Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 12
 15. maí 2006 MÁNUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hvað kemst fraktin þín hratt? Tíminn flýgur hratt og með Flugfrakt Flugfélags Íslands gefst þér kostur á að taka þér far með honum. Það er örugglega besta leiðin til að tryggja það að fraktin þín komist sem hraðast á áfangastað. Sækjum, fljúgum og afhendum Einn þáttur í starfsemi Flugfraktar Flugfélags Íslands er að bjóða upp á þá þjónustu að sækja fraktina til viðskiptavina, koma henni í flug og afhenda á áfangastað. Það gildir einu hvort um flutning á matvörum og öðrum viðkvæmum vörum er að ræða. Við leysum það með fullkomnum frysti- og kæligeymslum og höldum utan um allt ferlið með tölvuvæddu farmbréfakerfi. Kynntu þér flutningaþjónustu okkar á www.flugfelag.is eða hafðu samband í síma 570 3400 og fáðu upplýsingar um hvernig við getum aukið forskot fyrirtækisins, með flutningum sem ganga hratt fyrir sig. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S FL U 3 21 70 04 /2 00 6 www.flugfelag.is | 570 3400 „Af mér er allt gott að frétta í dag eins og alla aðra daga,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands hlæjandi þegar blaðamaður slær á þráðinn. „Annars get ég ekki talað um neitt annað en skák því það kemst ekkert annað að í mínu lífi. Á morgun er aðalfundur Skáksambandsins og ég ætla að gefa kost á mér aftur. Það verður spennandi að sjá hvort það gengur eftir. En stóra málið í mínu lífi er að í næstu viku þá erum við að fara að tefla á ólympíuskákmótinu í Tórínó á Ítalíu. Það fer bæði lið í opnum flokki og kvenna- sveit.“ Guðfríður mun tefla fyrir Íslands hönd og er að reyna að koma sér í æfingu. Hún segir að tilhlökkunin sé mikil því sveitir Íslands í báðum flokkum séu þær sterkustu sem teflt hefur verið fram í mörg ár. Það þarf að ganga mjög á forsetann til að fá upplýsingar um eitthvað annað en skák. „Jú, ég er alltaf öðru hverju að byrja í nýju heilsu- átaki og núna er ég byrjuð að synda á hverjum degi. Það er eitthvað það besta sem fyrir mig hefur komið. Svo ætla ég að nota sumarið til að skrifa.“ Guð- fríður Lilja er að vinna að bók með Friðriki Ólafsson, stórmeistara með meiru, um líf þessa mikla meistara, enda er hún sagnfræðingur að mennt. „Það hefur í raun aldrei verið skrifuð bók um ævi Friðriks og það er eitt af þeim verkefnum sem taka við eftir mótið.“ Guðfríður Lilja er nýkomin frá Kúbu og er vegna áhrifa þaðan ákveðin í því að læra að dansa salsa og læra spænsku. Hún ætlar líka að halda áfram að læra að búa til japanskan mat hjá góðum vini sínum, Toshiki Toma, prests útlendinga á Íslandi. „Hann er algjör listakokkur og ég hlakka til að læra af honum og svo ætla ég líka að ferðast um Ísland í sumar og njóta þeirrar guðsgjafar sem okkur var fengin.“ Guðfríður Lilja vonast til að það myndist þverpólitísk samstaða um að vernda landið í þeirri mynd sem það er, en blaðamaður kveður með það efst í huga hvernig hægt sé að framkvæma svona mikið þegar aðeins er hugsað um skák. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR, FORSETI SKÁKSAMBANDS ÍSLANDS: Getur ekki talað um annað en skák KYNJAMYNDIR ÚR SANDI Listamenn mótuðu allra handa kvikyndi úr sandinum á Tybee-eyju í Georgíu í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vísindamenn við háskólann í Manchester í Bretlandi telja sig hafa uppgötvað sjó djúpt í iðrum jarðar. Þetta kemur fram í grein sem birtist á fimmtudag í vísinda- tímaritinu Nature. Árum saman hafa vísindamenn deilt um það hvort jörðin drekki í sig sjó eða hvort einhver fyrir- staða hamli því. En nú segjast vís- indamennirnir Chris Ballentine og Greg Holland, sem vinna við Manchester-háskóla, hafa upp- götvað sjó í gassýnum sem eiga uppruna sinn að rekja til