Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 10
10 15. maí 2006 MÁNUDAGUR TÍMI TIL AÐ LÆKKA LEIKSKÓLAGJÖLD UM 25% 1. SEPTEMBER 2006 OG AÐ FORELDRAR GREIÐI ALDREI FYRIR FLEIRI EN EITT BARN Á LEIKSKÓLA SAMTÍMIS Fjölskyldustefna Sjálfstæðisflokksins og önnur stefnumál á betriborg.is Vefsíðugerð framhald Námskeið ætlað þeim sem vilja halda áfram og bæta við kunnáttu sína og getu við gerð faglegra vefsvæða. Ásamt kennslu á forritið Dreamweaver kynnast nemendur gagnagrunnstengdum vefsvæðum. Farið er stuttlega í gerð gagnagrunnstaflna með Microsoft Access og hvernig tengja má vefsíður við gagnagrunna. Einnig er farið í notkun CSS stíla fyrir vefsíðugerð. Námskeið þetta hentar vel þeim nemendum sem tekið hafa Vefsíðugerð grunn, grunnnámskeið í Dreamweaver eða hafa sambærilega þekkingu eða undirstöðu. Lengd: 36 stundir. Hefst 17. maí og lýkur 31. maí.Verð kr. 39.000,- V E F S M Í Ð I Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Íbúafjöldi 1. des. 2004: 5.655 - 1. des. 2005: 5.782 ÚRSLIT KOSNINGANNA 2002: Fjöldi íbúa á kjörskrá: 3.950 Fjöldi greiddra atkvæða: 3.067 (77,6%) Fjöldi fulltrúa í bæjarstjórn: 9 Listi Framsóknarflokksins (B) 767 atkvæði - 2 fulltrúar Listi Sjálfstæðisflokksins (D) 1.034 atkvæði - 4 fulltrúar Akraneslistinn - Listi Samfylkingarinnar (S) 956 atkvæði - 3 fulltrúar Listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs (U) 197 atkvæði - 0 fulltrúar Í meirihlutasamstarfi kjörtímabilið 2002- 2006 eru Akraneslisti - Listi Samfylking- arinnar (S) og Framsóknarflokkur (B). Bæjarfulltrúar B-lista: Guðmundur Páll Jónsson Magnús Guðmundsson Bæjarfulltrúar D-lista: Gunnar Sigurðsson Guðrún Elsa Gunnarsdóttir Jón Gunnlaugsson Þórður Þ. Þórðarson Bæjarfulltrúar S-lista: Sveinn Kristinsson Kristján Sveinsson Ágústa Hjördís Friðriksdóttir KOSNINGAR 2006: Efstu menn B-lista, Framsóknarflokks: 1. Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri 2. Magnús Guðmundsson forstjóri 3. Guðni Tryggvason verslunarmaður 4. Dagný Jónsdóttir, verkefnisstjóri starfsmannamála 5. Helgi Pétur Magnússon nemi Efstu menn D-lista, Sjálfstæðisflokks: 1. Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri 2. Sæmundur Víglundsson byggingatæknifræðingur 3. Eydís Aðalbjörnsdóttir landfræðingur 4. Þórður Þ. Þórðarson bifreiðastjóri 5. Björn Elíson markaðsfulltrúi Efstu menn F-lista, Bæjarmála- félags frjálslyndra og óháðra: 1. Karen Jónsdóttir viðskiptafræðingur 2. Magnús Þór Hafsteinsson, fiskifræðingur og alþingismaður 3. Rannveig Bjarnadóttir grunnskólaleiðbeinandi 4. Sæmundur T. Halldórsson verkamaður 5. Kristinn Jens Kristinsson öryrki Efstu menn S-lista, Samfylkingar: 1. Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi 2. Hrönn Ríkharðsdóttir aðstoðarskólastjóri 3. Anna Lára Steindal siðfræðingur 4. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir háskólanemi 5. Hrafnkell Proppé garðyrkjumaður Efstu menn V-lista, vinstri grænna: 1. Rún Halldórsdóttir læknir 2. Sigurður Mikel Jónsson háskólanemi 3. Halla I. Guðmundsdóttir kennari 4. Hjördís Garðarsdóttir háskólanemi 5. Heiðar Mar Björnsson verkstjóri Gunnar Sigurðsson er oddviti D-listans og hefur verið síð- ustu tólf ár. Undan- farin tvö kjörtímabil hefur listinn verið í minnihluta. „Þessu þurfum við að snúa við ekki bara okkar vegna heldur vegna bæjarbúa,“ segir Gunnar og leggur áherslu á að listinn stefni að hreinum meirihluta. Hann býður fram bæjarstjóraefni sem vakið hefur athygli, en það er Gísli Einarsson fyrrverandi alþingismaður Samfylkingar. Gunnar segir forgangsmál D-listans að auka þjónustu. „Við viljum byggja í og við dvalarheimilið Höfða til að útrýma biðlistum og byggja nýjan leikskóla og nýtt hús fyrir tónlistarskól- ann.“ Umhverfis- og skipulagsmál eru líka ofarlega á blaði. „Hér hefur verið lóðaskortur undanfarin ár sem sést best á því að við erum undir landsmeðaltali í íbúafjölgun og þessu þarf að breyta,“ segir Gunnar. Gunnar Sigurðsson D-lista: Stefnt á hreinan meirihluta Guðmundur Páll Ólafs- son leiðir B-listann en hann er bæjarstjóri í meirihlutasamstarfi við S-lista. Hann segir samstarfið hafa gengið vel og verið árangurs- ríkt en ekkert liggi fyrir um áframhald. „Úrslit kosninganna leiða í ljós hvers konar meirihluti verður myndaður.“ B-listinn er með tvo menn í bæjar- stjórn og gerir Guðmundur Páll sér vonir um að hann haldi sínu fylgi. „Síðast vantaði okkur reyndar bara þrjú atkvæði til að ná inn þriðja manninum.“ Hann segir núverandi meirihluta hafa haldið vel á málum í hinni miklu uppbyggingu síðustu ára. „Það þarf sterk bein til að þola góða daga,“ segir hann. Mörg brýn verkefni eru framundan að sögn Guðmundar Páls. „Þar má nefna áframhaldandi þróun Faxaflóahafna, byggingu nýs tónlistarskóla, frekari upp- byggingu íþróttamannvirkja og bætta þjónustu við eldri borgara.” Guðmundur P. Ólafsson B-lista: Gott samstarf og árangursríkt Karen Jónsdóttir viðskiptafræðingur fer fyrir lista frjáls- lyndra og óháðra. Hún segir listann hafa fengið góðar viðtökur. „Ég finn að fólk vill fá nýtt og ferskt blóð í bæjarpólitíkina, hún hefur verið frekar einhæf.“ Hún segir F-listann leggja áherslu á öldrunarmálin. „Við viljum byggja þriðja áfanga að hjúkrunarheimili við dvalarheimilið Höfða, málefnum eldri borgara hefur ekki verið nógu vel sinnt hér. Svo eru það umhverfis- og skipulagsmálin, gatnakerfið hér er illa farið og það skortir líka mikið upp á að eignum bæjarins sé vel haldið við. Þá þarf að taka til hendinni við að bæta ásýnd bæjarins.“ Karen vonast til að F-listinn nái einum manni inn en segir ekkert ákveðið um hugsanlegt meirihluta- samstarf. „Við höldum öllu opnu í þeim efnum,” segir hún. Karen Jónsdóttir F-lista: Nýtt og ferskt blóð í pólitíkina Rún Halldórsdóttir V-lista: Höfum fengið góðar viðtökur Rún Halldórsdóttir læknir er efst á lista vinstri grænna. Hún hefur ekki áður tekið þátt í pólitísku starfi en lítur á þetta sem tækifæri til að koma einhverju góðu til leiðar. „Mér finnst vera mjög jákvætt and- rúmsloft fyrir okkar framboði og við erum bjartsýn á góðan árangur.