vilja ekki vör- una, þá selst hún ekki, eins og hefur margsýnt sig. Stórfyrirtækin setja sjaldnast heldur verð á einstökum mörkuð- um, nema þau njóti sérstakrar verndar ríkisins. Hvers vegna hafa til dæmis mörg alþjóðleg flugfélög riðað til falls hin síðari ár? Á sumum mörkuðum eru ekki heldur nein stórfyrirtæki, heldur aragrúi lítilla fyrirtækja, þar sem einstaklingar selja aðallega þekk- ingu sína. Í fjórða lagi eru stjórn- endur stórfyrirtækja síður en svo alráðir um þau. Eigendur hluta- bréfa eiga ætíð þann kost, ef þeir eru óánægðir, að selja þá hluta- bréf sín og kaupa í öðrum fyrir- tækjum. Þar sem fjármagnsmark- aður er virkur, búa stjórnendur stórfyrirtækja við aga, sem knýr þá til að þjóna öðrum dyggilega. Í bókum sínum hafði Galbraith gaman af því að afhjúpa kapítal- ista og þá, sem hann taldi launaða talsmenn þeirra. En í raun afhjúp- aði hann þar sjálfan sig. Á bak við ádeilur hans á kapítalisma bjó gremja hrokafulls menntamanns, sem taldi fram hjá sér gengið, því að völdin ættu að vera í höndum sjálfvalins gáfumannafélags. Sýna kenningar hans ekki, hversu hug- myndasnauðir vinstri menn eru? Galbraith látinn Í DAG JOHN KENNETH GAILBRAITH HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í bókum sínum hafði Gal- braith gaman af því að afhjúpa kapítalista og þá, sem hann taldi launaða talsmenn þeirra. En í raun afhjúpaði hann þar sjálfan sig. Framsóknarflokkurinn í Hafnar- firði býður fram í samstarfi við óháða. B-listinn er valkostur fyrir þá sem vilja fá nýjar hug- myndir og nýtt fólk að stjórn bæjarins. Við sem skipum B-list- ann förum fram undir kjörorðinu „Við getum betur“ því við erum sannfærð um að við getum betur á mörgum sviðum hér í Hafnar- firði og bjóðum fram okkar krafta til þess. Í skipulagsmálum þarf að breyta áherslum. Hafnarfjörður er bær í örum vexti og íbúum hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Hinsvegar hefur ekki tek- ist að láta uppbyggingu þjónust- unnar fylgja því. Í hinu nýja Vallahverfi er ekki kominn leik- skóli og ekki hefur verið hægt að bjóða upp á grunnskóla nema í bráðabirgðahúsnæði. Allir þekkja líka umferðar- vandann í bænum á morgnana. Þau mál þarf að leysa á næsta kjörtímabili. Það eru verkefni sem eru á vegum ríkisins og einn- ig annarra sveitarfélaga en Hafn- arfjarðar. Það þarf að setjast niður með öllum sem að málinu koma, finna lausn og fara að gera eitthvað í málinu. Fyrst þarf að ljúka tvöföldun Reykjanesbraut- arinnar en síðan liggur á að skipu- leggja hvernig við tengjum betur nýju hverfin við Reykjavík. Þar er m.a. rætt um Ofanbyggðaveg en líka hugmyndir eins og jarð- göng undir Setbergsásinn eða Urriðaholtið sem tengdist þá Reykjanesbraut með mislægum gatnamótum. Miðbærinn okkar er áskorun. Við búum í bæjarfélagi í fögru umhverfi en okkur hefur ekki tekist að byggja upp lifandi miðbæ. Við viljum hugsa málin upp á nýtt og efna til samkeppni um skipulag hans þar sem við köllum eftir tillögum um upp- byggingu hans í heild. Margar hugmyndir mætti þar nefna eins og listasmiðjur, fleiri handverks- fyrirtæki, nýsköpunarmiðstöð ungs fólks