Fréttablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 35
MÁNUDAGUR 15. maí 2006 15
Samþykkt hefur verið að bæta
þriðju hæðinni við nýbyggingu
Heilbrigðisstofnunar Suður-
lands á Selfossi.
Heilbrigðis- og tryggingaráðherra
samþykkti nýlega að þriðju hæð-
inni yrði bætt við á nýbyggingu
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á
Selfossi.
Með þessu er verið að koma til
móts við mikla þörf á auknu hjúkr-
unarrými. Nú verður hægt að bjóða
upp á fleiri einbýli og bæta þjón-
ustu við aldraða hjúkrunarsjúkl-
inga á Suðurlandi.
Framkvæmdasýslu ríkisins
verður falið að sjá til þess að nauð-
synlegri hönnunarvinnu verði lokið
sem fyrst svo hægt verði að halda
áfram með framkæmdir með sem
minnstum töfum.
Greint frá á www.sudurland.net.
Hæð bætt við HSU
Samþykkt hefur verið að bæta við þriðju hæðinni á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á
Selfossi.
Lýsing: Gengið er upp teppalagðan stiga. Á stigapalli er dúklögð geymsla og
þvottahús. Gengið inn í íbúð af stigapalli. Parketlagður gangur með skáp. Eldhús
er með korkflísum og upprunalegri innréttingu. Tvö parketlögð svefnherbergi. Í
hjónaherbergi er skápur með tjöldum fyrir. Úr hjónaherbergi er útgengt á suðvestur
svalir. Rúmgóð og björt parketlögð stofa sem má skipta og fá þannig aukaherbergi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með innréttingum.
Úti: Hellulagt plan með hitalögn er fyrir framan húsið. Hitalögn er í tröppum.
Annað: Að sögn eiganda er útidyrahurð nýleg ásamt því að baðherbergi og útitröpp-
ur voru nýlega teknar í gegn. Mikil veðursæld er í hverfinu. Skipt var um skólp fyrir
um 5 árum. Þak var endurnýjað fyrir um 8 árum. Rafmagn er nýlega yfirfarið.
Verð: 19,8 Fermetrar: 82,5 Fasteignasala: Neteign.is
104 Reykjavík:
Suðvestur svalir og rúmgóð stofa
Efstasund 29: Fasteignasalan Neteign.is er með til sölu fallega 82,5
fermetra sérhæð á annarri hæð í tvíbýli á vinsælum stað í Reykjavík.
Húsið verður afhent í mánuðinum. Gert er ráð fyrir hita í gólfum. Gluggar eru úr
mahoní, allt gler er með sólvörn og í suðurgluggum er hún meiri. Innmúraður arinn,
ásamt tilheyrandi rörum. Herbergin eru sjö. Svefnherbergin eru fimm og tvær stofur.
Húsið er á tveimur hæðum.
Húsið er staðsteypt án einangrunar og verður skilað að utan með marmarasalla.
Bílskúrinn er 34,4 fermetrar og er innbyggður. Bílskúrshurð er hvít samlokuhurð,
uppsett og frágengin með tilheyrandi brautum en án læsinga, þéttilistar fylgja óupp-
settir. Húsið skilast fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð og fokhelt að innan.
Verð: 46.970.000 Fermetrar: 259,4 þar af 34,4 fermetra bílskúr Fasteignasala: Lyngvík
Þrastarhöfði 35:
Einbýli með innbyggðum bílskúr
270 Mosfellsbær: Fasteignasalan Lyngvík er með til sölu sjö herbergja
225 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum á góðum stað í Mosfells-
bænum.
Kynnum nýjar eignir frá TM sem er markaðsleiðandi
fyrirtæki í byggingu og sölu fasteigna við Miðjarðar-
hafsströnd Spánar.
TM selja ríflega 100 eignir á mánuði og eru jafnframt
með 35 ára reynslu á sínu sviði.
Skúlagata 17 101 Reykjvavík sími : 566 88 00 e-mail : vidskiptahusid@vidskiptahusid.is www.vidskiptahusid.is
Jóhann Ólafsson
Löggiltur FFS.
gsm: 863 63 23
johann@vidskiptahusid.is
Gæðaeignir við Miðjarðarhafið.
Fullbúnar húsgögnum, tækjum og öllu því sem til þarf.
Glæsileg sameiginleg aðstaða á hverju svæði.
Einstaklega góðar staðsetningar.
Þjónustuskrifstofa á hverju svæði.
Nýjar eignir beint frá byggingaraðilanum.
10 ára ábyrgð byggingaraðilans á húseigninni.
5 % afsláttur af völdum eignum.
Frítt flug og hótel fyrir kaupendur.
Eignir á 12 svæðum á Spáni m.a. :
Mallorca (Manacor)
Costa Del Azahar (Castellón)
Costa Blanca (Alicante, Benidorm, Torriveja)
Costa Calida (Murcia)
Costa del Almería (Almería)