Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 22
■ FÖSTUDAGUR, 12. MAÍ
Bill og ég - hjá Baugi
Ég sé að við Bill
erum orðnir
vinnufélagar
en B. Clinton
er farinn að
starfa hjá
Baugi við fyrir-
lestrahald á
fræðasetrinu
Tívolí í Kaup-
mannahöfn. Þótt
hormónastarf-
semin í Clin-
ton hafi
kannski
verið með
fjörugasta móti þá er það þó
skömminni skárra að daðra við
stelpurnar í Hvíta húsinu heldur
en vera í slagtogi með þeim óláns-
mönnum, Rumsfeld og Cheney.
Hvað sem því líður þá býð ég
Bill velkominn í starfsmannahóp-
inn og hlakka til að sjá eftir hann
bakþanka á næstunni.
Það merka blað Dagens Nyhet-
er býður manni ókeypis próf til að
finna út hvar maður stendur í
pólitík. Samkvæmt spurningalist-
anum leiðir þessi pólitíska lit-
greining í ljós að ég er:
66% framsóknarmaður (Miðju-
flokkurinn)
62% græningi (Umhverfis-
flokkur)
56% mjúkur íhaldsmaður (Þjóð-
arflokkur)
54% harður íhaldsmaður
(Hófsemdarflokkur)
48% kristilegur lýðræðissinni
(K-demókrat)
42% krati (Sósjaldemókrat)
Og 40% vinstri maður (Vinstri-
flokkur)
Samtals gera þetta um 360% -
hvað sem það nú þýðir.
■ LAUGARDAGUR, 13. MAÍ
Þúsaldarskáld í Borgarnesi
Fórum í helgarbíltúr og mættum á
opnun Landnámssetursins í
Borgarnesi. Þar var múgur
og margmenni og beið eftir
því að fá að skyggnast inn í
veröld landnámsfólks yfir-
leitt og Egils Skallagríms-
sonar sérstaklega.
Miðað við þá gífurlegu
hrifningu sem tignarfólk
þarna lét í ljósi á hinu
drykkfellda þúsaldar-
skáldi fór ég að velta því
fyrir mér hvernig Agli
mundi vegna í dag ef
hann hefði endurfæðst og væri
formaður Rithöfundasambandsins
og byggi í Borgarnesi.
Ég sé hann í anda standa á horni
Austurstrætis og Pósthússtrætis
og bjóða vegfarendum að kaupa
Höfuðlausn.
Það var gaman að skoða söfnin
sem bera hugkvæmni og listrænu
innsæi þeirra Kjartans og Sirríar
fagurt vitni.
■ SUNNUDAGUR, 14. MAÍ
Kambsránið að fullu greitt
Þetta hefur verið þjóðleg helgi.
Síðan ég kvaddi Egil Skalla-
grímsson hef ég verið niðursokk-
inn í að lesa ævisögu Hannesar
Hafstein. Frábær bók. Sem betur
fer hitti ég höfundinn, Guðjón
Friðriksson í kvöld í Háskólabíói
og gat tekið í hönd-
ina á honum og
þakkað honum
fyrir þetta afreks-
verk.
Guðjón er
snillingur og ekki
einhamur. Með
þeim fjársjóðum
sem hann hefur
grafið upp og fært
þjóðinni er hann
fyrir löngu búinn
að borga með
vöxtum og vaxtavöxtum þessa
skildinga sem forfaðir hans
álpaðist til að stinga inn á sig
hérna um árið. En sá var einn
af hinum
ólukkulegu
þátttakendum í
Kambsráninu
og lenti á
Brimarhólmi
fyrir vikið.
Það var sú
sérkennilega
persóna
Þuríður
formaður
sem upp-
lýsti
Kambs-
ránið. Hún er guðmóðir íslenskra
leynilögreglumanna, nokkurs
konar Sherlock Holmes löngu áður
en sá góði maður leit dagsins ljós.
Guðjón var eins og ég að fara
að sjá myndina „A Prairie Home
Companion“ eftir Robert Altman.
Það var ósköp notaleg mynd.
Þarna var Garrison Keillor aðal-
leikari mættur. Hann var á
jakkafötum og rauðum striga-
skóm, listamannslegur á
ameríska vísu. Mér finnst
Sjón flottari.
■ MÁNUDAGUR, 15. MAÍ
Íslensk fyndni
Íslensk fyndni er stundum
dáldið meinleg - súr eins og
sítrónusneið í asna.
Nú er búið að skipta um
nafn á bæjarfélaginu
Árborg og í
munni almenn-
ings heitir það
Tuborg.
Allt vegna
þess að bæjar-
stjórakandídat
úr Árborg var
úti að aka um
helgina og
búinn að
fá sér
svo
ræki-
lega neðan í því að hann ók á staur
- hefur ef til vill haldið að hann
væri að keyra í gegnum hliðið
heima hjá sér.
Það er ömurlegt þegar menn og
konur drekka frá sér gullin tæki-
færi. Samt gerist það á hverjum
degi. En það er þó lán í óláni þegar
menn sjá villu síns vegar og vilja
takast á við áfengisvandamálið.
