Fréttablaðið - 15.05.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 15.05.2006, Síða 24
 15. maí 2006 MÁNUDAGUR Húsið að Hátúni 43 í Reykja- vík er umvafið gróðri í orðsins fyllstu merkingu. Dálítið eins og í ævintýrunum. Hjónin Erla Magnúsdóttir versl- unarkona og Örn Þórhallsson sölu- maður hafa búið í Hátúni síðan 1969. Þau eru fólk með græna fingur eins og stundum er sagt og stuttu eftir að þau fluttu inn hófu þau ræktun á lóðinni. Meðal þess sem þau settu þá niður voru fjórar bergfléttuplöntur sem síðan hafa fengið að vefja sig upp eftir fram- hlið hússins og þekja hana að mestu leyti. „Ætli það séu ekki um 35 ár síðan við settum þetta niður. Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt,“ segir Erla brosandi. Örn er ekki síður stoltur er hann strýkur létt um blöð berg- fléttunnar sem hann kveðst reynd- ar þurfa að fara að snyrta. Húsið er steinað að utan og gróðurinn hefur fundið þar festu. Þau hjón segjast klippa plöntuna á vorin og aftur seinni part sumars því nauð- synlegt sé að halda henni í skefj- um, annars geti bergfléttan skemmt gluggapósta og þakskegg. „Fléttan skríður ótrúlega og væri búin að byrgja gluggana ef henni væri leyft að vaxa óhindrað. Að öðru leyti þarf ekkert fyrir henni að hafa,“ segja þau og minnast þess ekki að hafa þurft að vökva. Bergfléttan er græn allt árið og á sumrin segir Erla tvær blómstr- andi rósir vefja sig upp eftir henni allt upp í tvo metra og mynda skraut í bergfléttuna. Þau hjón segja hið gróðursæla hús sitt óneitanlega vekja athygli vegfar- enda. „Það stoppa margir hér við grindverkið á göngu sinni, spjalla við okkur og dást að húsinu þegar við erum úti við,“ segja þau bros- andi. „Það er svo mikið skjól hér í Túnunum og sólríkt sunnan undir húsinu svo vaxtarskilyrðin eru mjög góð.“ Þar sem bergfléttan vefur sig upp vegginn Erla og Örn búa á neðri hæð hússins og hafa ræktað upp gróðurinn sem umlykur það. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÍTIÐ MÁL ER AÐ HREINSA OG LAGA RAFMAGNSVÍRA. Mörgum er meinilla við alls kyns raf- magnsvíra sem finna má á fjölmörg- um stöðum á flestum heimilum landsins. Umhirða rafmagnsvíra er hins vegar mikilvæg, sérstaklega þar sem vírar eru gamlir, því öll óhrein- indi og annað slíkt sem sest á sjálfa vírana valda minni leiðni þeirra. Ef vírarnir eru orðnir mjög beyglaðir, tættir eða skítugir er kominn tími til að skipta um eða laga. Slíkt er gert með því klippa vírinn í sundur, rétt við enda einangrunarinnar. Síðan er biti af einangruninni skorinn í burtu þannig að vírinn standi ber. Slíkt er hægt að gera með þar til gerðum klippum, rakvélarblaði eða öðru slíku. Þá á að blasa við hreinn og fallegur vír. Ef sjálf snúran eða vírinn er ekki nógu langur til þess að hægt sé að stytta hann má strjúka yfir hann með fínum sandpappir þangað til óhreinindin virðast á bak og burt. Varla þarf að taka það fram að í öllum tilvikum skal passa upp á að ekki sé rafmagn á vírnum á meðan hann er hreinsaður. Ráð } Rafmagnsvírinn hreinsaður Kjörorka er raftæknifyrirtæki sem framleiðir ýmsan rafbún- að. Öryggis- og sparnaðarhita- stýringar fyrir heitan pott er ein af þeirra helstu vörum. Hitastýringarnar gera eigendum heitra potta kleyft að stýra hita í pottum sínum upp á brot úr gráðu. Auk þess að vera hagkvæm fjár- hagslega er stýringin mikilvægur öryggisbúnaður, sérstaklega þar sem börn eru nærri. Rafkerf- ið bak við stýringuna vaktar einnig ástand alls búnaðar. Hægt er að láta búnaðinn senda boð í ýmis fjarskiptatæki, t.d. GSM-síma, og þannig er hægt að fylgjast með úr fjarlægð. Nánari upplýsingar er að finna á www.kjororka.com. Öryggi og þægindi Dæmi um verð á galvaniseruðu hliði með duftlökkun Stærð: 2.8m X 2m kr.183.000 Stærð: 1 X 1m kr.42.000 SKRAUTGIRÐINGAR – HLIÐ – SVALAHANDRIÐ á áður óþekktu verði. Við gerum þína hugmynd að veruleika Kíktu á úrvalið á heimasíðu okkar: www.kator.is Er ekki komin tími fyrir annað en timbrið ! Fermetraverð á grindverkum frá kr. 9000 Sími: 421-6811 Netfang: kator@kator.is Lækjargötu 34c • 220 Hafnarfirði • S: 553 4488 Tilboð Tilboð Veggflísar frá kr. 990 Gólfflísar frá kr. 1.300 Sturtuklefar og blöndunartæki á góðu verði Frábært verð á girðingaefni: 120cm og 200cm hæð. .. Teppahreinsun stigahúsa Skúfur býður bæði uppá þurrhreinsun og Djúphreinsun á teppum fyrir stiga- hús sameigna. Búnaðinn sem við notum en hann kallast „ Truck- mount“ Þetta er hin eina sanna djúphreinsun. Sogkraftur Hydramaster vélarinnar er 5 faldur á við venjulegar vélar. Þessi búnaður er 15000 wött og þó að þetta sé blauthreinsun þá eru teppin þurr á 1 til 3 tímum. SKÚFUR TEPPAHREINSUN Kleppsvegi 150. • 104 Rvk Sími 568-8813 • GSM 663-0553 www.teppahreinsun.com 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.