og fleira og fleira en mestu skiptir að hugsa svæðið í heild og það ætlum við að láta gera. Stefnumál okkar í heild má skoða á www.xbhafnarfjordur.is. Höfundur er í 1. sæti B-lista í Hafnarfirði. Nýjar leiðir í Hafnarfirðir UMRÆÐAN SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR SIGURÐUR EYÞÓRSSON FRAMBJÓÐANDI Viðey og Árbær Allt í einu er Árbæjarsafn orðið mál mál- anna í þjóðmálaumræðunni í Reykjavík. Eins og við var að búast hefur hugmynd um flutning þess út í Viðey hlotið mis- jafnar undirtektir – sumum finnst hún stórkostleg en öðrum vonlaus. Í kjölfarið hafa fleiri hugmyndir fylgt. Hans Kristján Árnason í Þjóðarhreyfingunni stingur upp á að safnið verði flutt í Vatnsmýr- ina en áður hafði Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður lagt til að það færi í Hljómskálagarðinn. Í kerskni hafa einhverjir nefnt að í stað þess að flytja safnið út í Viðey ætti að flytja Viðey í safnið. Kristján Frímann Kristjánsson kennari hefur útfært þá hugmynd og stingur upp á að Viðeyjar- stofa verði flutt í Árbæjar- safn og eyjan lögð undir flugvöll. Telur hann að slíkur flugvöllur gæti orðið sá flottasti í heimi. Klippt og límt á Mogganum Blaðamenn Morgunblaðsins eru yfirleitt ekki í vandræðum með að skrifa eigin fréttir í blaðið. Á því hafa þó verið undantekningar síðustu daga þegar blaðið hefur birt endursagnir úr umfjöllun Kastljóssins um Baugsmálið. Að sama skapi virðist höfundur Stak- steina aldrei í vandræðum með að viðra skoðanir sínar á mönnum og málefnum en aldrei þessu vant fengu lesendur ekki að bergja af viskubrunni hans í gær. Í staðinn var þar að finna leiðara Blaðsins frá deginum áður. Og um hvað fjallaði hann? Jú, umfjöllun Kastljóss um Baugsmálið og viðbrögð Baugsmanna við henni. Blaðið hlýðir kallinu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kallaði eftir umfjöllun fjölmiðla um nýlega grein Gísla Helgasonar í Fréttablaðinu um Reykjavíkurflugvöll. Þótti ráðherran- um greinin bera vott um „djúpstæðan ágreining milli forystumanna F-lista,“ en Gísli hefur verið varamaður Ólafs F. Magnússonar í borgarstjórn. Blaðið varð við ósk Björns og ræðir málið við Gísla í gær. Ekki þurfti nema sæmilega læst fólk til að sjá að grein Gísla var háðs- ádeila og staðfestir hann það í viðtalinu. Hitt vekur athygli að í færslu á netsíðu sinni á miðvikudag segist Björn vita að Blaðið hafi rætt við Gísla. Er það degi áður en viðtalið birtist. Strengurinn milli Björns og Blaðsins virðist því stuttur. bjorn@frettabladid.is Kraftur og hugmyndir Karl Tómasson skipar 1. sæti á lista VG í Mosfellsbæ. Hugmyndaríkur athafnamaður sem lætur verkin tala. Sú var tíð að helst var aldrei minnst á Ísland í dönskum blöð-um, hvað þá öðrum fjölmiðlum. Almenningur í Danmörku vissi lítið sem ekkert um þessa gömlu hjálendu norður í Atlantshafinu. Fæst ungt fólk í Danmörku þekkir aukheldur til gamalla stjórnskipulegra tengsla við Ísland. Allt hefur þetta breyst á örskömmum tíma. Danskir fjölmiðl- ar eru fleytifullir af efni um Ísland. Fullyrða má að þar í landi sé ekki skrifað jafn mikið um nokkurt annað land að jöfnum