Þetta er ungur maður og þetta
verður honum von-
andi til gæfu.
Ía og Þórir,
vinir okkar
sem búa í
Tékklandi
eru í heim-
sókn.
Fórum með þau í bíltúr. Sól-
veig dró upp kælt kampavín
á Eyrarbakka og svo snædd-
um við humar á Stokks-
eyri.
Þau eru gestrisnasta
fólk sem ég þekki og
erlendis gera
þau Íslandi
meira gagn
ókeypis en
sjö
sendi-
herrar á
fullum launum.
■ ÞRIÐJUDAGUR, 16. MAÍ
Yfirburðir hryggdýra?
Kosturinn við að vera hrygg-
dýr er hvað maður er ofar-
lega í fæðukeðjunni. Gall-
inn er hins vegar sá að ég er
oft að drepast í bakinu. Ána-
maðkar eru að minnsta kosti
lausir við gigtina.
Lá mestan part í rúminu
en staulaðist samt á Borgar-
bókasafnið að ná mér í eitt-
hvað að lesa. Ræddi um til-
ganginn í lífinu við Báru eftir
að hún hafði stimplað inn
bækurnar. Stórkostleg hlunn-
indi að hafa þetta safn þarna.
Og Báru.
Ég var að hugsa um að ef
allir vildu öðrum jafnvel og
þeir vilja sjálfum sér væri
veröldin betri staður og missti
af útvarpsþættinum með hinum
rauðskædda Garrison Keillor í
Þjóðleikhúsinu. En ég get hvort
sem er ekki hlustað á útvarp.
Nema ég sé staddur í bíl og eigi
mér ekki undankomu auðið.
■ MIÐVIKUDAGUR, 17. MAÍ
„Baulaðu nú Bónus minn...“
„Vöruverð í matvöruverslunum í
Reykjavík er umtalsvert hærra en
í höfuðborgum hinna Norðurland-
anna, en svipað og í Ósló. Vöru-
karfa með algengum undirstöðu-
matvörum er tæplega helmingi
dýrari í Reykjavík en í Stokk-
hólmi.“
Ég vona að Bónus-feðgar frétti
af þessu og taki til sinna ráða.
Ferskar kjúklingabringur sem
kosta rúmlega 2.000 krónur kílóið
í Reykjavík kosta tæplega 900
krónur í Helsinki. Ungnautahakk
á 1.423 krónur kílóið í Reykjavík
kostar 432 kr. í Stokkhólmi. Lítið
gagn í því fyrir okkur Bónusfólk-
ið. Ekki getum við verslað í Stokk-
hólmi og Helsinki. Samt reiði ég
mig á Bónus eins og drengurinn í
ævintýrinu setti traust sitt á
Búkollu. „Baulaðu nú Bónus minn
hvar sem þú ert!“
Það vildi ég óska að ein-
hver vænn
milljarða-
mæringur
fengi þá flugu
í höfuðið að
meira væri
spennandi að
keyra niður
vöruverð á
Íslandi en
taka þátt í
kappakstri við Hugh
Hefner og Playboy-
kanínurnar. Glætan.
Horfði á Arsenal og
Barcelona með Öldu Lóu
vinkonu minni. Ég horfi
ekki nóg á sjónvarp.
Ég hélt með Barcelóna.
Ronaldinho er eins og ljóð
á takkaskóm.
■ FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ
Eurovision-kvíði
Ég hef eiginlega ekkert
getað unnið í dag út af
Eurovision-kvíða.
Skyldi Silvía
Nótt standa við
hótanir sínar um
að kúka á sviðið?
Það er ekki alltaf auð-
velt að vera Íslendingur.
Forkeppnin er hafin. Mér sýn-
ast Carola hin sænska, Lordi-
skrímslin frá Finnlandi og
söngvaseiðurinn frá Írlandi vera
örugg áfram. Litli sæti Rússinn er
sömuleiðis líklegur og jafnvel
stíg- vélaða stúlkan
frá Úkra-
ínu.
Silvía
Nótt
stóð sig
með
prýði og
aðhafðist ekkert
hneykslanlegt á
sviðinu og
ekki held-
ur aðstoð-
armenn henn-
ar sem voru
þó sagðir
slæmir í
maga.
---
Euro-
vision-kvíð-
inn vissi ekki
á gott. Annað
árið í röð eru
Íslendingar
of aftarlega á
merinni til að
komast í aðal-
keppnina.
Góða nótt,
Silvía.
20. maí 2006 LAUGARDAGUR22
Um Evróvisjón-kvíða
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um B. Clinton sem nýjan vinnufélaga, sagt frá pólitískri
litgreiningu, stungið upp á Agli Skallagrímssyni til formennsku í Rithöfundasambandinu, rætt um
Playboy-kanínur og vöruverð á Íslandi, Árborg og Tuborg, rauða strigaskó - og Evróvisjón-kvíða. Kæra
Dagbók
Þráinn Bertelsson skrifar