Fréttablaðið - 15.05.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 15.05.2006, Síða 6
6 15. maí 2006 MÁNUDAGUR Þú kaupir eitt glas af Vega Champignon og færð eitt glas af Vega Milk Thistle í kaupauka. Champignon +FOS og Spirulina- inniheldur mikið af æskilegum vítamínum og næringarefnum, léttir undir með hreinsunarferli líkamans, hefur jákvæð áhrif á þarmaflóruna og dregur úr líkamslykt. Milk Thistle léttir undir með hreinsunarferli líkamans og gefur ferskara útlit. Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupsstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 3 20 29 05 /2 00 6 FERSKARI LÍKAMI “DETOX” TVENNA UMFERÐ Reykjavíkurborg mun leita samstarfs við lögreglu og ríkisvaldið um að koma upp föst- um hraða- myndavélum á helstu hraðaksturs- stöðum í borginni. Þessi tillaga borgarstjóra var sam- þykkt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Gert er ráð fyrir að fastar hraðamyndavélar á þeim stöðum þar sem aðstæður bjóða helst upp á lögbrotin geti spornað við ofsa- akstri sem mikið hefur borið á undanfarið. Eru Ártúnsbrekka, Sæbraut og Breiðholtsbrautin nefnd sem dæmi. - sdg Aðgerðir gegn hraðakstri: Vill hraða- myndavélar HRAÐANN EÐA LÍFIÐ? HEILBRIGÐISMÁL Ákveðið hefur verið að stækka Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi. Stefnt er að því að bæta einni hæð við þær tvær sem fyrir eru í húsakynnum stofnunarinnar og þannig koma til móts við þá miklu þörf sem er fyrir hjúkrun- arrými. Framkvæmdasýsla ríkisins mun sjá um að hönnunarvinnu ljúki sem fyrst svo hægt verði að hraða framkvæmdum. Ráðgert er að á þriðju hæð húsnæðis Heil- brigðisstofnunarinnar verði íbúð- ir af ýmsum stærðum og gerðum sem komi til móts við þarfir þeirra sem þar dvelja. - aöe Heilbrigðisstofnun stækkuð: Þriðju hæðinni bætt við SLAGSMÁL Fimm menn voru hand- teknir vegna slagsmála sem brut- ust út á skemmtistað í Keflavík um hálf þrjú leytið í fyrrinótt. Lögregla var kölluð til vegna slagsmála en ráðist hafði verið á þrjá dyraverði. Tveir þeirra voru lemstraðir eftir slagsmálin og þurftu að leita til læknis. Annar mannanna var saumaður í andliti en talið er að hann sé kinnbeins- og nefbrotinn. Hinn var með tölu- verða áverka í andliti en talið var að hann hefði brákast á kinnbeini auk þess sem hann marðist. Mennirnir sem lögreglan hand- tók voru allir drukknir og voru þeir vistaðir í fangageymslu lögregl- unnar í Keflavík. - mh Slagsmál í Keflavík: Lömdu tvo dyraverði illa LOFTMENGUN Hlýja loftið, sem svo skyndilega bar snemmbúna sum- arkomu til Íslands, hefur einnig borið hingað norður í höf loftmeng- unarský sem eiga uppruna sinn á austanverðu meginlandi Evrópu. Vísindamenn á Svalbarða hafa síð- ustu daga mælt meira magn meng- unaragna í loftinu þar en nokkru sinni frá því mælingar hófust. Er þetta rakið til þeirra óvenju- legu veðuraðstæðna sem ríkt hafa í norðanverðri Evrópu undanfar- ið, þar sem þurrt og hlýtt loft af meginlandinu hefur dælst yfir Skandinavíu og allt hingað norður- og vestureftir. Það sem þykir þó einna eftir- tektarverðast er að þétt frjókorna- ský hefur borist með þessum þurra og hlýja vindi yfir Norður- sjóinn og alla leið út á Norður-Atl- antshaf. Þetta gulleita frjókorna- ský hefur komið skýrt og greinilega fram á myndum frá veðurgervihnöttum. Einkum og sér í lagi hafa birki- trén í þessum hluta álfunnar verið iðin við að framleiða frjókorn síð- ustu vikur. Í Danmörku mældust 4.381 birkifrjókorn í hverjum rúmmetra lofts, sem er vel yfir fyrra meti sem var sett fyrir þrett- án árum, en þá mældust 3.899 frjó- korn í rúmmetra. Þetta er rakið til mjög hagstæðra aðstæðna, sem sköpuðust við rigningartíð í apríl en hlýja og sólríka daga í maí. - aa Óvenjulegar veðuraðstæður í norðurhluta Evrópu: Frjókornaský sést úr geimnum FRJÓKORNASKÝ YFIR NORÐURSJÓ Á þessari gervihnattarmynd sem tekin var í síðustu viku sést frjókornaskýið vel. LJÓSMYND/EUMETSAT ÍRAK, AP