fólks- fjölda; og vera má að fullyrðingin standi þó að fólksfjöldasaman- burði sé sleppt. Hvað hefur valdið þessum skyndilega áhuga danskra fjölmiðla á Íslandi? Ekki er það enduruppvakinn áhugi á norrænum menning- ararfi. Sú hugsjón er löngu sofnuð svefninum langa í dönskum fjöl- miðlum. Áhuginn vaknaði hins vegar þegar íslenskir fjárfestar fóru að kaupa fyrirtæki og fasteignir í hjarta Kaupmannahafnar. Dagblaðið Berlingske Tidende hefur lengi verið flaggskip danskrar fjölmiðlunar, þó að það hafi um tíð verið í norskri eigu og strítt við bágan fjárhag. En Svíar framleiða núorðið Gammel Dansk; svo eignarhaldið er ekkert til að hafa minnimáttarkennd yfir. Sennilega nýtur ekkert dagblað á Norðurlöndum slíkrar virðingar sem Berlingske Tidende. Skrifum þess hefur til að mynda aldrei verið líkt við svokallaða gula pressu. Í gær birtist heilsíðugrein á baksíðu viðskiptablaðs Berlingske Tidende sem hófst á þessum orðum: „Það er gráglettni örlaganna að sagnaeyjan Ísland – á sama tíma og frumkvöðlar landsins ryk- sjúga upp öll fyrirtæki í Norður-Evrópu sem þeir geta keypt meðan íslenska krónan fellur – skuli eiga fjármálaráðherra sem er dýralæknir og sérfræðingur í fisksjúkdómum.“ Þarna er vel að orði komist og í engu hallað réttu máli. Þessi staðreynd um menntun fjármálaráðherra Íslands er þó senni- lega því aðeins sett fram með svo afgerandi hætti að í þessu efni standa Danir að sjálfsögðu feti framar en gamla hjálendan. Þjóðarbúskapur Dana hefur ekki í annan tíma staðið í meiri blóma en á valdaferli núverandi efnahags- og atvinnumálaráð- herra. Hann var lögregluþjónn áður en hann fór í stjórnmál og hóf nám við danska lögregluskólann 1975. Af opinberum gögn- um verður hins vegar ekki ráðið hvort því námi er lokið. Það er haft til marks um sterkan þjóðarbúskap Danmerkur og þann gríðarlega árangur sem Danir hafa náð á því sviði undir forystu lögreglumannsins frá Fjóni að jafnvel íslenskir fjárfest- ar – sem bara eiga dýralækni fyrir fjármálaráðherra – sáu á dög- unum gróðavon í því að kaupa húsnæði danska efnahags- og atvinnumálaráðuneytisins að Slotsholmsgade 10 til 12 í Kaup- mannahöfn og hafa nú af því góðar leigutekjur. En gráglettni örlaganna ríður sjaldnast við einteyming. Dag- inn áður en Berlingske Tidende skrifaði af vinarþeli og hjarta- gæsku um íslenska dýralækninn úr Hafnarfirði var kynnt á fundi í Börsen, gegnt efnahags- og atvinnumálaráðuneytinu á Hallarhólmanum í Kaupmannahöfn, harðasta gagnrýni í aldar- fjórðung frá OECD um ofhitnun í dönskum þjóðarbúskap. Hitt er ekki síður gráglettni örlaganna að sama dag og Berl- ingske Tidende birti grein sína um fjármálaráðherra gömlu hjá- lendunnar héldu þeir til sameiginlegs fundar í Vilníus í Litháen dýralæknirinn úr Hafnarfirði og lögregluþjónninn frá Fjóni til skrafs og ráðagerða við aðra norræna efnahags- og fjármálaráð- herra. Berlingske Tidende ætti alltént ekki að þrjóta erindið vegna efnisskorts. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Af dýralæknum og lögreglumönnum: Gráglettni örlaganna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.