Fréttablaðið - 12.05.2006, Page 74
12. maí 2006 FÖSTUDAGUR42
tonlist@frettabladid.is
> Plata vikunnar
Tool: 10.000 Days
„Nýja Tool-platan er alveg jafn fullkomin
og ég leyfði mér að vonast eftir. Í einu
orði sagt, meistaraverk!“ - BÖS
Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI
Red Hot Chili Peppers: Stadium
Arcadium, Pearl Jam: Pearl Jam,
Lára Rúnarsdóttir: Þögn, Jet
Black Joe: Full Circle og Halli
Reynis: Leiðin er löng.
Ýmsir: Litla hryllingsbúðin
„Skemmtileg plata þar sem hópur sterkra
söngvara stendur fyllilega fyrir sínu. Andrea
Gylfadóttir gnæfir þó upp úr sem plantan
Auður II.“
FB
The Fiery Furnaces: Bitter Tea
Fjórða plata The Fiery Furnaces er alveg virki-
lega pirrandi. Hvernig geta svona hæfileikaríkir
krakkar mögulega skapað svona leiðinlega
plötu?“
BÖS
The Zutons: Tired of Hanging
Around
„Önnur breiðskífa stuðboltanna í The Zutons
stenst allar væntingar, og gott betur. Ávísun
á gott skap, dillandi mjaðmahreyfingar og
töffaralegan lúftgítar.“
BÖS
Ghostface Killah: Fishcale
„Ghostface Killah er í fantaformi og fimmta
sólóplata hans gæti vel verið hans besta til
þessa. Fyrsta flokks austurstrandar hip hopp.“
BÖS
Mammút: Mammút
„Fyrsta plata Mammúts hefur að geyma
fjölmörg ljúfsár en kraftmikil gítarrokklög og
með frekari hljóðversvinnu getur hljómsveitin
aðeins orðið enn betri.“
SHA
Morrissey: Ringleader of the
Tormentos
„Morrissey fylgir bestu plötu sinni til þessa
eftir með annarri ágætis plötu. Kappinn er
fullur af sjálfsöryggi þessa dagana, og virðist
njóta þess að vera til... en er samt auðvitað
ennþá á bláu nótunum.“
BÖS
The Vines: Vision Valley
„Þriðja breiðskífa The Vines, og þeirra fyrsta sem
tríó, er hin sæmilegasta plata. Öllu meira um
ballöður en áður og Bítlaáhrifin leyna sér ekki.“
BÖS
The Streets: The Hardest
Way to Make an Easy Living
„Þriðja breiðskífa The Streets er hrein og klár
vonbrigði. Fljótfærnisleg útgáfa frá listamanni
sem hefði frekar átt að bíða þangað til að
hann hafði upp á eitthvað áþreifanlegt að
bjóða, eins og góð lög og texta.“
BÖS
1. TOOLVICARIOUS
2. MAMMÚTÞORKELL
3. TONY THE PONY ARMY OF THE SUN
4. THE RACONTEURSSTEADY AS SHE GOES
5. RED HOT CHILI PEPPERSDANI CALIFORNIA
6. JAKOBÍNARÍNAHIS LYRICS ARE DISASTROUS
7. PEARL JAMWORLD WIDE SUICIDE
8. ANDELS AND AIRWAVESTHE ADVENTURE
9. A.F.I.MISS MURDER
10. DR. SPOCKPUMAS FOR SHARIF
X-LISTINN
TOPP TÍU LISTI X-INS 977
TOOL Rokksveitin
Tool er á toppi X-
listans með lagið
Vicarious af nýju
plötunni 10.000
Days.
Aðdáendur Jethro Tull ætla að stytta sér biðina eftir
tónleikum Ian Anderson í Laugardalshöll 23. maí
með upphitun á Grand rokk í kvöld.
Stiklað verður á stóru í sögu Jethro Tull og sýnd-
ar fágætar upptökur af tónleikum hennar. Einnig
mun Stefán Örn Gunnlaugsson, hljómborð-
sleikari Buff, stíga á stokk og flytja nokkur
Tull-lög, órafmagnað.
Gestum verður boðið að taka þátt í
Tull-getraunaleik með vinningum að verð-
mæti alls um 100.000 krónur, þar á meðal
aðgöngumiðum á tónleikana, geisladiskum
og DVD-mynddiskum.
„Fyrir mína parta er Tull ein af
þessum hljómsveitum sem
gleymast oft þegar verið er að
tala um þessi stóru bönd frá
þessum tíma,“ segir Guðlaugur
Sigurgeirsson, einn af skipu-
leggjendum kvöldsins. „Maður
verður líka var við mikla virðingu
fyrir þessari hljómsveit frá músíköntum. Ian Ander-
son er náttúrulega Jethro Tull og ég upplifi Ander-
son sem Frank Zappa Evrópu,“ segir hann. „Sviðs-
framkoman er mögnuð hjá honum og hann á engan
sinn líkan. Ég held að margir fatti ekki að Anderson
er í svakalegu formi núna. Hann datt niður á
milli 1990 og 2000 en tónleikarnir sem hann
var að halda í fyrra, sem eru eins og þeir
sem verða hérna, voru að koma
rosalega vel út. Eins og Anderson
sagði sjálfur þá krefst tónlist Jethro
mikils af hlustandanum og líka þeim
sem spila. Jethro Tull er eitthvað
aðeins meira. Þetta er eins og ef
þú ert með súkkulaði köku; með
Jethro Tull er kominn rjómi á
hana.“
Upphitunin í kvöld hefst
klukkan 20.00 og eru allir Tull-
aðdáendur gamlir sem nýir hvatt-
ir til að láta sjá sig.
