Fréttablaðið - 15.05.2006, Page 74

Fréttablaðið - 15.05.2006, Page 74
 15. maí 2006 MÁNUDAGUR26 menning@frettabladid.is ! ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� �������������� �������� ��������������� ������������������������������� ������������������ ������� ���������� ����������� �������������� ������ ������������� ��������� ��� ������� ��������������� ��������� ��� �������� ���������� ���������� ��� �������� ������������ ����������������������������������� �������� ��������������� �������� ������������������ ��������� ��� �������� ��������� ������������� �������� ��������� HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 12 13 14 15 16 17 18 Mánudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Hljómeyki heldur tón- leika í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. Stjórnandi Marteinn H. Friðriksson. ■ ■ FUNDIR  20.00 Uppskeruhátíð Aglow á Akureyri verður haldin í safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Fundur opinn bæði körlum og konum. Allir velkomnir. ■ ■ LISTAHÁTÍÐ  20.00 Danssýningin We are all Marlene Dietrich eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin en auk þeirra taka þátt í verkefninu íslenskir, slóvenskir, franskir og belgískir dansarar, tónlistarmenn og sviðslistafólk. Kl. 20.00 Íslenski dansflokkurinn flytur dans- verkið We are all Marlene Dietrich FOR eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hravatin ásamt fleiri listamönnum frá Slóveníu, Frakklandi og Belgíu. Verkið er sýnt á Stóra sviði Borgar- leikhússins og er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Ekki missa af... einleik Benedikts Erlingssonar, Mr. Skallagrímsson, sem sýndur er í Landnámssetrinu í Borgar- nesi. Skaphundurinn og skáldið Egill Skallagrímsson lifnar við. sýningu listakvennanna Karin Sander og Ceal Floyer í SAFNI við Laugaveg. leikritinu Umbreyting – ljóð á hreyfingu eftir brúðumeistarann og snillinginn Bernd Ogrodnik í Þjóðleikhúsinu. Sönghópurinn Hljómeyki heldur sérstaka tón- leika í kvöld en á efnisskrá þeirra eru verk sem öll eru samin af félögum í kórnum. Formaður kórsins, Hildigunn- ur Rúnarsdóttir tónskáld, segir að það hafi æxlast svo að mörg tónskáld og tónsmíðanem- endur séu í kórnum og því hafi verið ákveðið að efna til þessara tónleika. „Þessi hugmynd kom upp síðasta haust og kórinn pantaði síðan verk frá tónskáldunum sem eru í hópnum en við fengum styrk til þessa frá Reykjavíkurborg. Við ákváðum að hafa þjóðlegt þema svo það koma þulur og kvæði við sögu, hrafnamál og gátur og annað þjóðsögutengt,“ segir Hildigunnur. Sjö tónskáld eiga verk á tónleik- unum og verður um frumflutning að ræða á fimm verkum. Stjórnandi verður Marteinn H. Friðriksson en tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og fara fram í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. HLJÓMEYKI MEÐ SPLUNKUNÝJA EFNISSKRÁ Flytur nýsmíðar kórfélaga á tónleikum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Nýsmíðar Hljómeykis Nýstofnað Barna- og ungl- ingaleikhús Austurbæjar mun setja upp sýningu á menningarnótt og nú leitar leikstjórinn Agnar Jón Egilsson að áhugasömum ungum leikurum. Agnar Jón er listrænn stjórnandi í Austurbæ og skipuleggur leiklist- arnámskeið sem haldin verða í sumar fyrir unga leikara. „Ég veit að foreldrar lenda stundum í því að senda börnin sín á námskeið sem kannski eru meira eins og pössun en við erum að leita að krökkum sem hafa mikinn áhuga og vilja vinna eins og berserkir í listinni sinni – enda er tíminn fljót- ur að líða og mest gaman þegar maður fær alvöru áskorun,“ segir Agnar Jón. Barna- og unglingaleikhúsið verður starfandi allt árið en ætl- unin er að valinn hópur af krökk- um af námskeiðum sumarsins muni setja upp fyrstu sýningu leikhússin á menningarnótt en verið er að skrifa glænýtt ævin- týraleikrit sem setja á upp á sviði Austurbæjar. „Við ætlum að búa til útungunarstöð fyrir leikara framtíðarinnar,“ segir Agnar og Austurbær verður staðurinn þar sem áhuginn verður virkjaður og má líklegt teljast að húsið muni iða af lífi í framtíðinni. Agnar Jón hefur kennt leiklist í nærri áratug og í sumar mun hann flakka um bæinn með nemendur sína. „Við ætlum að nýta nálægð- ina við bæinn, skoða atvinnulífið og nágrennið,“ segir Agnar Jón og bendir á að leiklist sé hægt að fremja hvar sem er. „Þetta verður samt ekki götuleikhús heldur ætlum við að búa til spunaleik- þætti og sýna undir berum himni á hverjum föstudegi.“ Tveir kenn- arar verða með hverjum hóp og fámennt í hverjum svo allir fái notið sín. Áhugasamir geta skráð sig á námskeiðin í miðasölusíma Aust- urbæjar milli kl. 13 og 17 á virkum dögum en nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni, www.ismed- ia.is. kristrun@frettabladid.is Leitað að leikandi krökkum AGNAR JÓN EGILSSON, LEIKSTJÓRI OG KENNARI Kennir leikurum framtíðarinnar og virkjar áhugann í Austurbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.