Fréttablaðið - 15.05.2006, Side 4

Fréttablaðið - 15.05.2006, Side 4
4 15. maí 2006 MÁNUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ �������� ����� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 12.05.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 70,77 71,11 Sterlingspund 134,21 134,87 Evra 91,44 91,96 Dönsk króna 12,265 12,337 Norsk króna 11,777 11,847 Sænsk króna 9,767 9,825 Japanskt jen 0,6463 0,6501 SDR 106,19 106,83 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 126,4145 AP, SAKAMÁL Bandarískur prestur, Gerald Robinson, var fundinn sekur um að myrða 71 árs gamla nunnu að nafni Margaret Ann Pahl fyrir 26 árum. Presturinn hlaut fimmtán ára til lífstíðar fangelsis- dóm. Glæpurinn átti sér stað í kap- ellu á Mercy-spítala í Toledo árið 1980 en ekki tókst að færa sönnur á að Robinson hefði framið verkn- aðinn á þeim tíma. 24 árum síðar var presturinn handtekinn eftir að ný sönnunargögn komu í ljós. Ný tækni gerði rannsakendum kleift að greina lífræn sýni af morð- staðnum ásamt því að þrjú vitni gátu staðfest að Robinson hefði verið í nágrenni við morðstaðinn. Robinson kyrkti Margaret Ann og stakk hana meira en 30 sinnum. Hann skar mynstur á líkama henn- ar sem myndaði öfugan kross og smurði blóði á enni nunnunnar henni til niðurlægingar. Robinson sá um útför nunnunnar sem fór fram stuttu eftir morðið. Þegar lögreglan handtók Robin- son árið 2004 fundust hundruð ljósmynda af líkkistum og líkum á heimili hans. Ættingjar Margaret Ann sögðust lengi hafa grunað Robinson um verknaðinn en átt erfitt með að trúa að guðsmaður gæti framið slíkt voðaverk. - jóa Prestur fundinn sekur um morð sem framið var fyrir 26 árum: Stakk og kyrkti nunnu HLUSTAÐ Á DÓMSUPPKVAÐNINGU Gerald Robinson, bandarískur prestur, var fundinn sekur af dómstólum fyrr í vikunni fyrir morð á nunnu. Glæpurinn var framinn fyrir 26 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AP, BANDARÍKIN Ung kona lést eftir árás krókódíls í Flórída fyrir helgi. Konan, sem var á þrítugsaldri, var að skokka meðfram síki þegar krókódíll réðst á hana, beit og dró ofan í vatnið. Talið er að krókódíllinn, sem er þrír metrar á lengd, hafi ráðist að konunni á landi. Hann beit af henni handlegg, í fót hennar og bak. Talið er að konan hafi verið látin áður en hún var dregin í vatnið. Lík konunnar fannst fljótandi í síkinu daginn eftir. Í sömu viku réðst krókódíll að eldri konu meðan hún vann í garði sínum og beit af henni fótinn við ökkla. Síðan 1948 hafa 25 manns látist eftir árás krókódíls. -jóa Réðst að konu á landi: Skokkari étinn af krókódíl ÁRÁSARHNEIGÐIR KRÓKÓDÍLAR Krókódíll réðst að ungri konu þegar hún var að skokka og hlaut hún bana af. Krókódílarnir eru árásarhneigðir á þessum árstíma. LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fertugs- aldri stakk sér til sunds úti fyrir Gróttu um eitt leytið í fyrri nótt. Lögreglan var kölluð á vettvang til þess að aðstoða manninn en hann er grunaður um ölvun. Honum varð ekki meint af sundsprettinum. Mikill viðbúnaður var hjá lög- reglu, slökkviliði og sjúkraflutn- ingamönnum og voru kafarar kall- aðir út til þess að aðstoða manninn. Auk þess sigldu björgunarmenn út til þess að ná í manninn. Björgun- araðgerðir gengu vel. - mh Ölvaður í sjónum: Karlmanni bjargað úr sjó BYGGÐAMÁL Aðalsteinn Á. Baldurs- son, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, væntir þess að fá fljót- lega svar við því á hvaða forsend- um ASÍ leggst gegn flutningi Byggðastofnunar út á landsbyggð- ina og á hvaða forsendum ASÍ vilji frekar færa stofnanir og sjóði undir Nýsköpunarsjóð. „Það er víða óánægja meðal landsbyggðarfélaga með þetta útspil varðandi flutning á lands- byggðina. Svo vona ég að það hafi ekki áhrif á afstöðu ASÍ varðandi Nýsköpunarsjóð að sambandið hafi stjórnarmann í Nýsköpunar- sjóði. Ég vona að það sé ekki hluti af skýringunni,“ segir hann. - ghs Verkalýðsfélag Húsavíkur: Svars beðið um nýsköpun SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk- ur fengi mest fylgi á Akureyri, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 34,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust myndu kjósa flokk- inn og samkvæmt því myndi Sjálf- stæðisflokkurinn halda sínum fjórum bæjarfulltrúum sem hann hlaut eftir síðustu kosningar. Fylgi flokksins nú er mjög svipað því sem mældist í könnun Félagsvís- indastofnunar í apríl, en í þeirri könnun mældist fylgi flokksins 36,5 prósent og flokkurinn hlaut 35,6 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er nokkuð meira meðal karlmanna en kvenna, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. 