Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 86
 15. maí 2006 MÁNUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HRÓSIÐ ...fær Erna Ómarsdóttir dansari og danshöfundur sem sýnir í verkinu We are all Marlene Dietrich að hún er sköpunarkraft- urinn holdi klæddur. LÁRÉTT 2 faðmlag 6 málmur 8 maðk 9 kann 11 leita að 12 kvíga 14 úldna 16 skóli 17 hætta 18 flýtir 20 vörumerki 21 prik. LÓÐRÉTT 1 eymsl 3 nafnorð 4 sorps 5 hæða 7 mega 10 traust 13 skordýr 15 svari 16 blaður 19 tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2 knús, 6 ál, 8 orm, 9 get, 11 gá, 12 tyrfa, 14 fúlna, 16 ma, 17 ógn, 18 asi, 20 ss, 21 stig. LÓÐRÉTT: 1 bágt, 3 no, 4 úrgangs, 5 smá, 7 leyfast, 10 trú, 13 fló, 15 ansi, 16 mas, 19 ii. FRÉTTIR AF FÓLKI S igmundur Ernir, fréttastjóri NFS-sjónvarpsstöðvarinnar, kann svo sannarlega lagið á sínu fólki. Á hverjum föstudegi deilir hann út „hauknum“ til starfsmanna sinna við hátíðlega athöfn. Haukurinn er stytta, sem reyndar er af erni, og hlýtur sá starfsmaður sjónvarps- stöðvarinnar hana sem best hefur staðið sig þá vikuna. Þrátt fyrir að mörgum finnist styttan forljót þykir þessi siður þó vera hin besta hvatning fyrir starfsmenn stöðvarinnar en sá sem hlýtur haukinn fær að hafa styttuna í viku á sínu skrifborði eða þar til næsta tilnefning fer fram. Mættu fleiri yfirmenn taka sér Sigmund Erni til fyrirmyndar sem kann svo sannarlega að hrósa sínu fólki. Eftirminnilegasta högg golfarans og fjöl- miðlamannsins Páls Ketilssonar átti sér stað á þriðju holu Hólmsvallar í Leiru, betur þekkt sem Bergvík, heimavelli Páls þegar hann var aðeins 16 ára. „Það var ansi eftirminnilegt. Ég var að spila í Bændaglímunni sem er síðasta mótið á haustin og var að spila með einum af guðfeðrum Hólmsvallar sem heitir Hólmgeir. Ég tók fjögur járn í mótvindi og setti beint í holuna,“ segir Páll, sem var staddur í golfi í London þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Það skrítna var að þegar ég var búinn að þessu sagði ég að þetta væri ekki svo erfitt og að ég ætti örugglega eftir að gera þetta aftur. Það hef ég ekki gert ennþá tæpum þrjátíu árum síðar,“ segir hann og hlær. „Það er mjög sérstök tilfinning að fara holu í höggi. Að sjá boltann detta ofan í í fyrsta höggi er ólýsanlegt enda er þetta drauma- högg allra kylfinga. Það er svo skrítið að sumir ná þessu aldrei en svo geta menn verið búnir að vera í golfi í eitt eða tvö ár og náð þessu.“ Bætir hann því við að einhvers staðar hefði hann lesið að líkurnar væru einn á móti 43 þúsundum að menn færu holu í höggi, sem hljóta að teljast frekar litlar líkur. Páli líst frábærlega á komandi golfsumar. „Það er ofboðsleg gróska í íþróttinni. Það er mikill áhugi og mér finnst allir vera komnir í golf, sem er frábært því þetta er frábær íþrótt. Hún er líka skemmtileg félagslega og góð líkamsrækt. Það er mjög stutt í að við förum yfir fótboltann í iðkendafjölda og golfið er orðin stærsta almenningsíþrótt á Íslandi. Pabbi minn er að verða 77 ára og sonur minn er sjö ára og þeir fara saman í golf. Það sýnir að það er engin aldursskipting í golfi,“ segir Páll sem er með 3,9 í forgjöf og spilar í meistara- flokki. -fb SÉRFRÆÐINGURINN PÁLL KETILSSON OG EFTIRMINNILEGASTA HÖGGIÐ Ólýsanlegt að sjá boltann detta ofan í PÁLL KETILSSON Golfarinn og fjölmiðlamaðurinn fór holu í höggi þegar hann var sextán ára. Hljómsveitin Sigur Rós mun halda risavaxna útitónleika í Reykjavík í sumar að sögn tónlistarsíðunnar gigwise.com. Talið er að tónleikarnir verði haldnir í lok júlí. Ekki er langt síðan Sigur Rós hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll og því ætti nægur áhugi að vera til staðar hérlendis á útitónleikum með sveitinni. Sigur Rós er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um heiminn til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu, Takk, sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Í sumar mun rödd Sóleyjar Kristjánsdóttur heyrast enn á ný á öldum ljósvakans. „Já ég er að byrja með nýjan þátt á fimmtu- dagskvöldum á Rás 2 sem nefnist Píkupopp. Hingað til hefur ekki verið spilað mikið af píkupoppi á Rás 2 en ég ætla sem sagt að bæta úr því,“ segir Sóley en fyrsti þátt- urinn hennar fer í loftið 1. júní og verður tíminn frá kl. 22 og til mið- nættis helgaður píkupoppinu. „Það er svo margt sem fellur undir þessa píkupoppsskilgreiningu. Ég ætla t.d. að spila mikið R&B, gam- alt soul, diskó og eighties, eða bara yfir höfuð góða stelputónlist,“ segir Sóley sem er enginn nýliði þegar útvarp er annars vegar. Árið 1998 fór hún fyrst í loftið á útvarpsstöðinni X-inu en fór svo þaðan yfir á útvarpsstöðina Scratz. Síðan þá hefur hún troðið upp víða sem plötusnúður en undanfarið hefur hún aðallega verið að sinna sálfræðinámi við Háskóla Íslands og starfi sínu á veitingadeild Ölgerðarinnar. Þar að auki á hún von á sínu fyrsta barni í sumar með kærastanum og arkitektinum Frey Frostasyni. „Ég á bara loka- ritgerðina eftir í sálfræðinni en planið er að vera búin með hana áður en barnið fæðist,“ segir Sóley sem tekur fyrir drykkjuhegðun Íslendinga á áfengum drykkjum í ritgerð sinni. Sóley er nú þegar farin að undirbúa píkupoppið og aðspurð að því hvað sé hennar eftirlætis píkupoppslag nefnir hún lagið „I want to dance with somebody“ með Witney Houston en það lag verður pottþétt spilað í fyrsta þættinum. Sumardagskrá Rásar 2 er annars nokkuð lífleg. Ragnheiður Eiríksdóttir og Andrea Jónsdóttir verða með þátt á virkum kvöldum sem nefnist Á vellinum og er létt blanda af sporti og tónlist. Nýr liðsmaður Rásar 2, Kristinn Páls- son, sér um þátt á mánudagskvöld- um sem nefnist Uppruni tegund- anna. Magnús Einarsson verður með Sniglabandið í beinni eftir hádegi á sunnudögum og Erla Ragnarsdóttir verður við hljóð- nemann virka morgna, svo fátt eitt sé nefnt. SÓLEY KRISTJÁNSDÓTTIR PLÖTUSNÚÐUR: KOMIN AFTUR Í ÚTVARPIÐ Spilar píkupopp á Rás 2 PÍKUPOPPSPÆJA Sóley ætlar að spila stelputónlist á Rás 2 í sumar FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Miklar hræringar eiga sér stað hjá kvikmyndafyrirtækjum á auglýsingamarkaði ef marka má færslu á logs.is þar sem Ásgrímur Sverrisson ræður ríkjum. Samkvæmt heimasíðunni á Arnar Knútsson að hafa keypt hlut Péturs Jónssonar í Filmus en sá síðar- nefndi mun starfa áfram hjá fyrirtækinu sem helsti leikstjóri þess. Stóru tíðindin eru þó vafalítið að þeir Lárus og Árni Þór Jónssynir, sem áður voru hjá Saga Film, hafa stofnað nýtt fyrirtæki undir nafninu Republik. Saga Film mun, samkvæmt logs.is, vera að þreifa fyrir sér um kaup á framleiðslufyrirtækj- um í nágrannalönd- unum og ættu línur að skýrast í þeim efnum á næstu misserum. Silvía mætti á síðustu stundu fyrir æfingu íslenska framlagsins í Euro- vision, Congratulations, í höllinni í Aþenu í gær. Hún hafði lítinn tíma til að fara í keppnisbúninginn, en mætti glæsileg á sviðið í búningnum sem hún klæðist í keppninni á fimmtudaginn. Silvía hafði fengið ákúrur fyrir dónaskapinn á æfingunni á föstu- dag og var ítrekað við íslensku sendinefndina að hún þyrfti að koma vel fyrir á æfingunni í gær. Æfingin í höllinni gekk betur og betur eftir því sem á leið, en þó ekki vel. Silvía var þögul. Það eina sem heyrðist frá henni var þegar hún bað Selmu Björnsdóttur að rétta sér vatn. Áhorfendur týndust út eftir því sem á leið, því auk þess að vera þögul, söng Silvía ekki á fullum styrk. Sérfræðingar sögðu samt að hreyfingar Silvíu og dansaranna væru betur útfærðar nú en áður. Samt væri greinilegt að enn á eftir að fínpússa atriðið og var lýsingin sérstaklega léleg. Hafi menn verið vonsviknir með æfinguna hjá Silvíu voru þeir alsælir með blaðamannafundinn. Stjarnan lét bíða eftir sér, en á meðan var leikið myndband sem sýndi alþjóð- lega frægð hennar. Henni var tekið sem súperstjörnu þegar hún loks mætti. Hún sló í gegn. Spurð hvort takmarka ætti frekar þátttökurétt í keppninni svaraði Silvía. „Eurovision á að vera keppni fyrir hæfileikaríkt fólk. Reka á þá úr keppni sem gera grín að henni.“ Annars er það að frétta að íslenski hópurinn leigði sal á laugardaginn og æfði atriðið sitt með leynd. Hópurinn er nú full- skipaður en lagahöfundurinn, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem og Sölvi Blöndal komu til Aþenu seint í fyrrakvöld. Eftir blaða- mannafundinn í gær hélt Silvía á stærstu sjálfstæðu sjónvarpsstöðina í Aþenu, þar sem henni hafði verið boðið í einkaviðtal. Silvía Nótt vinnur Grikki á sitt band SILVÍA NÓTT Hefur smám saman verið að vinna fólkið á sitt band og sló í gegn á blaða- mannafundinum. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Sjálfstæðisflokkurinn. 2. 104 ára. 3. Liverpool. Ofurtala 2 10 14 25 31 16 18 23 32 41 43 26 46 48 3 0 7 5 7 8 3 1 5 4 26.4.2006 Þrefaldur 1. vinningur nk. laugardag Fyrsti vinningur gekk ekki út. 13 13.5.2006 Tvöfaldur 1. vinningur nk. miðvikudag Fyrsti vinningur gekk ekki út.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.