Fréttablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 14
14 15. maí 2006 MÁNUDAGUR
NORÐURLÖND Tæplega fjörutíu nor-
rænir blaðamenn funda um menn-
ingarmál í Reykjavík þessa dag-
ana undir stjórn Sigrúnar
Stefánsdóttur, dagskrárstjóra
Rásar 2. Mestur virðist áhuginn
vera meðal Dananna því að þeir
eru flestir, eða þrettán þátttak-
endur.
Blaðamennirnir hlusta á fjöl-
breytilega fyrirlestra og sækja
listviðburði, til dæmis opnun
Reykjavík Arts Festival í Borgar-
leikhúsinu, og fara út á land,
kynna sér Reykholt og kynnast
sundmenningu þjóðarinnar með
ferð í Laugardalslaugina.
- ghs
Fjörutíu norrænir blaðamenn á námskeiði í Reykjavík:
Menningarblaðamenn hittast
NORRÆNIR BLAÐAMENN Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 2, í hópi norrænna
blaðamanna á Kaffi Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
JAPAN, AP Nýtt fyrirtæki hefur
verið stofnað um sölu hvalkjöts í
Japan, að sögn til að selja umfram-
birgðir sem safnast hafa upp í land-
inu í kjölfar þess að Japanar juku
hvalveiðar í vísindaskyni.
Yfir 1.000 tonn af hvalkjöti fóru
á markað í Japan í fyrra, en það er
65 prósentum meira en árið áður,
samkvæmt upplýsingum japanska
sjávarútvegsráðuneytisins.
Andstæðingar hvalveiða halda
fram að unnt sé að stunda allar
nauðsynlegar rannsóknir án hval-
veiða. Vísindaveiðar séu yfirvarp
yfir veiðar í ábataskyni sem
Alþjóðahvalveiðiráðið lagði tíma-
bundið bann við fyrir 20 árum. - aa
Hvalveiðar Japana:
Nýtt fyrirtæki
í hvalkjötssölu
STJÓRNARMYNDUN ÍRAKA Í HÆTTU Írakska
þingið kom saman í gær til að ræða
myndun nýrrar sameinaðrar heimastjórnar.
Tilraunir til stjórnarmyndunar fóru hins
vegar út um þúfur þegar meðlimur í
áhrifamiklum samtökum sjía múslima,
hótaði því að ný ríkisstjórn yrði mynduð
án þátttöku samkeppnisaðila slökuðu þeir
ekki á kröfum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP