Fréttablaðið - 15.05.2006, Page 25

Fréttablaðið - 15.05.2006, Page 25
MÁNUDAGUR 15. maí 2006 Vistvæn og hálfsjálfbær trjá- hýsi brúa bilið milli byggðar og náttúru. Í dreifbýlli svæðum Wilt- og Glouchester-skíra í Englandi fara nú fram miklar rannsóknir á vegum hönnunarfyrirtækisins Sybarite og staðaryfirvalda. Verið er að skoða möguleika á nýjung í dreifðri byggð sem hefur minni áhrif á umhverfið en hinar hefðbundnu. Hugmyndin gengur út á eins konar trjáhýsi, byggð á staurum, og rétt ná yfir trjátoppana. Húsin yrðu smíðuð úr eining- um sem væru að stórum hluta úr náttúruvænum og endurunnum efnum og í þokkabót léttari en þau byggingarefni sem eru á markaðnum í dag. Boðið væri upp á eins til fimm svefnher- bergja hús sem aðeins tæki tvær vikur að reisa. Hönnunarferli húsanna hófst á undirstöðunum, þaðan yfir í innviðina og yfir í ytra byrðið. Í hönnunarferlinu var lögð áhersla á að útsýni væri yfir trjátoppana og að húsin skæru sig ekki úr umhverfinu svo sjónmengun yrði sem minnst. Gert er ráð fyrir að vindrafall verði í miðju húsanna svo að þau verði að miklu leyti sjálfbær með orku. Ekki er vitað hvort eða hve- nær þessi geimskipalegu trjáhýsi verða að veruleika og hvort þau muni koma á markað hérlendis. Búið uppi í tré – með stæl Byggingarfomið gerir það að verkum að dreifð einbýlishúsabyggð fellur nánast inn í umhverfið. Húsin hvíla á stöplum, rétt fyri ofan trjátoppa. Sumarið er komið og litríkir dúkar og servíettur sömuleiðis, Nú í veðurblíðu sumarsins kepp- ast landsmenn við að grilla úti undir húsvegg. Þegar kjötið er komið á diskinn og inn í eldhús á sumarljóminn til að hverfa innan um borðbúnaðinn sem búið er að nota síðan á jólum. Þessu er ein- falt að breyta. Litríkir dúkar og upplífgandi servíettur bera sumarið með inn í eldhúsið eða borðstofuna. Gulir, grænir, bláir og bleikir, helst með blómamunstri, allir lífga þeir upp á umhverfið og gefa lífinu lit. Slíkan borðbúnað er að finna í flestum búsáhaldaverslunum. Við litum inn í Marimekko og Duka til að athuga hvað þær verslanir hafa upp á að bjóða. Litir sumarsins Það er vænt sem vel er grænt. Dúkur og servíettur úr Duka. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Gulur er bjartur og falleg- ur litur. Þessar servíettur eru úr Marimekko. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Fyrir þá sem vilja fara varlega í litadýrðina býður Duka upp á brún blómamunstur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Blóm, blóm og fleiri blóm í Marimekko. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.