“ Hún gerir sér vonir um að ná að minnsta kosti einum manni inn, en segist ekki geta sagt til um það hverjir væru vænlegastir til samstarfs, en tekur fram að listinn úti- loki engan frá samstarfi fyrirfram, málefnin ráði þar mestu. „Við viljum byggja upp leikskóla fyrir öll börn og viljum helst geta haft hann gjaldfrjálsan. Í umhverfismálum viljum við efla sorpflokkun og svo viljum við efla heimahjúkrun og heimahlynningu fyrir aldraða,“ segir Rún. Sveinn Kristinsson S-lista: Mikið af ungu og öflugu fólki Sveinn Kristinsson er í efsta sæti S-lista sem verið hefur í meirihlutasamstarfi við B-lista síðustu átta ár. „Rekstur sveitar- félagsins er mjög góður og Akranes er eitt best rekna sveitarfélag á Íslandi. Hér er góð og ódýr þjónusta enda hefur ávinn- ingurinn af góðum rekstri runnið aftur til íbúanna.“ Sveinn segir S-listann mikið endurnýjaðan frá síðustu kosningum. „Það er ný kynslóð að taka við og við höfum mikið af ungu og kraftmiklu fólki.“ Hann segir mark- mið listans að treysta atvinnulífið og styrkja samfélagið. „Á næsta kjörtímabili verður aðalmálið að þjónusta íbúana enn betur, frá fyrstu tíð til elliára.“ Og Sveinn segir stefnt að því að vera áfram í forystu fyrir sveitarfélagið. „Við segjum hvað við ætlum að gera og getum staðið við það,“ segir hann. KOSNINGAR Á Akranesi hefur meirihluti Samfylkingar og Fram- sóknar stýrt undanfarin tvö kjör- tímabil. Munurinn er þó aðeins einn maður og raunar munaði ein- ungis þremur atkvæðum síðast að þriðji maður Framsóknar felldi fjórða mann Sjálfstæðisflokks. Síðast buðu fjórir listar fram en listi vinstri grænna kom engum manni að. Þeir reyna nú aftur og svo bætist við framboð frjáls- lyndra og óháðra, þannig að Akur- nesingar hafa úr óvenju mörgum listum að velja. Eflaust dreifast atkvæðin eitthvað meira fyrir vikið og því má gera ráð fyrir tví- sýnum og spennandi kosningum. Sjálfstæðismenn voru með góða stöðu samkvæmt könnun NFS en hún var vel að merkja gerð áður en öll framboð voru ljós. Þeir eru einir um að hafa tilkynnt um bæjarstjóraefni, sem er Gísli Einarsson fyrrum þing- maður Samfylkingar og er óhætt að segja að þau tíðindi hafi vakið athygli. Allir flokkar ganga óbundnir til kosninga en haldi núverandi meirihluti sínum hlut eru miklar líkur á að þeir nái saman á ný um stjórn bæjarins. - ssal AKRANESKAUPSTAÐUR Akraneskaupstaður SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 Útlit fyrir tvísýnar kosningar á Akranesi: Ný framboð skapa spennu AKRANES Spurningin er hvort meirihluti síðustu kjörtímabila nái að halda velli. HERSTÖÐ MÓTMÆLT Fjöldamótmæli urðu í Suður-Kóreu vegna fyrirhugaðrar stækk- unar bandarískrar herstöðvar í Pyeongtaek í gær. Til átaka kom á milli um tvö þúsund mótmælenda og óeirðalögreglu, þegar andófsmenn lögðust í götuna og hrópuðu slagorð á móti áætluninni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.