Blóðug helgi er að baki í Írak þar sem hátt í 40 féllu í átök- um. Fjórtán Írakar féllu og sex særðust þegar tvær sjálfsmorðs- sprengjur sprungu í vegkanti á hraðbraut sem liggur að alþjóða- flugvellinum í Írak. Vegurinn er talinn einn sá hættulegasti í heim- inum en árásum þar hafði fækkað verulega síðasta árið í kjölfarið á hertu eftirliti. Tólf létust í samtals fimm sprengingum við vegkant í Bagdad í gær. Ein þeirra sprakk á fjölförn- um götumarkaði þar sem þrír féllu og fimmtán særðust. Sprengju var beint að lögreglusveitum en lenti í staðinn á almenningsvagni með þeim afleiðingum að tveir Írakar fórust. Fjórir uppreisnarmenn féllu í átökum við lögreglusveitir í suðvestur Bagdad. Fjórir Írakar fundust látnir í miðborg Bagdad með skotsár í höfði og bundnar hendur. Öðrum fimm Írökum var rænt af heimilum sínum af upp- reisnarmönnum. Tveir írakskir bakarar féllu og tveir borgarar særðust þegar maður hóf skotárás við bakarí í Bagdad. Tveir bandarískir hermenn fór- ust í sprengiárás um kvöldmatar- leytið í gær austur af Bagdad. Tveir breskir hermenn féllu í sprengjuárás við eftirlitsferð í Basra á laugardag og annar særð- ist. Sex sprengjur sprungu í norð- urhluta Bagdad sama dag, flestar við helgistaði Síja. Mikil spenna ríkir á milli trúar- hópa í Írak meðan stjórnarviðræð- ur standa yfir í írakska þinginu. Átök helgarinnar setja enn frekari pressu á Nouri al-Maliki, sitjandi forsætisráðherra, að ná sátt um stjórnarmyndun en samningavið- ræður hafa gengið treglega. Full- trúar súnní- og síja- múslima hafa hótað að draga sig út úr stjórnar- myndunarviðræðum og telja ráða- menn brýnt að sátt náist sem fyrst svo dragi úr átökum í landinu. Nouri al-Maliki hefur viku frest til að ljúka stjórnarmyndun. Friður er ekki í sjónmáli í Írak. Í aprílmánuði einum féllu hátt í þúsund manns í átökum trúarhóp- anna. Árásir helgarinnar eru þær skæðustu í marga mánuði. Flestir þeirra sem létu lífið voru óbreytt- ir borgarar. johannas@frettabladid.is Á fjórða tug féll í Írak Mikið mannfall varð í Írak um helgina. Bandarískir og írakskir ráðamenn segja brýnt að sátt náist um stjórnarmyndun, fyrr ljúki ekki blóðugum átökum. SLÖSUÐUM KOMIÐ TIL HJÁLPAR Tveir óbreyttir borgarar féllu þegar almenningsvagn í Bagdad var sprengdur upp. Sprengjunni var ætlað að hitta nálægar lögreglusveitir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSTIRNAR KANNAÐAR Írakskur drengur skoðar eyðileggingu spreninga sem urðu á hraðbraut nálægt alþjóðaflugvellinum í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFYLKINGIN Samfylkingin í Kópavogi kynnti sín helstu stefnu- mál á blaðamannafundi í gær. Að sögn Guðríðar Árnadóttur sem skipar fyrsta sæti flokksins er megináhersla flokksins lögð á vel- ferðarmál eldri borgara og skóla- mál. Þá hyggst flokkurinn til dæmis fjölga hjúkrunarrýmum, efla heimaþjónustu hjá öldruðum og virkja tómstundir þeirra. Markmiðin í skólamálum bein- ast meðal annars að því að flytja tómstundirnar inn í skólana svo að skólastarfi verði lokið þegar heim er komið. Einnig segir í stefnu- skrá flokksins að Samfylkingin vilji lækka þátttökugjöld barna og unglinga í íþrótta- og tómstunda- ráði til að tryggja jöfn tækifæri óháð efnahag foreldra. Fleiri mál á stefnuskrá flokks- ins eru til dæmis að veita meira fé til leikskóla, efla menningar- og listastarf barna og unglinga, tryggja að fatlaðir búi við öryggi og lífsgæði og virkja samráð við íbúa í skipulagsmálum. -bog Samfylkingin í Kópavogi kynnir stefnumál: Áhersla á mál eldri borgara SAMFYLKINGIN Í KÓPAVOGI Flokkurinn kynnti stefnuskrá sína á sunnudaginn og þar vógu þyngst mál eldri borgara og skólamál. KJÖRKASSINN Ætlarðu að sækja viðburði Lista- hátíðar? Nei 84,4% Já 15,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að hætta við byggingu há- tæknisjúkrahúss við Hringbraut? Segðu þína skoðun á Vísir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.