Fréttablaðið - 15.05.2006, Síða 23

Fréttablaðið - 15.05.2006, Síða 23
MÁNUDAGUR 15. maí 2006 3 Hunangsflugur eru félagsdýr og vinna saman í búum sem þær gera úr vaxi. Þrjár tegundir hafa greinst hér á landi en aðeins ein þeirra hefur verið hér frá upphafi byggðar á Íslandi og það er (Bombus jonellus). Hinar tvær eru taldar hafa borist til landsins með vörugámum og eru (Bombus hortornum) og (Bombus lucorum). Á vorin vaknar hunangsflugu- drottningin af vetrardvala og fer að leita að stað til að reisa nýtt bú. Hún verpir eggum og úr þeim koma ein- göngu þernur sem safna hunangi og frjói í búið. Þegar líður að hausti klekjast út karlflugur og nýjar drottn- ingar. Allar flugurnar deyja nema nýju drottningarnar sem leggjast í vetrar- dvala. Karlflugurnar hafa ekki stungu- brodd. Þernurnar búa til vaxhylki úr kirtlum aftarlega á búknum og blanda munnvatni saman við og móta síðan hylkin og búið með bitkjálkum fremst á höfði. Venjulegur líftími drottninga og þerna eru tveir mánuðir en þá drepast þernunar og drottningarnar finna sér vetrardvalarstað. Karldýrin sem ekki hafa stungubrodd virðast ekki hafa neinn tilgang nema til að frjóvga drottningarnar og deyja þeir að frjóvgun lokinni. Hunangsflugur láta yfirleitt fólk í friði og stinga ekki nema þær séu áreittar verulega og eru það helst þernur sem stinga. Bombus lucorum eða húshumla sem Svíar kalla „ljus jordhumla“ kom til landsins á seinni hluta 20. aldar og er mjög sýnileg á vorin og sumrin í þéttbýli. Hún er ásamt hinum hunangsflugunum mikilvægur hlekk- ur í frjóvgun blóma. Þegar þær fljúga á milli blómanna og sjúga upp hunang, festast frjókorn á þeim sem frævga blómin. Bombus lucorum eða húshumla sækir í að vera nálægt manninum og gerir bú við og í hýbýlum manna. Hús- humlan er úrræðagóð og ef hún getur ekki náð blómasafanum ofan frá bítur hún gat á botn blómanna og nær safanum þaðan. Nokkrar fleiri tegundir eru á Norðurlöndum og í Evrópu. Hunangsflugan er ekki meindýr í þeim skilningi sem meindýr eru skil- greind. En þegar þær villast inn í hýbýli manna finnst sumum nóg komið og leita eftir aðstoð meindýraeyða. Best er að vera með vakandi auga á garð- inum og þakskeggjum húsa á vorin til að geta gripið inn í og eytt búum hunangsflugunnar í byrjun. Það er ekki hægt að eitra fyrir hunangsflugum en fólk sem er við- kvæmt fyrir þeim ætti að fylgjast vel með á vorin og fá meindýraeyði til að taka hunangsflugubú um leið og það finnst. Hunangsflugur nota búin aðeins einu sinni. Menn þurfa að vera sérstaklega vel búnir og betra að vera tveir, það er aldrei að vita nema flugu takist að stinga vanan mann þannig að hann þurfi á hjálp að halda. Þá er mjög góð lausn að fá sér flugnanet og setja í opnanleg fög í gluggum strax á vorin svo flugur komist ekki inn. Þá er mjög auðvelt að steypa yfir þær glasi eða krukku þegar þær setjast eða eru að hamast á glugga- rúðu og renna síðan blaði fyrir opið og fara með hana út og sleppa henni. Fólk sem þarf að fá meindýraeyði eða garðúðara skal óska eftir að fá að sjá starfs- skírteini gefið út af Umhverfisstofnun og einnig hvort viðkomandi hafi starfs- leyfi frá viðkomandi sveitarfélagi og hvort þessi gögn séu í gildi. Það er nauðsynlegt að óska eftir nótu fyrir þjónustuna svo hægt sé að hafa samband við viðkom- andi ef með þarf. Ef viðkomandi er félagi í félagi meindýraeyða er fagmaður á ferð, allir félagar í Félagi meindýraeyða hafa félagsskírteini á sér. Heimildir: Upplýsingar og fróðleik- ur um Meindýr og varnir, 2004 University of California. Hunangsflugan Láttu verða af því að fylla upp í holuna yfir sjónvarpinu - það er einfaldara en þú heldur. Notkun gifsveggja hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og nú er svo komið að varla er byggður milliveggur án þess að hann sé úr þessu vinsæla efni sem er frekar auðvelt að vinna með. Þrátt fyrir að vera við fyrstu sýn grjóthart eru takmörk fyrir því hvað gifs þolir. Það má því búast við því að einhverntíma þurfi að framkvæma smávægi- lega viðgerð þar sem gifs er notað í veggi. Góðu fréttirnar eru þær að það er frekar auðveld og ódýr viðgerð. Fyrst af öllu þarf til einhvers- konar fylliefni, til dæmis sparsl, plastfylli eða gifsfylli. Hægt er að fá fylliefni í misstórum umbúðum og best er að ráðfæra sig við sölu- fólk um hversu mikið þú þarft. Best er að nota kíttispaða til að bera fyllefnið á vegginn. Notaðu lítinn spaða fyrir sprungur og stóran fyrir rifur eða göt. Settu fylli á spaðann og þrýstu því í sprunguna um leið og þú strýkur spaðanum yfir hana. Reyndu að skilja við svæðið tiltölulega slétt og án mikilla ráka eða afgangs af fylliefni. Það sparar þér vinnu á næsta stigi. Fylliefninu er leyft að þorna, í tvo til tuttugu og fjóra tíma eftir magni þess, og svo pússað með sandpappír þar til það er orðið slétt og myndar ekki misfellu á veggnum. Þá er ferlið endurtekið. Tvær umferðir eiga að duga fyrir litlar sprungur. Stórar rifur og göt gætu þurft fleiri. Eftir síðustu umferð er notaður mjög fínn sandpappír til að pússa efnið slétt við vegginn. Gott er að vefja pappírnum utan um trékubb til að tryggja jafnan þrýsting og áferð. Eftir það er svæðið hreins- að með rakri tusku og málað þegar allt er orðið þurrt. Önnur leið til að pússa síðustu umferðina er að nota vel rakan svamp, þó ekki svo blautan að leki úr honum, og nudda svæðið líkt og með sand- pappír. Gert við gifsveggi Sparsla, pússa og mála. Hvort sem um er að ræða litlar sprungur eða stór göt er lítið mál að gera við gifsveggi. NORDIC PHOTO/GHETTY IMAGES Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. ����������������������� ������������������ �������������������������������������������
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.