Fréttablaðið - 15.05.2006, Síða 76

Fréttablaðið - 15.05.2006, Síða 76
 15. maí 2006 MÁNUDAGUR28 Öðruvísi frí - Útivistarferðir Úrvals - Útsýnar Eigum nokkur sæti laus í eftirfarandi ferðir. 23. maí – 30. maí ; Evrópurúta Friðriks til Spánar og Portúgals. 3. júní – 10. júní ; Hjólaferð til Gardavatnsins. 3. júní – 10. júní ; Gönguferð í Ítölsku Alpana. 10.júní – 17. júní ; Hjólaferð ; Brescia - Milanó Nánari upplýsingar og bókanir hjá Úrval Útsýn í síma 585-4000 eða á tölvupósti, tonsport@uu.is og á vef Úrval Útsýnar www.uu.is Fjölmiðlafíkillinn og hótelerfinginn Paris Hilton gerði sig að algjöru fífli á dögunum þegar hún mætti á tölvu- leikjasýningu E3 í Los Angeles sem er sú stærsta í heiminum til að kynna nýjan tölvuleik sem hún hefur tengt nafn sitt við. Paris mætti á sýninguna til að kynna leikinn sem er ætlaður fyrir farsíma en þegar til átti að taka vissi hún ekki einu sinni hvað leikurinn hét. Paris kynnti leikinn undir nafninu Diamondquest en rétt nafn á leiknum er hinsvegar Paris Hiltons Jewel Jam. Það er fyr- irtækið Gameloft sem framleiðir leikinn en það er leiðandi á markaði fyrir símaleiki. Af nafni leiksins að dæma tengist hann á einhvern hátt skartgripum sem Paris er jú mjög veik fyrir. Paris Hilton með eigin tölvuleik PARIS HILTON Hótelerfingin gerði sig að fífli þegar hún kynnti nýjan tölvuleik. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES Lordi berst hvorki gegn hvala-drápi eða fyrir öðrum mál-stað. Djöfladýrkun er heldur ekki á dagskrá. Hljómsveitin hefur gefið út þrjár plötur, sú fyrsta var slegin platínu og nýútkomin plata þeirra náði gulli í Finnlandi á mánudaginn. Hljómsveitarmeð- limirnir eru fimm og hugmynda- smiðurinn Herra Lordi, er ekki aðeins í forsvari fyrir hljómsveit- ina, heldur saumar sjálfur búning- ana. Gita og nýjasti meðlimur hljómsveitarinnar Aua töluðu við Fréttablaðið eftir æfingu þeirra í Ólympísku höllinni O.A.K.A í gær. „Við fæddumst sem skrímsli, það er opinbera skýringin,” segir Gita, eitt skrímslanna fimm í Lordi. „Ég kom utan úr geimn- um,” segir Gita, sem þýðir munnur á finnsku. „Ég fæddist á sautjándu öld, segir Aua. Aðrir í hljómsveit- inni kallast Amen, Uxi og höfuð- paurinn sjálfur og hugmyndasmið- urinn er herra Lordi. „Þetta hefur verið hugsmíð hans síðustu fimmt- án árin. Hann er allt í öllu. Hann bjó til búningana, þá er ekki hægt að kaupa úti í búð,” útskýrir Gita. Hann viðurkennir að búningurinn sé ekki þægilegur. „Stundum lang- ar mig að rífa hann utan af mér. Fyrst verður mér heitt og svitna. Svitinn fer í búninginn, ég verð blautur og mér verður rosalega kalt.“ Hin hæverska og feimna Aua segir fátt, en þó að hennar búningur sé mun þægilegri. Henni líði vel utan þess að tennurnar séu óþægilegar og tolli illa í munnin- um á henni. Aua og Gita segja að það taki þau um hálftíma að fara í búninginn. Herra Lordi taki það um þrjár klukkustundir, enda er búningurinn hans svo flókinn, hann þurfi þar að auki að farða andlitið, en þeim hinum dugar að vera með grímur. „Gríman hans þarf að vera sveigjanleg af því að hann er söngvarinn.“ Lífið utan búninganna Lordi hefur gefið út fimm smá- skífur af þremur plötum. Tvær þeirra hafa náð efsta sæti vinsæld- arlistans í Finnlandi. Fyrsta platan seldist vel og núna á mánudaginn náði nýjasta platan þeirra gullsölu í Finnlandi. Þrátt fyrir vinsældirn- ar vita Finnar aðeins um nöfn þeirra sem eru á bak við grímurn- ar. Þeir eru að öðru leyti óþekktir. Aðeins hefur náðst mynd af vanga- svip söngvarans. „Auðvitað vita vinir okkar og fjölskylda að við erum í hljómsveitinni, en hjálpa okkur að haldaþví leyndu,“ segir Gita. Gita segir daglega líf þeirra dæmigert. Þau sleppi við frægðina sem fylgi bandinu: „Við sátum á ströndinni í gær og drukkum bjór. Enginn veit hver við erum þannig að við getum líka farið í búðir og slakað á.“ Þau eru öll þungarokkarar. Gita hrífst af tattúum og ber nokkur að sögn en er einnig fyrir lokka á ýmsum stöðum. Einn þeirra blasti við á bak við grímuna, undir neðri vörinni. Aua segir lokkana hins vegar ekki á hennar áhugasviði. „Ég er ekki í sama gír og strákarn- ir. Ég er bara svona venjuleg.“ Ekki djöfladýrkendur Hljómsveitin hefur þurft að berj- ast gegn ásökunum um djöfladýrk- un. „Við erum á móti djöflatrú því hún er bjánaleg,“ segir Gita. „Við höfum ekki sett fram yfirlýsingar um skoðanir okkar. Við berjumst ekki á móti hvalveiðum eða öðru slíku en við þurftum að taka á skarið gagnvart djöfladýrkend- um,“ segir Gita. „Við erum ein- göngu rokkhljómsveit í skrímsla- búningum. Fólk gekk því út frá því að við værum djöfladýrkendur eða dýrkuðum dauðann. Við urðum að skera á þau hugsanatengsl.“ Á blaðamannafundi hljómsveitarinn- ar fyrr um daginn voru þeir meðal annars spurðir af ísraelskum aðdá- anda hvaða leið væri best til að fremja sjálfsmorð. „Ertu ekki að grínast? Don´t do it,“ var svarað í fáti. Gita segir flesta Finna styðja Lordi og lagið þeirra Hard Rock Hallelujah í Eurovision og hafa miklar væntingar til gengisins í keppninni. „En aðrir skammast sín og segja að við séum að skemma ímynd Finnlands. Hóparnir eru því tveir; á móti okkur og með.“ Hljómsveitin hafi ákveðið að taka þátt í Eurovison, því auglýs- ingin sé ókeypis. „Við reynum ekki í örvæntingu að vinna keppnina, en auðvitað ætlum við að gera okkar besta. Eftir Eurovision förum við aftur í sama farið; í tón- leikaferðalög og að taka upp efni.“ gag@frettabladid.is Erum ekki djöfladýrkendur Einhver dýrasti ljósmynd sögunn- ar gæti orðið af barni Angelinu Jolie og Brads Pitt. Samkvæmt fréttavef CNN gæti myndin verið seld til slúðurblaða fyrir meira en eina milljón dollara sem samsvar- ar hátt í áttatíu milljónum íslenskra króna. Parið dvelst nú í Namibíu og hefur ítrekað reynt að biðla til fjölmiðla um að láta sig í friði. CNN hafði samband við nokkra ljósmyndara og bað þá að gefa sér einhverjar verðhugmyndir. Frank Griffin hjá Bauer Griffin ljós- myndastofunni taldi ljósmyndara geta fengið þrjár milljónir dollara eða 240 milljónir íslenskra króna fyrir myndina. „Fólk er reiðubúið að borga slíka fjárhæð fyrir þessa mynd,“ sagði Griffin í samtali við fréttavef CNN. Peter Howe, sem skrifaði bókina Paparazzi, var ögn hófsamari en taldi myndina auð- veldlega geta selst á eina milljón dollara. „Ef þú nærð myndinni einn allra fjölmiðla þá borgar sig að eyða slíkri upphæð í myndina,“ sagði Howe. Skötuhjúin hafa ítrek- að sent frá sér yfirlýsingar um að fá að vera í friði og taldi Howe því líklegt að einhver innfæddur gæti náð þessari gullnu mynd. „Fólkið í Namibíu gæti lagt ýmislegt á sig til að geta smellt af enda augljós fjársjóður,“ útskýrði ljósmyndar- inn. Þá taldi hann að landslagið gerði það að verkum að erfitt væri fyrir „paparazzi“ ljósmyndara að fela sig enda væri bara sandur og lágur gróður við húsið. „Þrátt fyrir mjög mikla öryggisgæslu eiga ljósmyndarar engu að síður eftir að komast að,“ bætti Howe við og vísaði til máls Michaels Douglas og Catherine Zetu Jones. Framtíð parsins gæti þó verið í uppnámi en eins og greint hefur verið frá á Angelina Jolie að hafa neitað bónorði frá Brad Pitt á dög- unum. Hvort þetta sé herbragð fjölmiðla til að lokka skötuhjúin fram skal ósagt látið. Dýrasta ljósmynd sögunnar? ANGELINA JOLIE OG BRAD PITT Ljósmyndarar bíða eftir því að geta mynd- að frumburð parsins. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES AUA OG GITAA Gita er nýjast meðlimurinn í sveitinni en hún segir að daglegt líf hafi ekkert raskast við þessa miklu frægð. Á BLAÐAMANNAFUNDI Búningarnir eru hugarsmíð Herra Lordis sjálfs. HEILSAÐ UPP Á AÐDÁANDA Lordi og skrýmslin er sögð utan úr geimnum. LORDI Á SVIÐINU Þrátt fyrir hrjúft yfirbragð þá virðast finnsku rokkararnir vera hvers manns hugljúfi og hafa vakið mikla athygli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.