Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 84
20. maí 2006 LAUGARDAGUR52
utlit@frettabladid.is
MÓÐUR VIKUNNAR
> BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR
Spáir þú mikið í tískuna?Já ég geri það, enda
kannski ekki annað hægt þar sem ég vinn í
tískuvörubúð og er því innan um föt allan dag-
inn. Líka nátturlega það allra skemmtilegasta.
Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég veit
ekki alveg hvernig ég gæti lýst honum. Í raun-
inni kaupi ég mér bara það sem mér finnst flott
hverju sinni. Ég heillast af nýju jafnt sem
gömlu í fatavali og finnst gaman að blanda öllu
saman á eitthvern flottan hátt.
Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Chloe,
Luella, Zac Posen, Fendi ásamt mörgum fleir-
um. Þessa stundina í merkjum er Arrogant cat
að slá í gegn og svo er náttúrlega möst að eiga
allt í Chanel núna.
Flottustu litirnir? Jii, það eru svo margir. Hjá
mér fer það eiginlega alveg eftir skapi. Bleikur
og silfur er annars í uppáhaldi þessa stundina.
Hverju ertu veikust/veikastur fyrir?Kjólum,
skartgripum og skóm.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Modstrom-
kápu í Centrum.
Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Ökkla-
boots, stór sólgleraugu, mittisbuxur, sundbolir,
flottir kjólar ásamt alveg helling af fleiru,
þar sem svo margt er í boði þessa stund-
ina.
Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir sum-
arið? Ýkt háar mittisbuxur, flott bik-
ini og stór sólgleraugu.
Uppáhaldsverslun? Centrum, H&M,
Spútnik, kronkron ásamt fleirum.
Svo finnst mér líka ótrúlega
gaman að versla í svona
underground-búðum og á
mörkuðum.
Hvað eyðir þú miklum
peningum í föt á mánuði?
Það fer algjörlega eftir persónulegu ástandi.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Svörtu
acne-buxnanna minna og pelsins míns.
Uppáhaldsflík? Í augnablikinu eru það svört
glimmer-leggings sem ég keypti í júniform og
hælaskór sem ég keypti mér á Portobello-
markaði í London í fyrra.
Hvert myndir þú fara í verslunarferð?
New York og London eru ofarlega á
lista. Ég myndi líka vilja fara eitthvert
allt annað til þess að reyna að kynnast
nýrri menningu og sjá nýja strauma í
tísku.
Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér?
Ætli ég verði ekki bara að segja buff-
alo-skór. En ég tek það fram að á
þeim tíma voru þeir sko ógeðs-
lega töff.
SMEKKURINN: ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR STARFSMAÐUR Í VERSLUNINNI CENTRUM OG NEMI
Veikust fyrir kjólum og skartgripum
Fylgihlutir eru eins og salt og
pipar, bæði setja þau punktinn
yfir lokaútkomuna. Sólgleraugu
eru einn af skemmtilegustu fylgi-
hlutunum vegna þess að þú getur
alltaf treyst á að þegar vorið
kemur byrjar sólgleraugnatískan.
Þau eru nefnilega orðin ótrúlega
mikið tískufyrirbrigði og á tísku-
pöllunum fyrir vor/sumar ´06
voru módelin mjög oft með sól-
gleraugu sem hluta af lúkkinu.
Helstu stjörnurnar eru oftar en
ekki með gleraugu til að skýla
andlitinu fyrir myndavélunum,
maður lítur allt-
af vel út ef
maður er með flott gleraugu á
höfði.
Sjaldan hefur verið til jafn
mikið úrval af flottum sólgleraug-
um og getur maður nú fengið gler-
augu sem passa við hvaða dress
sem er.
Tískan í sólgleraugum hefur
breyst frá því í fyrra en minna er
um massívar stálumgjarðir og eru
þær orðnar litaglaðar og eins og
afturhvarf í gamla tíma virðist
plastið vera inn. Einnig þarf
maður ekkert endilega að fara á
hausinn ef maður vill kaupa sér
fleiri en ein því að verðbilið
er mjög vítt og það gerir
manni kleift að eiga fleiri
eða eins og alvöru
tískugúrúum sæmir, ein í hverjum
lit. Núna þegar second hand-föt
eru í tísku fylgja sólgleraugu með
straumnum og til að mynda býður
Gleraugnasalan á Laugarvegi upp
á gamlan lager af sólgleraugum
frá áttunda áratugnum. Einnig er
úrvalið af merkjagleraugum á
borð við Gucci, Prada, Dior og
Diesel mikið og sífellt ný og
skemmtileg merki að bætast í
flóruna. alfrun@frettabladid.is
hilda@frettabladid.is
Sólgleraugu skipta sköpum
DOPPÓTT PLAST Þessi gleraugu eru
frá hönnuðinum Eley Kishimoto og
fást í KronKron.
TVÍLIT OG HRESSANDI Plast-
umgjörð frá merkinu Basso og
Brooke og fæst í Trílógíu.