möttuls jarðar, sem liggur rétt undir jarð- skorpunni og nær alla leið niður að kjarnanum. Telja Ballentine og Holland að síðan jörðin varð til hafi hún drukkið í sig um tíu prósent vatns- magnsins í úthöfunum. Þetta vatn hefur svo bæst við það sem verið hefur í iðrum jarðar frá upphafi. „Rannsóknir okkar skýra hvers vegna hafeldfjöll, svo sem Hawaii og Ísland, sem eru mynduð úr gos- efnum þaðan sem möttullinn mætir kjarnanum, hafa hærra vatnsinnihald en hafeldfjöll á svæðum þar sem möttullinn er grynnri,“ sagði Ballentine. „Vatn- ið í hrauninu á Hawaii og Íslandi er í raun aðallega forn sjór sem hefur ferðast frá yfirborðinu, til miðju jarðar og til baka á ný.“ - smk Sjór í iðrum jarðar Jennifer er ósköp venjuleg stúlka frá Andorra. Fyrir tveimur mánuðum vann hún á veitingahúsi en var uppgötvuð í söngtíma og valin til að vera keppandi Andorra í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. „Ég er orðin atvinnusöngvari, en fyrir tveimur mánuðum var ég þjónn á veitingastað sem ferða- menn sóttu,“ segir Jennifer eða Jenny eins og hún kallar sig. „Mér finnst ég vera Öskubuska keppn- innar.“ Jennifer ætlar að nýta keppn- ina til þess að koma sér á fram- færi. „Ég er bara venjuleg 23 ára stelpa og finnst gaman að vera með vinum mínum. Svo hef ég gaman af tennis, ég stunda klettaklifur og finnst frábært að keyra bíl, því ég er nýkomin með próf. En tónlist er að sjálfsögðu aðaláhugamál mitt.“ Jennifer er sú fimmta á sviðið í undankeppninni og hún er ekki þessi hefðbundni Eurovision-þátt- takandi. Sjálf segist hún lifa í eins og í draumi þessa dagana. Hún sker sig úr, jafnvel svo mikið að hún átti í erfiðleikum með að kom- ast í gegnum tollinn með allan búnaðinn sem fylgir þátttöku í svona stórri keppni. Var því fleygt meðal aðdáanda hér að grísku toll- verðirnir hefðu ekki trúað að hún væri ein af keppendunum. „Vinir mínir og fjölskylda trúa því ekki að ég sé að syngja í Eur- ovision. Þau eru spennt og ætla að fylgjast vandlega með,“ segir Jennifer. „En almennt er fólk ekki spennt fyrir keppninni. Þátttak- endum Andorra hefur ekki gengið vel þau tvö síðustu ár sem þjóðin hefur átt lag í henni.“ Marta Roure var fyrsti þátttakandi landsins og söng lagið Jugarem a estimar nos og í fyrra söng Marian lagið La mirada interior á katalónsku. Í hvorugt skiptið komst þjóðin áfram eftir undankeppnina. „Áhuginn er það lítill að við höfum þurft að grípa til dóm- nefndar til að geta greitt atkvæði í keppninni. Eins og í fyrra fengu aðeins fjögur lönd atkvæði úr símakosningu og hún var því ógild,“ segir Jennifer. „Það er mik- ilvægt að okkur gangi vel núna svo áhuginn á keppninni vaxi,“ segir hún og ætlar að gera sitt besta. „Ef ég næ í gegn er það frá- bært, en samböndin og hefðir skipta mig meira máli. Þá á ég við mikilvægi þess að ná til nágranna- þjóðanna og að syngja á katal- ónsku,“ segir Jennifer. gag@frettabladid.is Öskubuskan í söngvakeppninni ÖSKUBUSKAN JENNIFER Hún segir mikilvægt að komast áfram svo áhugi landa hennar á keppninni aukist, en hann hefur verið í lágmarki til þessar. Jennifer vann áður sem þjónn á veitingastað en var nýlega uppgötvuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hreggvið á þing! „Það er kominn tími til að almenningur fái að njóta sömu lánskjara og fólk í nágrannalöndunum. Þetta verður baráttumál í næstu kosningum.“ HREGGVIÐUR JÓNSSON FYRRVER- ANDI ALÞINGISMAÐUR Í GREIN UM VERÐTRYGGINGU Í MORGUN- BLAÐINU. Hreggvið á þing! „Við höfum staðið í einu og öllu við þann samning sem gerður var 2004. Lyfjaverð er meira að segja orðið lægra hér heldur en í Danmörku.“ HREGGVIÐUR JÓNSSON FORSTJÓRI VISTOR UM LYFJAVERÐ Í FRÉTTA- BLAÐINU. JÖRÐIN DREKKUR SJÓ. Sjór er djúpt í iðrum jarðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.