Stiklað á stóru hjá Jethro Tull
Kanadíski tónlistarmaðurinn Neil
Young hefur gefið út plötuna
Living With War. Platan, sem var
fyrst eingöngu fáanleg til niður-
hleðslu á netinu, hefur að geyma
tíu lög þar sem Young er í miklum
mótmælagír og gagnrýnir Íraks-
stríðið harðlega.
„Þessi plata snýst um að skipt-
ast á hugmyndum,“ sagði Young.
„Hún snýst um að koma skilaboð-
um á framfæri og að hvetja fólk
áfram. Ég veit að það eru ekki allir
að hugsa nákvæmlega það sama
og ég, en rautt og blátt er ekki
svart og hvítt. Við erum öll í þessu
saman. Þessi plata snýst um sam-
einingu,“ sagði hann.
Platan var samin og tekin upp á
tveimur vikum. Young til aðstoðar
var meðal annars. hundrað manna
kór. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
hinn sextugi Young er á pólitísku
nótunum. Árið 2002 gaf hann út
lagið Let´s Roll sem fjallaði um
farþegana sem létust eftir að þeir
yfirbuguðu flugræningja yfir
Pennsylvaníu 11. september 2001.
Árið 1970 gaf hann einnig út lagið
Ohio með Crosby, Stills, Nash &
Yong sem fjallaði um morð á
bandarískum stúdentum.
Neil Young mótmælir stríðinu
NEIL YOUNG
Kanadíski tónlistarmaðurinn hefur
gefið út plötuna Living With War.
NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
SMS
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
S
ta
fg
ön
gu
- o
g
lín
us
ka
ut
as
ta
fir
Verð frá
4.900 kr.
Platan Thank God For
Silence með rokksveit-
inni Sign, sem kom út hér
á landi í fyrra, kemur út
í Bretlandi þann 22. maí
í samstarfi við breska
plötufyrirtækið IC Records.
Fimmta júní kemur síðan út
smáskífan A Little Bit.
Platan virðist leggjast vel í
bresku rokkpressuna því í nýj-
asta tölublaði þungarokktíma-
ritsins virta Metal Hammer
segir m.a.: „Hart rokk með frá-
bærum gítarriffum, flottum
lögum og hellingi af rokk og ról
hugarfari.“ Tímaritið mælir með
plötunni fyrir þá sem eru aðdá-
endur Guns n‘ Roses, Velvet
Revolver og íslensku rokkar-
anna í Mínus.
Í lok greinarinnar segist tíma-
ritið vonast til að Sign komi til
Bretlands til að spila þar því
tónleikar sveitarinnar séu
umtalaðir. Jafnframt er lagið
When Demons Win á safndiski
sem sent er út með tímaritinu,
og er Sign í góðum félagsskap
með þekktum böndum á borð við
Motörhead og Killing Joke.
Engir sérvirtingar
Jákvæður dómur birtist einnig um
plötuna í hinu þekkta mánaðarriti
Rocksound sem segir að Sign sýni
að það sé fleira að finna á Íslandi
en sérvitra listamenn á borð við
Björk og Sigur Rós.
Í dómnum segir m.a.: „Blanda
af Axl Rose, Bon Jovi, AC/CD gít-
arriffum og glæsilegum gítarsóló-
um benda til þess að þessir dreng-
ir hafi alist upp á heilsusamlegum
rokk og ról matseðli. Leynt
aðdráttarafl þeirra liggur aftur á
móti í nýrra fyrirbæri eins og
Euro-popp hljómi finnsku hljóm-
sveitarinnar HIM sem kemur til
með að vinna Sign þá fjöldaathygli
sem þeir stefna á, hvort sem það
verður með þungarokkslaginu
What You Don‘t Know eða ballöð-
unni So Pretty.“
Tónlistarhátíð í Bretlandi
Sign er á förum til Bretlands þar
sem hljómsveitin spilar í boði
tímaritsins Kerrang! á nýrri tón-
listarhátíð í Brighton sem nefnist
Great Escape. Hefst hún þann 19.
næstkomandi.
Eftir hátíðina fer Sign í viku-
langa tónleikaferð með írsku
hljómsveitinni, The Answer, sem
spilar rokk í anda Deep Purple.
Spila þær á Barfly-stöðunum sem
eru í London, Birmingham, Liver-
pool, Glasgow, York og Cardiff.
„Þetta byggist mikið á því
hvernig þeim gengur núna og það
eru allir mjög jákvæðir. Byrinn er
með okkur en þetta snýst allt um
að selja plötur,“ segir Gísli Þór
Guðmundsson, umboðsmaður
Sign.
Sign fór nýverið í stutta tón-
leikaferð um Bandaríkin þar sem
sveitin spilaði meðal annars á
hinum fræga stað Viper Room í
Los Angeles. Jacoby Shaddix,
söngvari rokksveitarinnar heims-
frægu, Papa Roach, var þar á
meðal áheyrenda auk upptöku-
stjórans Howards Benson, sem
m.a. hefur tekið upp fyrir Motör-
head, Sepultura og P.O.D. „Þessi
ferð gekk ógeðslega vel og strák-
unum var vel tekið, sérstaklega í
New York,“ segir Gísli Þór.
Upphitun um helgina
Til að hita upp fyrir ferðina til
Bretlands ætlar Sign að spila hér á
landi um þessa helgi. Í kvöld verð-
ur sveitin í Rósenborg á Akureyri
og á morgun heldur hún tvenna
tónleika á Gauki á Stöng, þá fyrri
fyrir alla aldurshópa klukkan
17.00. Á sunnudag spilar sveitin
síðan í grunnskólanum á Ísafirði.
freyr@frettabladid.is
Hrós frá Metal Hammer
SIGN Rokksveitin Sign fær góða dóma í erlendum tónlistartímaritum.