38,1 pró- sent karla sagðist myndu kjósa flokkinn ef boðað yrði til kosninga nú, en 30,4 prósent kvenna styðja Sjálfstæðisflokkinn. Samfylking mælist nú næststærsti flokkurinn á Akur- eyri og segjast 22,6 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Frétta- blaðsins að þeir myndu kjósa list- ann nú. Samkvæmt því myndi flokkurinn fá þrjá bæjarfulltrúa kjörna, en hlaut einungis einn full- trúa eftir síðustu kosningar. Bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar, Oktavía Jóhannesdóttir, gekk reyndar úr flokknum og til liðs við Sjálfstæðisflokkinn skömmu fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og hefur Samfylkingin því engan bæjarfulltrúa nú á Akureyri. Mun fleiri konur segjast nú myndu kjósa Samfylkinguna en karlar. 29,7 prósent kvenna sögð- ust myndu kjósa flokkinn á móti 17,1 prósenti karla. Fylgi Samfylkingarinnar á Akureyri mælist nú nánast það sama og í könnun Félagsvísinda- stofnunnar, þegar 22,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Samfylkingin 13,9 prósent atkvæða og því einungis einn mann kjörinn. Vinstri hreyfingin - grænt framboð mælist nú með þriðja mesta fylgið á Akureyri og segjast 18,2 prósent þeirra bæjarbúa sem tóku afstöðu myndu kjósa listann væri kosið nú. Samkvæmt því myndu vinstri grænir fá tvo bæj- arfulltrúa kjörna. Heldur fleiri konur segjast myndu kjósa flokk- inn en karlar, eða 20,3 prósent kvenna og 16,6 prósent karla. Í könnun Félagsvísindastofn- unar í apríl sögðust 18,4 prósent myndu kjósa vinstri græna og því hefur fylgið ekki breyst mikið síðan þá. Þetta er rúmlega tvöföld fylgisaukning frá síðustu kosning- um þegar flokkurinn hlaut 8,7 pró- sent atkvæða og einn bæjarfull- trúa kjörinn. Framsóknarflokkurinn missir verulegt fylgi frá síðustu kosning- um og mælist nú með 13,5 prósent fylgi. Samkvæmt því myndi flokk- urinn missa tvo bæjarfulltrúa og einugis einn framsóknarmaður yrði í bæjarstjórn Akureyrar eftir kosningar. Fylgi flokksins er nán- ast það sama meðal karla og kvenna í könnuninni. Í könnun Félagsvísindastofnun- ar mældist fylgi Framsóknar- flokksins 14,3 prósent, en flokkur- inn hlaut 24,1 prósent atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og hlaut þrjá bæjarfulltrúa kjörna. Listi fólksins missir einnig mikið fylgi frá síðustu kosningum samkvæmt könnun Fréttablaðs- ins. Flokkurinn mælist nú með 8,8 prósent fylgi, sem er helmingi minna en hann hlaut í síðustu kosningum. Samkvæmt því myndi flokkurinn missa einn bæjarfull- trúa og fá einn mann kjörinn. Rúmlega helmingi fleiri karlar segjast myndu kjósa Lista fólks- ins en konur. 11,6 prósent karla segist styðja flokkinn, en 5,1 pró- sent kvenna. Í könnun Félagsvísindastofn- unar í apríl sögðust 7,9 prósent myndu kjósa Lista flokksins, en flokkurinn hlaut 17,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum og tvo bæjarfulltrúa kjörna. Nýtt framboð, Framfylkingar- flokkurinn, mælist minnsti flokk- urinn á Akureyri. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins segjast 1,6 prósent myndu kjósa flokkinn, nánast eingöngu karlmenn. Fram- fylkingarflokkurinn myndi því ekki ná manni inn. Hringt var í 600 íbúa Akureyr- arkaupstaðs laugardaginn 13. maí og sunnudaginn 14. maí. Skiptust svarendur jafnt milli karla og kvenna. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef boðað yrði til kosninga nú? 53,2 prósent þeirra tóku afstöðu til spurningarinnar. Einnig var spurt hvort svar- endur væru fylgjandi gerð sjávar- síkis í miðbænum, eins og skipu- lag gerir ráð fyrir eftir hönnunarsamkeppni um nýjan miðbæ. 84,5 prósent tóku afstöðu til þeirrar spurningar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 33,4 pró- sent vera því fylgjandi að sjávar- síki kæmi í miðbæinn, en 66,6 pró- sent voru því andvíg. svanborg@frettabladid.is Framsókn missir tvo fulltrúa og meirihluti heldur því ekki Framsóknarflokkurinn á Akureyri hefur 13,5 prósent fylgi og fengi einn mann kjörinn, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkur héldi sínum fjórum fulltrúum og því væri meirihlutinn á Akureyri fallinn. Samfylking fengi þrjá menn kjörna, en Listi fólksins og vinstri grænir einn mann hvort framboð. Akureyri 2006 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR ■ Kosningar 2002 B 13,5% D 34,8 L 8,8% O 1,6% S 22,6% V 18,2% Hvaða lista myndir þú kjósa ef boðað yrði til kosninga nú? Ertu fylgjandi gerð sjávarsíkis í miðbænum? Já 66,6% Nei 33,4%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.