UMGJARÐIR ALLSETTAR
SWAROVSKI-STEINUM Þessi
fínu gleraugu fást í Gleraugna-
sölunni við Laugaveg og eru
skreytt alvöru steinum
frá Swarovski.
POPPUÐ UMGJÖRÐ Þessu gleraugu
fást í Gleraugnasölunni og eru frá
áttunda áratugnum.
HOLLYWOOD-GLERAUGU Þessi
er frá Gucci og góð til að skýla
andliti. Fást í Gleraugnaverslun-
inni í Mjódd.
VINTAGE LÚKK Þessi eru
dökkrauð og í anda Holly-
wood-stjarnanna með stórri
umgjörð með gulli í hliðum.
Fást í Gyllta kettinum.
BRÚN MEÐ SVÖRTU GLERI
Þessi eru frá Gleraugna-
versluninni.
SVART ER ALLTAF KLASSÍSKT Þessi eru
frá hátískuhönnuðinum Gucci og fást í
Gleraugnaversluninni í Mjódd
STJÖRNUSTÆLAR þessi eru mjög flott og
ganga við allt enda eru þau frá Dior og
fást í Gleraugnaversluninni í Mjódd.
SÓLGLERAUGU FRÁ GALLABUXNAFRAM-
LEIÐANDA Diesel er ekki bara að gera flottar
gallabuxur, þessi gleraugu eru frá þeim og
fást í Gleraugnaversluninni í Mjódd.
VOR- OG SUMARLÍNAN 2006 Þetta er frá
sýningu Eley Kishimoto í London og voru
mörg gleraugu þar til sýnis. Merkið er
hannað af parinu Mark Eley sem er breskur
og Wakako Kishimoto sem er frá Japan.
SUMARLÍNAN FRÁ MARNI Mörg sól-
gleraugu voru til sýnis á tískupöllun-
um og er þessi sýning frá Marni.
DROTTNING SÓLGLERAUGNA Nicole Richie er þekkt fyrir
að vera mjög oft með sólgleraugu og því stærri því betri
er hennar mottó. Margar stjörnur sjá sóma sinn í því að
ferðast ætíð með sólgleraugu á höfði og má þar nefna
stöllu hennar Paris Hilton og Victoriu Beckham.
Þær eru margar tískureglurnar sem eru lofaðar í tískublöðunum og í
mörgum þeirra er ekki snefill af viti. „Aldrei nota gull og silfur
saman“, „Aldrei klæðast fleiri en þremur litum í einu“, „Alltaf vera
með tösku í sama lit og skór“, „Aldrei vera með varalit í sama lit og
peysan“ og miklu miklu fleira. Augljóslega er þetta algjört rugl og
það er óskandi að enginn lesi svona blöð og fylgi þeim í einu og öllu.
Til dæmis er reglan með töskuna og skóna algjörlega útbrunnin og nú
þykir mörgum hálf hallærislegt að vera með tösku í sama lit og skórn-
ir.
Öðrum reglum finnst mér vera pínulítið meira vit í. Til dæmis er
ekki ráðlegt að vera eins og gallafatabarbí, semsagt ekki vera í galla-
jakka sem er úr alveg eins útlítandi efni og gallabuxurnar. Ekki
ofnota eitthvað eitt merki er ágætis ráð, að minnsta kosti ef merkið
er mjög áberandi því enginn vill líta út eins og gang-
andi auglýsing. Ekki nota síða eyrnalokka þegar þú
ert með áberandi hálsmen og í síðasta lagi er það
reglan „less is more“ þó svo að reglan „more is
more“ geti alveg verið jafn kúl og sé jafnvel
vinsælli í dag.
Eina reglan sem gildir þó fyrir fulla alvöru í
tískuheiminum er sú að það eru engar reglur.
Ekki láta segja þér að hvítar buxur séu lummó
ef þig langar að ganga í hvítum buxum. Það
eina sem er lummó er að taka tískureglur
alvarlega og lesa tískublöðin eins og ein-
hvers konar biblíu um hvað eigi að gera og
hvað ekki. Skoðaðu frekar blöðin og mynd-
irnar og fáðu hugmyndir til þess að endur-
bæta þinn stíl, því það er jú eini stíllinn
sem smellpassar fyrir þig!
Ekki vera gallafatabarbí
SS
HVÍT OG KISULEG
Þessi eru frá Eley Kishim-
oto sem selur hönnun
sína í KronKron.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
Ö
RÐ
U
R
HVÍT FYRIR SUMARIÐ Þessi eru í minni
kantinum og með hvítri plastumgjörð.
Fást í Gleraugnasölunni og eru með
Swarovski-steinum.
BRÚN MEÐ GYLLTU STÁLI Þessi eru stór og eru frá
breska merkinu Buddish Punk og fást í Trílógíu.
> Belti um
mittið
.... færum beltið
upp í mittið til
að undirstika
kvenleika og
kynþokka.