Fréttablaðið - 12.05.2006, Side 82

Fréttablaðið - 12.05.2006, Side 82
 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR50 FÓTBOLTI Þrátt fyrir að hafa ekkert leyft Theo Walcott að spreyta sig með Arsenal á tímabilinu, biður Arsene Wenger nú Sven Göran- Eriksson að gefa stráknum tæki- færi á HM. Málefni Walcotts hafa verið skeggrædd á Englandi frá því hann var óvænt valinn í enska landsliðið sem fer á HM í sumar. „Það virðist vera þannig að hann muni koma inn á ef Englandi gengur illa að skora. Ég held að hann sé ekki að fara að vinna HM einn síns liðs en hann getur svo sannarlega gert gæfumuninn, af hverju ætti hann ekki að fá að byrja einn eða tvo leiki?“ spyr Wenger, en aðeins þrír leikir eru í riðlakeppni HM, stærsta knatt- spyrnumóti veraldar. Walcott gekk til liðs við Arsen- al frá Southampton en þrátt fyrir mikil meiðslavandræði á tímabil- inu, hefur Walcott ekkert fengið að spreyta sig undir stjórn Weng- er. „Ástæðan fyrir því að ég notaði hann ekki er að ég var aldrei í aðstöðu þar sem ég gat tekið áhættu. Í hverjum leik vorum við í harðri baráttu um nauðsynleg stig, annaðhvort í deildinni eða meist- aradeildinni, og því þurfti ég að nota reynslumikla leikmenn,“ sagði Wenger en umtalið í kring- um Walcott hefur sett gríðarlega pressu á herðar þessa 17 ára gamla stráks. „Pressan verður mikil á HM, bæði frá stuðningsmönnunum og fjölmiðlum. Ég vona að hann nái að standast hana, hann er hógvær en sterkur persónuleiki,“ sagði Wenger, en hann hefur gert heið- ursmannasamkomulag við Eriks- son um að nota Walcott ekki í úrslitaleik meistaradeildarinnar í næstu. Þar mætir Arsenal sterku liði Barcelona í leik sem beðið er með mikilli eftirvæntingu um gjörvalla Evrópu. - hþh Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, biðlar til Svens Göran-Eriksson: Walcott verður að fá tækifæri WALCOTT Fær tækifæri lífs síns í Þýskalandi í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Sigfús Sigurðsson hefur enn ekki tekið ákvörðun hvað hann gerir hvað framtíð sína varðar, og skal engan undra miðað við þann mikla áhuga sem honum er sýnd- ur. Í það minnsta tólf lið, sex frá Spáni og sex frá Þýskalandi hafa sýnt Sigfúsi áhuga. „Ég er með tilboð frá Nordhorn í höndunum, og frá liði á Spáni sem er að koma upp í efstu deild- ina. Þeir ætla sér stóra hluti en ég var að heyra af áhuga enn fleiri liða og því bíð ég bara rólegur. Ég sé bara hvað þessi lið bjóða,“ sagði Sigfús, en nýjasti áhuginn er frá liðum í efri hluta spænsku deild- arinnar. Sigfús kvaðst einnig vera far- inn að pakka saman föggum sínum. „Það eru allar líkur á að ég fari en ef svo ólíklega vill til að ég verði áfram hjá Magdeburg, þá tek ég bara aftur upp úr töskunum,“ sagði Sigfús. - hþh Sigfús Sigurðsson: Með tvö tilboð í höndunum FÓTBOLTI Unglingalandsliðsmaður- inn Theódór Elmar Bjarnason varð í fyrrakvöld bikarmeistari með U-19 ára liði Celtic annað árið í röð, en þá lagði liðið Hearts í framlengdum úrslitaleik, 3-1. Theódór átti mjög góðan leik fyrir Celtic og skoraði meðal annars fyrsta mark liðsins. Það er fjarri því að Theódór hafi verið eini Íslendingurinn sem tók þátt í leiknum því í byrjunar- liði Hearts var að finna tvo ungl- ingalandsliðsmenn sem eru á mála hjá skoska félaginu, markvörðinn Harald Björnsson og miðjumann- inn Eggert Gunnþór Jónsson. - vig Theódór Elmar Bjarnason: Vann bikarinn í Skotlandi THEÓDÓR ELMAR BJARNASON Er sagður einn allra efnilegasti leikmaður Celtic. FRÉTTABLAÐIÐ Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur komið ungstirninu Theo Walcatt til varnar gegn þeim sem segja hann ekki tilbúinn að spila með enska landsliðinu á HM. Gerrard segir að Walcatt hafi alla burði til að vera leyni- vopn Englend- inga í Þýskalandi. „Ég var hissa þegar ég heyrði af valinu en mér finnst það ekki svo galið. Hann er öskufljótur og mjög spennandi leikmaður en það besta er að enginn veit neitt um hann. Í svona stórmótum þarf að taka áhættu og vonandi mun hún borga sig,“ segir Gerrard. Tottenham er við það að ganga frá kaupum á búlgarska sóknarmannin- um Dimitar Berbatov frá Bayer Leverk- usen. Talið er að enska liðið muni greiða allt að 10 milljónir fyrir Berbatov en forráðamenn Leverkusen hafa lýst því yfir að viðræður gangi vel og að framhaldið velti á leikmanninum sjálf- um. Með kaupun- um á Berbatov má álykta að meintur áhugi Tottenham á Eiði Smára Guðjohn- sen sé úr sögunni, enda eru tveir öflugir framherjar þegar á mála hjá félaginu. Jean-Micheal Aulas, forseti Lyon í Frakklandi, lýsti því yfir í gær að hann væri reiðubúinn að greiða allt að 30 milljónir punda fyrir Didier Drogba, sóknarmann Chel- sea. Franska liðið var á höttunum á eftir Drogba þegar hann gekk til liðs við Chelsea á sínum tíma en talið er að Drogba hafi sjálfur áhuga á að fara aftur til Frakklands. „Við höfum fylgst með honum í mörg ár og viljum fá hann,“ sagði Aulas í gær. Miami Heat, með snillinginn Dwa-yne Wade í fararbroddi, jafnaði metin í rimmunni við New Jersey í und- anúrslitum Austurdeildar NBA í fyrrinótt með öruggum 111-89 sigri í öðrum leik liðanna. Wade skoraði 17 stig í fyrsta leikhlutanum og alls 31 stig í leiknum. LA Clippers náði einnig að jafna metin í 1-1 í rimmu sinni við Phoenix í undan- úrslitum Vesturdeildarinnar með því að bursta andstæðinga sína, 122-97. ÚR SPORTINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.